„Þetta byrjaði af nauðsyn. Ég var í fjallgöngu fyrir vestan, gekk yfir heiði og kom niður hinum megin. Ég þurfti að koma mér aftur í bílinn og ákvað að fara á puttanum. Það gekk eins og í sögu,“ segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður. Hann er meira en til í að rifja upp ævintýri sín sem puttaferðalangur, ekki síst vegna þess að hann langar til að bera hróður þess ferðamáta sem víðast, að fleiri geri sér grein fyrir því hvað margir kostir fylgi því að sameinast í bíla og eiga gæðastundir með bláókunnugu fólki. Hann segir frá því hvernig hann fór frá því að ferðast í þetta eina sinn á puttanum af nauðsyn yfir í að gera það markvisst og af einhvers konar hugsjón.
Óskar á gamalt fjárhús og hlöðu við Patreksfjörð, sem hann er búinn að breyta í híbýli. Þar allt í kring eru góðar gönguleiðir en „liggja voðalega sjaldan í …
Athugasemdir