Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki

Set­ur samasem­merki milli þess og gagn­rýn­enda Eng­eyjarætt­ar­inn­ar. Eng­ey­ing­ur­inn Ein­ar Sveins­son, föð­ur­bróð­ir fjár­mála­ráð­herra, er ný­lega orð­inn stjórn­ar­formað­ur Hvals hf.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki
Góða fólkið gegn Engeyingum Skopmyndateiknari Morgunblaðsins setur hvalabjörgunarfólk í hóp gagnrýnenda Engeyjarættarinnar og uppnefnir það.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins gerir tilraunir til björgunar á tveimur andarnefjum sem strönduðu í Engey í síðustu viku að viðfangsefni sínu í skopmynd dagsins. Á myndinni má sjá andarnefjuhval strandaðan á skeri með merkingunni Engey og í baksýn er bátur þar sem sjá má fólk um borð. Í talblöðru sem teiknuð er upp af fólkinu segir: „Þessir Engeyingar svífast einskis“ og titill myndarinnar er „Góða fólkið bjargar andarnefju út Engey.“ Virðist ætlun teiknarans þar með að hæðast að og setja samasem merki milli þeirra sem stóðu að björgun hvalanna og þeirra sem gagnrýnt hafa Engeyjarættina.

Fólk af Engeyjarætt hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi, einkum í viðskiptum og stjórnmálum. Þannig höfðu helstu athafnamenn Engeyjarættarinnar 920 milljónir aðeins í fjármagnstekjur á síðasta ári, samkvæmt nýlegri úttekt Stundarinnar. Af Engeyjarætt eru meðal annars Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson faðir hans og Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna.

Fyrr í sumar tók Einar, sem er umfangsmikill fjárfestir, við stjórnarformennsku í Hval hf. Þá á hann 2,24 prósent hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt P 126. Ingimundur Sveinsson, bróðir Einars, er einnig hluthafi í fyrirtækinu en félag hans Eldhrímnir ehf. á 1,53 í Hval hf. Hvalur er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á stórhvelum og hefur setið undir mikilli gagnrýni undanfarið, ekki síst eftir að eftir að hvalveiðiskip fyrirtækisins skaut í júlí síðastliðnum sjaldgæfan blending steypireyðar og langreyðar. Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir drápið og byggja kæruna á því að fyrirtækið hafi einungis heimild til að veiða langreyðar.

Þá lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram fyrirspurnir til þriggja ráðherra á síðasta þingi varðandi hvalveiðar og hugsanleg áhrif þeirra á hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, meðal annars á ferðaþjónustuna. Fyrirspurnum sem hún beindi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og til ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur þegar verið svarað. Hins vegar hefur utanríkisráðuneytið í þrígang óskað eftir fresti til að svara fyrirspurn þeirri sem beint var til utanríkisráðherra. Þorgerður segist telja að ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðarnar. Ráðherrarnir þrír sem um ræðir eru allir úr Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár