Starfshópur, skipaður af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, skilaði í byrjun september 80 blaðsíðna skýrslu með ýmsum tillögum til að auka traust á stjórnmálum. Meðal annars ætti að setja reglur um lobbíista, auka gagnsæi í samskiptum þeirra við kjörna fulltrúa og tryggja að hagsmunaskráning ráðherra nái yfir skuldir þeirra, maka og ólögráða börn. Lagt er til að Siðfræðistofnun fái formlega hlutverk ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og fjárveitingar til að sinna því starfi, að uppljóstrarar fái lögbundna vernd stjórnvalda, og að stefna yfirvalda verði að veita upplýsingar í ríkari mæli.
Á fundi þar sem skýrslan var kynnt sagði Jón Ólafsson, sem er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, stjórnarmaður Gagnsæis - samtaka gegn spillingu og í senn formaður starfshópsins, að það væri engin ný tillaga í skýrslunni; skýrslan væri í raun samansafn af hugmyndum sem komið hafa fram í þjóðfélagsumræðunni, …
Athugasemdir