Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

„Óskastaða Ís­lend­inga“ væri nýr EES samn­ing­ur með Bret­um og Sviss­lend­ing­um, seg­ir Björn Bjarna­son. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur skip­að hann formann starfs­hóps sem mun vinna skýrslu um EES samn­ing­inn.

Formaður EES-hóps ráðuneytisins hefur talað fyrir nýjum samningi

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður starfshóps sem vinna á skýrslu um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir utanríkisráðuneytið.

Björn var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks þegar samningurinn tók gildi 1994. Í febrúar skrifaði hann á heimasíðu sína um möguleikann á nýjum samningi, verði af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Óskaniðurstaða Íslendinga í Brexit-viðræðunum er aðild Breta að EFTA og nýr EES-samningur með aðild Breta og Svisslendinga,“ skrifaði Björn. „Fyrir þessu einfalda og skýra markmiði ættu íslensk stjórnvöld að beita sér.“

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn beri almenna ábyrgð á skipulagi verkefnisins og sé talsmaður hópsins gagnvart stjórnvöldum. Auk hans sitja í hópnum þær Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar.

Með skýrslunni vill ráðuneytið koma til móts við beiðni frá hópi þingmanna um skýrslu utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Starfshópurinn hefur 12 mánuði til að skila skýrslunni og skal leita til helstu sérfræðinga og fræðimanna í málaflokknum við vinnslu hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu