Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leggja til verulegar takmarkanir á jarðakaupum

Starfs­hóp­ur ráð­herra legg­ur til að kaup­end­ur að bújörð­um hafi lög­heim­ili á land­inu, eig­end­ur búi sjálf­ir á jörð­un­um eða haldi þeim í nýt­ingu og tak­mark­an­ir á stærð slíks lands.

Leggja til verulegar takmarkanir á jarðakaupum
Kristján Þór Júl´ Mynd: Pressphotos

Starfshópur um eignarhald á bújörðum telur koma til grein að festa í lög kvaðir um að eigendur jarða búi sjálfir á jörðunum, þeim sé haldið í notkun eða að takmarka stærð lands í eigu aðila. Erlendir eigendur þurfi að hafa lögheimili á jörðunum, bændur fái víðtækari forkaupsrétt á jörðum og hið opinbera þurfi að samþykkja aðilaskipti. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem birt var í dag.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði hinn 16. júní 2017 fimm manna starfshóp um endurskoðun eignarhalds á bújörðum. Tilefnið var umræða um eignarhald auðmanna á stórum hluta jarða á Íslandi, bæði innlendra aðila og erlendra. Litið var til erlendrar löggjafar við vinnuna.

Í skýrslu hópsins segir að komi til álita að lögfesta ábúðarskyldu og/eða skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum. Þá komi til álita að lögfesta „takmarkanir á borð við búsetuskilyrði til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum, takmarkanir á stærð slíks lands og/eða fjölda fasteigna, áskilnað um fyrirfram samþykki hins opinbera fyrir aðilaskiptum að landi í landbúnaðarnotum, víðtækari forkaupsrétt ábúenda og/eða bænda en fyrir er í lögum, verðstýringarheimild, reglur um sameignarland til að treysta fyrirsvar og liðka fyrir ákvarðanatöku, svo og að gera breytingar á reglum til að einfalda og efla stjórnsýslu við landskipti og lausn lands úr landbúnaðarnotum ásamt því að skilgreina hlutlæg viðmið í þágu slíkrar ákvarðanatöku.“

Starfshópurinn leggur áherslu á að við val á takmörkunum og nánari útfærslu þeirra verði að gæta að sjónarmiðum um eignarréttarvernd og skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-rétti, svo og að takmarkanir taki til einstaklinga, lögaðila og raunverulegra eigenda þeirra. Starfshópurinn leggur einnig áherslu á að við útfærslu einstakra takmarkana þurfi að huga að því að tengja þær raunhæfum og virkum réttarúrræðum og eftirlitsheimildum.

Tillögur starfshópsins til ráðherra

Að lögfesta í ábúðarlög nr. 80/2004 búsetuskilyrði, þ.e. skilyrði um byggingu lands í landbúnaðarnotum á þann veg að landeigandi eða ábúandi skuli hafa þar lögheimili (fasta búsetu), og/eða að lögfesta þar skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 búsetuskilyrði, þ.e. skilyrði um að einstaklingar sem öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum skuli hafa lögheimili hér á landi eða hafa áður haft hér lögheimili um tilgreindan tíma, t.d. fimm ár;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 takmarkanir á stærð lands og/eða fjölda fasteigna (lands í landsbúnaðarnotum);

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 áskilnað um fyrirfram samþykki hins opinbera fyrir aðilaskiptum að landi í landbúnaðarnotum;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 víðtækari forkaupsrétt ábúenda og/eða bænda;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 verðstýringarheimild;

Að lögfesta í jarðalög nr. 81/2004 reglur um sameignarland til að treysta fyrirsvar og liðka fyrir ákvarðanatöku;

Að gera breytingar á reglum jarðalaga nr. 81/2004 um stjórnsýslu við landskipti og lausn lands úr landbúnaðarnotum og skilgreina í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hlutlæg viðmið í þágu slíkrar ákvarðanatöku

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár