Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leggja til verulegar takmarkanir á jarðakaupum

Starfs­hóp­ur ráð­herra legg­ur til að kaup­end­ur að bújörð­um hafi lög­heim­ili á land­inu, eig­end­ur búi sjálf­ir á jörð­un­um eða haldi þeim í nýt­ingu og tak­mark­an­ir á stærð slíks lands.

Leggja til verulegar takmarkanir á jarðakaupum
Kristján Þór Júl´ Mynd: Pressphotos

Starfshópur um eignarhald á bújörðum telur koma til grein að festa í lög kvaðir um að eigendur jarða búi sjálfir á jörðunum, þeim sé haldið í notkun eða að takmarka stærð lands í eigu aðila. Erlendir eigendur þurfi að hafa lögheimili á jörðunum, bændur fái víðtækari forkaupsrétt á jörðum og hið opinbera þurfi að samþykkja aðilaskipti. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem birt var í dag.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði hinn 16. júní 2017 fimm manna starfshóp um endurskoðun eignarhalds á bújörðum. Tilefnið var umræða um eignarhald auðmanna á stórum hluta jarða á Íslandi, bæði innlendra aðila og erlendra. Litið var til erlendrar löggjafar við vinnuna.

Í skýrslu hópsins segir að komi til álita að lögfesta ábúðarskyldu og/eða skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum. Þá komi til álita að lögfesta „takmarkanir á borð við búsetuskilyrði til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum, takmarkanir á stærð slíks lands og/eða fjölda fasteigna, áskilnað um fyrirfram samþykki hins opinbera fyrir aðilaskiptum að landi í landbúnaðarnotum, víðtækari forkaupsrétt ábúenda og/eða bænda en fyrir er í lögum, verðstýringarheimild, reglur um sameignarland til að treysta fyrirsvar og liðka fyrir ákvarðanatöku, svo og að gera breytingar á reglum til að einfalda og efla stjórnsýslu við landskipti og lausn lands úr landbúnaðarnotum ásamt því að skilgreina hlutlæg viðmið í þágu slíkrar ákvarðanatöku.“

Starfshópurinn leggur áherslu á að við val á takmörkunum og nánari útfærslu þeirra verði að gæta að sjónarmiðum um eignarréttarvernd og skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-rétti, svo og að takmarkanir taki til einstaklinga, lögaðila og raunverulegra eigenda þeirra. Starfshópurinn leggur einnig áherslu á að við útfærslu einstakra takmarkana þurfi að huga að því að tengja þær raunhæfum og virkum réttarúrræðum og eftirlitsheimildum.

Tillögur starfshópsins til ráðherra

Að lögfesta í ábúðarlög nr. 80/2004 búsetuskilyrði, þ.e. skilyrði um byggingu lands í landbúnaðarnotum á þann veg að landeigandi eða ábúandi skuli hafa þar lögheimili (fasta búsetu), og/eða að lögfesta þar skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 búsetuskilyrði, þ.e. skilyrði um að einstaklingar sem öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum skuli hafa lögheimili hér á landi eða hafa áður haft hér lögheimili um tilgreindan tíma, t.d. fimm ár;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 takmarkanir á stærð lands og/eða fjölda fasteigna (lands í landsbúnaðarnotum);

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 áskilnað um fyrirfram samþykki hins opinbera fyrir aðilaskiptum að landi í landbúnaðarnotum;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 víðtækari forkaupsrétt ábúenda og/eða bænda;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 verðstýringarheimild;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 reglur um sameignarland til að treysta fyrirsvar og liðka fyrir ákvarðanatöku;

Að gera breytingar á reglum jarðalaga nr. 81/2004 um stjórnsýslu við landskipti og lausn lands úr landbúnaðarnotum og skilgreina í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hlutlæg viðmið í þágu slíkrar ákvarðanatöku

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár