Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

„Óskastaða Ís­lend­inga“ væri nýr EES samn­ing­ur með Bret­um og Sviss­lend­ing­um, seg­ir Björn Bjarna­son. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur skip­að hann formann starfs­hóps sem mun vinna skýrslu um EES samn­ing­inn.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður starfshóps sem vinna á skýrslu um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir utanríkisráðuneytið.

Björn var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks þegar samningurinn tók gildi 1994. Í febrúar skrifaði hann á heimasíðu sína um möguleikann á nýjum samningi, verði af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Óskaniðurstaða Íslendinga í Brexit-viðræðunum er aðild Breta að EFTA og nýr EES-samningur með aðild Breta og Svisslendinga,“ skrifaði Björn. „Fyrir þessu einfalda og skýra markmiði ættu íslensk stjórnvöld að beita sér.“

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn beri almenna ábyrgð á skipulagi verkefnisins og sé talsmaður hópsins gagnvart stjórnvöldum. Auk hans sitja í hópnum þær Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar.

Með skýrslunni vill ráðuneytið koma til móts við beiðni frá hópi þingmanna um skýrslu utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Starfshópurinn hefur 12 mánuði til að skila skýrslunni og skal leita til helstu sérfræðinga og fræðimanna í málaflokknum við vinnslu hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár