Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
– Gildissvið upplýsingalaga útvíkkað svo þau taki til Alþingis og dómstóla.
– Uppljóstrurum, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, tryggð réttarvernd svo óheimilt sé að láta þá gjalda fyrir að greina frá lögbrotum sem þeir verða áskynja um, svo sem með uppsögn eða kjaraskerðingu.
– Inntak tjáningarfrelsis og þagnarskyldu opinberra starfsmanna skilgreint betur með breytingum á stjórnsýslulögum.
– Skuldbindingum vegna barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fylgt eftir með breytingum á lögum um umboðsmann barna.
– Velferðarráðuneytinu skipt í tvennt: heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.
Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra
– Fjárlög ársins 2019, fjáraukalög ársins 2018, breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaganna og breytingar á gjaldskrá laga um aukatekjur ríkissjóðs.
– Tryggingagjaldi og tekjuskatti einstaklinga breytt í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins.
– Fyrirkomulagi launaákvarðana hjá þeim sem áður heyrðu undir úrskurðarvald kjararáðs breytt þannig að laun þeirra verði fest við ákveðna krónutölufjárhæð. …
Athugasemdir