Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki

Set­ur samasem­merki milli þess og gagn­rýn­enda Eng­eyjarætt­ar­inn­ar. Eng­ey­ing­ur­inn Ein­ar Sveins­son, föð­ur­bróð­ir fjár­mála­ráð­herra, er ný­lega orð­inn stjórn­ar­formað­ur Hvals hf.

Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki
Góða fólkið gegn Engeyingum Skopmyndateiknari Morgunblaðsins setur hvalabjörgunarfólk í hóp gagnrýnenda Engeyjarættarinnar og uppnefnir það.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins gerir tilraunir til björgunar á tveimur andarnefjum sem strönduðu í Engey í síðustu viku að viðfangsefni sínu í skopmynd dagsins. Á myndinni má sjá andarnefjuhval strandaðan á skeri með merkingunni Engey og í baksýn er bátur þar sem sjá má fólk um borð. Í talblöðru sem teiknuð er upp af fólkinu segir: „Þessir Engeyingar svífast einskis“ og titill myndarinnar er „Góða fólkið bjargar andarnefju út Engey.“ Virðist ætlun teiknarans þar með að hæðast að og setja samasem merki milli þeirra sem stóðu að björgun hvalanna og þeirra sem gagnrýnt hafa Engeyjarættina.

Fólk af Engeyjarætt hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi, einkum í viðskiptum og stjórnmálum. Þannig höfðu helstu athafnamenn Engeyjarættarinnar 920 milljónir aðeins í fjármagnstekjur á síðasta ári, samkvæmt nýlegri úttekt Stundarinnar. Af Engeyjarætt eru meðal annars Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson faðir hans og Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna.

Fyrr í sumar tók Einar, sem er umfangsmikill fjárfestir, við stjórnarformennsku í Hval hf. Þá á hann 2,24 prósent hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt P 126. Ingimundur Sveinsson, bróðir Einars, er einnig hluthafi í fyrirtækinu en félag hans Eldhrímnir ehf. á 1,53 í Hval hf. Hvalur er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á stórhvelum og hefur setið undir mikilli gagnrýni undanfarið, ekki síst eftir að eftir að hvalveiðiskip fyrirtækisins skaut í júlí síðastliðnum sjaldgæfan blending steypireyðar og langreyðar. Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir drápið og byggja kæruna á því að fyrirtækið hafi einungis heimild til að veiða langreyðar.

Þá lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram fyrirspurnir til þriggja ráðherra á síðasta þingi varðandi hvalveiðar og hugsanleg áhrif þeirra á hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, meðal annars á ferðaþjónustuna. Fyrirspurnum sem hún beindi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og til ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur þegar verið svarað. Hins vegar hefur utanríkisráðuneytið í þrígang óskað eftir fresti til að svara fyrirspurn þeirri sem beint var til utanríkisráðherra. Þorgerður segist telja að ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðarnar. Ráðherrarnir þrír sem um ræðir eru allir úr Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár