Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvika kaupir GAMMA

Kvika banki mun kaupa allt hluta­fé í GAMMA á 3,75 millj­arða króna. Sjóð­ir GAMMA eru stærstu fjár­fest­ar á ís­lensk­um fast­eigna­mark­aði. Eign­ir í stýr­ingu hjá GAMMA námu 138 millj­örð­um króna í árs­lok 2017.

Kvika kaupir GAMMA
Ármann Þorvaldsson Forstjóri Kviku segist horfa til erlendrar starfsemi GAMMA.

Kvika banki hefur náð samkomulagi við hluthafa GAMMA um kaup á öllu hlutafé félagsins. Kaupverðið nemur 3,75 milljörðum króna. GAMMA verður áfram rekið sem sjálfstætt dótturfélag undir eigin nafni. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gærkvöldi.

„Sjóðir GAMMA eru meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði,“ segir í tilkynningunni. „Sjóðirnir fjárfesta einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem félagið hóf nýlega rekstur sjóða um erlendar fjárfestingar.“

Samkvæmt tilkynningu var eigið fé GAMMA 2.054 milljónir króna í árslok 2017, en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017.

Kvika banki varð til árið 2015 þegar MP banki og Straumur fjárfestingarbanki runnu saman. Nýr forstjóri bankans, Ármann Þorvaldsson, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.
Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár