Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýnasistar dreifa áróðri í Hlíðunum

Að­il­ar sem segj­ast tengd­ir samn­or­ræn­um nýnas­ista­sam­tök­um dreifðu vegg­spjöld­um og límmið­um með áróðri gegn hæl­is­leit­end­um í Hlíða­hverfi. Með­lim­ir sam­tak­anna í Sví­þjóð voru dæmd­ir fyr­ir sprengju­árás.

Nýnasistar dreifa áróðri í Hlíðunum
Áróður í Hlíðunum Veggspjöld voru sett á rafmagnskassa og límmiðar á götuskilti.

Aðilar sem segjast vera hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, samnorrænu bandalagi nýnasista, hafa dreift veggspjöldum og límmiðum á skilti og rafmagnskassa í Hlíðahverfi í Reykjavík. Vilja samtökin með þessu mótmæla hælisleitendum.

Á vefsíðu aðilanna, sem kalla sig Norðurvígi, er sagt að samtökin aðhyllist „þjóðernis félagshyggju“ og að meginverkefni þeirra um þessar mundir sé að „miðla áróðri til fólksins“. Hvergi á heimasíðu samtakanna er þess getið hverjir eru í forsvari. Vefurinn er skráður hjá félagi sem ber nafnið IceNetworks ltd. og er skráð í Mið-Ameríkulandinu Belís.

Límmiðar og veggspjöld af þessum toga brjóta gegn 8. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar. „Á mannvirki og hluti má ekki mála, teikna eða festa auglýsingar nema með leyfi eiganda eða umráðamanns,“ segir í samþykktinni.

Vilja varðveita norrænt fólk „eins og það er í dag“

Finnskur dómstóll hefur bannað hreyfinguna í Finnlandi vegna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu, en hún starfar enn á öðrum Norðurlöndum. Þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð voru dæmdir í fangelsi í fyrra fyrir sprengjuárás í Gautaborg. Samtökin vilja mynda nýtt sameinað ríki Norðurlandanna, stofna samnorrænan her og „taka völdin af alþjóðlegum Síonistum“.

„Andstaða okkar gegn innflutningi fólks er aðallega byggð á kynþáttastefnu þar sem við óskum eftir að fá að varðveita okkar fólk,“ segir á síðunni. „Markmið okkar er ekki fyrst og fremst að skapa algerlega hreinan Norrænan [sic] kynþátt/kynstofn, heldur að varðveita Norrænt fólk eins og það er í dag, þar sem að Norræn kynþáttagerð er ráðandi þáttur í Norræna erfðamenginu.“

Óvirk hópfjármögnun á „Hatreon“

Á vefsíðu aðilanna er fjallað um að á Íslandi hafi verið minna um innflytjendur en á öðrum Norðurlöndum. „Það þýðir samt ekki að Ísland hafi sloppið frá vandamálum sem tengjast gölnum stefnum síónista sem eyða kröftum sínum í að valda alheims eyðileggingu og sundurlyndi í gegnum stór eignarhaldi á seðlabönkum heims, fjölmiðlum, skemmtanaiðnaðinum, menntastofnunum og með vopnavaldi,“ stendur á síðunni.

Á síðunni er vísað sérstaklega til fréttaflutnings Vísis af því að lögregla hafi verið kölluð að húsi í Stigahlíð þar sem hælisleitendur eru til húsa á vegum Reykjavíkurborgar. „Við teljum að öll norðurlöndin [sic] eigi að standa saman og sameinast og stofna eitt sterkt ríki til frambúðar, að þau eigi að standa saman gegn vá fjölmenningarhyggjunnar, innrás hælisleitenda og yfirgangi stjórnvalda gegn sínum eigin þegnum,“ segir á vefsíðunni.

Áróður nýnasistaSamkvæmt lögreglusamþykkt er óheimilt að líma á götuskilti.

Samtökin reka hópfjármögnunarsíðu á vefnum Hatreon.net, sem er ein algengasta fjármögnunarleið nýnasista á heimsvísu. Hatreon hefur verið óvirk frá því í febrúar og því ekki lengur hægt að safna pening með þeirri aðferð.

„Það sem við miðum að þetta ár 2018 þá skulum við opna okkur meira og vera svo loks sjáanlegir meðal almennings,“ segir á síðu samtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
FréttirInnflytjendamál

Guð­mund­ur Ingi: „Þurf­um virki­lega að taka á hon­um stóra okk­ar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.
Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár