Kvika banki hefur náð samkomulagi við hluthafa GAMMA um kaup á öllu hlutafé félagsins. Kaupverðið nemur 3,75 milljörðum króna. GAMMA verður áfram rekið sem sjálfstætt dótturfélag undir eigin nafni. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gærkvöldi.
„Sjóðir GAMMA eru meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði,“ segir í tilkynningunni. „Sjóðirnir fjárfesta einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem félagið hóf nýlega rekstur sjóða um erlendar fjárfestingar.“
Samkvæmt tilkynningu var eigið fé GAMMA 2.054 milljónir króna í árslok 2017, en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017.
Kvika banki varð til árið 2015 þegar MP banki og Straumur fjárfestingarbanki runnu saman. Nýr forstjóri bankans, Ármann Þorvaldsson, …
Athugasemdir