Í nýútkomnu verki um sögu Evrópu á 20. öld, Logandi land, eftir Ezinne Okoye, segir á bls. 451:
„Eftir að Adolf Hitler foringi Þýskalands fyrirskipaði þýska hernum að brjóta undir sig leifarnar af Tékkóslóvakíu 15. mars 1939 töldu margir að hann stefndi leynt og ljóst að frekara ásælni gegn nágrannaríkjum, einkum Póllandi, og yrði síðan ekki stöðvaður með friðsamlegum hætti. Ég tel hins vegar að örlög Tékkóslóvakíu (Bæheims og Slóvakíu) hafi fyrst og fremst átt sér efnahagslegar orsakir frá sjónarhóli Hitlers. Efnahagur Þýskalands stóð þá æ valtari fótum og þótt þjóðernislegt orðfæri hafi verið áberandi í talsmáta Hitlers tel ég að bak við herskátt talið hafi fyrst og fremst búið efnahagslegur raunveruleiki. Með því að innlima Bæheim …
Athugasemdir