Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leiga af ódýrustu nýju íbúðinni kostar öll mánaðarlaunin fyrir utan þrjú þúsund krónur

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir leigu­kostn­að við leigu­íbúð­ir Heima­valla. Hann seg­ir VR hafa töl­ur sem sýna að leigu­fé­lög­in hafi hækk­að húsa­leigu um 50 til 70 pró­senta síð­ustu fjór­tán mán­uði.

Leiga af ódýrustu nýju íbúðinni kostar öll mánaðarlaunin fyrir utan þrjú þúsund krónur
Ragnar Þór Ingólfsson Hefur safnað sögum frá leigjendum stóru leigufélaganna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Leiguverð á 57 fermetra íbúð leigufélagsins Heimavalla jafngildir öllum útborguðum launum þess sem er á samningsbundnum lágmarkslaunum, að frátöldum þrjú þúsund krónum. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leigufélögin hafi hækkað húsaleigu um 50 til 70 prósent síðustu fjórtán mánuði, samkvæmt tölum stéttarfélagsins. Hann gagnrýndi leiguverðið í Facebook-færslu í dag. Ragnar segir VR nú skoða „nýjar og róttækar leiðir í húsnæðismálum“.

„Útborguð lágmarkslaun eru í dag 248.000 kr. Og voru húsnæðisbætur lækkaðar hjá stórum hópi fólks eftir síðustu hækkun kjarasamninga. Leigufélögin hafa að meðaltali hækkað húsaleigu um 50 til 70% á umþb. 14 mánuðum samkvæmt þeim gögnum sem VR hefur undir höndum,“ segir hann og bendir á að ódýrasta leiguhúsnæði Heimavalla í nýju húsnæði nærri Útvarpshúsinu fáist á 245 þúsund krónur á mánuði.

Auðvelt að fara fram hjá skilyrðum um leiguíbúðalán

Um er að ræða nýja íbúð við Jaðarleiti 8 á svokölluðum RÚV reit. Samkvæmt auglýsingu Heimavalla er leigusamningurinn tímabundinn til eins árs, en leigan tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs og er án rafmagns. Farið er fram á tryggingu sem nemur þriggja mánaða húsaleigu. Skila þarf inn lánshæfismati frá Creditinfo ásamt sakavottorði með umsókn, annars er hún ekki tekin gild.

Í skráningarlýsingu Heimavalla kom fram að félagið skuldaði Íbúðalánasjóði 18,6 milljarða króna í svokölluð leiguíbúðalán undir lok síðasta árs. Miðað við þetta er ljóst að Heimavellir, eða félög sem urðu hluti Heimavalla með sameiningum, hefur tekið stóran hluta af leiguíbúðalánunum hjá Íbúðalánasjóði, sem veitir lán til leigufélaga á þeim grundvelli að ekki sé um gróðarekstur að ræða.

Fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar að hægur leikur sé að fara fram hjá skilyrðum hins ríkisrekna Íbúðalánasjóðs um að lánin séu ekki fyrir leigufélögin og eigendur þeirra til að hagnast á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár