Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

„Óskastaða Ís­lend­inga“ væri nýr EES samn­ing­ur með Bret­um og Sviss­lend­ing­um, seg­ir Björn Bjarna­son. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur skip­að hann formann starfs­hóps sem mun vinna skýrslu um EES samn­ing­inn.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður starfshóps sem vinna á skýrslu um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir utanríkisráðuneytið.

Björn var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks þegar samningurinn tók gildi 1994. Í febrúar skrifaði hann á heimasíðu sína um möguleikann á nýjum samningi, verði af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Óskaniðurstaða Íslendinga í Brexit-viðræðunum er aðild Breta að EFTA og nýr EES-samningur með aðild Breta og Svisslendinga,“ skrifaði Björn. „Fyrir þessu einfalda og skýra markmiði ættu íslensk stjórnvöld að beita sér.“

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn beri almenna ábyrgð á skipulagi verkefnisins og sé talsmaður hópsins gagnvart stjórnvöldum. Auk hans sitja í hópnum þær Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar.

Með skýrslunni vill ráðuneytið koma til móts við beiðni frá hópi þingmanna um skýrslu utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Starfshópurinn hefur 12 mánuði til að skila skýrslunni og skal leita til helstu sérfræðinga og fræðimanna í málaflokknum við vinnslu hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár