Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki

Set­ur samasem­merki milli þess og gagn­rýn­enda Eng­eyjarætt­ar­inn­ar. Eng­ey­ing­ur­inn Ein­ar Sveins­son, föð­ur­bróð­ir fjár­mála­ráð­herra, er ný­lega orð­inn stjórn­ar­formað­ur Hvals hf.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki
Góða fólkið gegn Engeyingum Skopmyndateiknari Morgunblaðsins setur hvalabjörgunarfólk í hóp gagnrýnenda Engeyjarættarinnar og uppnefnir það.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins gerir tilraunir til björgunar á tveimur andarnefjum sem strönduðu í Engey í síðustu viku að viðfangsefni sínu í skopmynd dagsins. Á myndinni má sjá andarnefjuhval strandaðan á skeri með merkingunni Engey og í baksýn er bátur þar sem sjá má fólk um borð. Í talblöðru sem teiknuð er upp af fólkinu segir: „Þessir Engeyingar svífast einskis“ og titill myndarinnar er „Góða fólkið bjargar andarnefju út Engey.“ Virðist ætlun teiknarans þar með að hæðast að og setja samasem merki milli þeirra sem stóðu að björgun hvalanna og þeirra sem gagnrýnt hafa Engeyjarættina.

Fólk af Engeyjarætt hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi, einkum í viðskiptum og stjórnmálum. Þannig höfðu helstu athafnamenn Engeyjarættarinnar 920 milljónir aðeins í fjármagnstekjur á síðasta ári, samkvæmt nýlegri úttekt Stundarinnar. Af Engeyjarætt eru meðal annars Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson faðir hans og Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna.

Fyrr í sumar tók Einar, sem er umfangsmikill fjárfestir, við stjórnarformennsku í Hval hf. Þá á hann 2,24 prósent hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt P 126. Ingimundur Sveinsson, bróðir Einars, er einnig hluthafi í fyrirtækinu en félag hans Eldhrímnir ehf. á 1,53 í Hval hf. Hvalur er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á stórhvelum og hefur setið undir mikilli gagnrýni undanfarið, ekki síst eftir að eftir að hvalveiðiskip fyrirtækisins skaut í júlí síðastliðnum sjaldgæfan blending steypireyðar og langreyðar. Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir drápið og byggja kæruna á því að fyrirtækið hafi einungis heimild til að veiða langreyðar.

Þá lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram fyrirspurnir til þriggja ráðherra á síðasta þingi varðandi hvalveiðar og hugsanleg áhrif þeirra á hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, meðal annars á ferðaþjónustuna. Fyrirspurnum sem hún beindi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og til ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur þegar verið svarað. Hins vegar hefur utanríkisráðuneytið í þrígang óskað eftir fresti til að svara fyrirspurn þeirri sem beint var til utanríkisráðherra. Þorgerður segist telja að ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðarnar. Ráðherrarnir þrír sem um ræðir eru allir úr Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu