Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Braga Guð­brands­syni eru enn í rann­sókn­ar­far­vegi inn­an ráðu­neyt­is­ins sam­hliða Norð­ur­landa­fram­boði hans til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­kvæmt svör­um frá Finn­um og Sví­um er ljóst að þar stóð ut­an­rík­is­þjón­ust­an í þeirri trú, rétt eins og þing­menn á Ís­landi, að gera ætti út­tekt á öllu barna­vernd­ar­kerf­inu þar sem rýnt yrði í vinnu­brögð Braga.

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Íslensk stjórnvöld greindu ekki stjórnvöldum hinna Norðurlandanna frá því að hætt hefði verið við að gera allsherjarúttekt á vinnubrögðum Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda í tilteknum barnaverndarmálum vegna kvartana gegn Braga Guðbrandssyni og Norðurlandaframboðs hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Þetta má ráða af svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Mál Braga Guðbrandssonar eru enn í rannsóknarfarvegi innan velferðarráðuneytisins eftir að ljóst varð að ráðuneytið vanrækti rannsóknarskyldu sína við fyrri athugun og mistókst að leiða fram staðreyndir þegar barnaverndarnefndir kvörtuðu undan ítrekuðum óformlegum afskiptum Braga af einstökum barnaverndarmálum. 

Í fréttatilkynningu sem birtist á vef forsætisráðuneytisins þann 2. maí síðastliðinn kom fram að óháðum sérfræðingum hefði verið falið að vinna úttekt á „tilteknum málum á sviði barnaverndar“ og að gera athugun á „málsmeðferð viðkomandi stjórnvalda, þ.e. þeirra barnaverndarnefnda sem tengjast viðkomandi málum, Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytis“.

Tilefni úttektarinnar var hávær umræða á Alþingi og í fjölmiðlum eftir að Stundin hafði greint með ítarlegum hætti frá afskiptum Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem Bragi hafði beitt sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að faðirinn hefði misnotað þær kynferðislega. Eins og úttektin staðfestir byggði umfjöllun Stundarinnar á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um afskipti Braga af umræddu máli.

Velferðarnefnd þagnaði

Tilkynningin um úttektina varð til þess að velferðarnefnd Alþingis hætti umfjöllun um mál Braga og Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra auk þess sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hélt að sér höndum. Þá greindu utanríkisráðuneyti Norðurlandanna frá því í svörum til Stundarinnar að þau fylgdust með málinu.

Samkvæmt svörum frá Finnum og Svíum er ljóst að þar stóð utanríkisþjónustan í þeirri trú, rétt eins og þingmenn á Íslandi, að ríkisstjórn Íslands hefði látið gera úttekt sem tæki til íslenska barnaverndarkerfisins í heild og stjórnsýslu Barnaverndarstofu og Braga Guðbrandssonar. „Okkur er kunnugt um að nú stendur yfir óháð athugun á málsmeðferð innan barnaverndarkerfisins,“ sagði t.d. upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Finnlands í tölvupósti til Stundarinnar. „Við höldum áfram að styðja frambjóðandann nema niðurstöður athugunarinnar gefi tilefni til annars.“ 

Síðar kom þó í ljós að þrátt fyrir að tilkynnt væri um úttektina sem „óháða úttekt“ á vef forsætisráðuneytisins annaðist velferðarráðuneytið verksamningsgerð við úttektaraðila og bar ábyrgð á framkvæmdinni. Við verksamningsgerðina var hlutverk úttektarnefndarinnar þrengt án þess að greint væri frá því opinberlega og ákveðið að úttektin skyldi aðeins taka til hluta þess sem forsætisráðuneytið nefndi í upphafi, einkum og sér í lagi til málsmeðferðar velferðarráðuneytisins og hvernig ráðuneytið meðhöndlaði kvartanir barnaverndarnefnda. Þannig var úttektarnefndinni ekki falið að leggja heildstætt mat á vinnubrögð Braga Guðbrandssonar eða stjórnsýslu Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda í einstökum barnaverndarmálum eins og gefið hafði verið til kynna að gert yrði.

Svo tekið sé dæmi kemur fram í úttektinni að Barnaverndarstofa hafi, að frumkvæði Braga, haldið sérstakan fund um málefni stúlknanna í Hafnarfjarðarmálinu þar sem ákveðið var að þær færu ekki í könnunarviðtal í Barnahúsi þrátt fyrir beiðni barnaverndarnefndar þar um, en ritað fundargerð um fundinn 10 mánuðum síðar án þess að senda þeim sem viðstaddir voru fundinn fundargerðina til staðfestingar. Engin efnisleg afstaða er tekin til þessarar óvenjulegu stjórnsýslu í úttektinni, enda er meðferð velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna meginviðfangsefni úttektarinnar samkvæmt verksamningi. 

Ekki rætt um framboð Braga á ríkisstjórnarfundinum

„Mjög gott samráð var á milli forsætisráðuneytisins og velferðarráðuneytis við undirbúning hinnar óháðu úttektar,“ segir í svari Láru Bjargar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Endanleg afmörkun verkefnisins byggðist á mati þeirra sérfræðinga sem stýrðu hinni óháðu úttekt m.a. m.t.t. til gildandi stjórnskipunar og stjórnsýslu hér á landi og gefur sú afmörkun ekki tilefni til þess að sérstaklega sé haft samband við Norðurlöndin.“

Bragi Guðbrandsson fullyrti í viðtali á Mbl.is þann 8. júní síðastliðinn að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið á fundi þann dag „að málið myndi ekki hafa nokk­ur áhrif á fram­boð hans [til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna“.

Stundin spurði forsætisráðuneytið hvort þetta væri rétt og fékk eftirfarandi svar frá skrifstofustjóra yfirstjórnar: „Eins og fram kemur á birtri dagskrá ríkisstjórnarfundar, 8. júní sl., var fjallað um niðurstöðu hinnar óháðu úttektar á fundi ríkisstjórnarinnar þann dag.  Hins vegar var fjallað um framboð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna fyrir tímabilið 2019-2022 á fundi ríkisstjórnarinnar þann 23. febrúar sl., þar sem ríkisstjórnin samþykkti að bjóða hann fram sem fulltrúa Íslands og þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár