Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Þor­steinn Víg­lunds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina sækja að hinum einka­rekna hluta heil­brigðis­kerf­is­ins og hef­ur áhyggj­ur af því að skil­virkni sé ekki nægi­leg í rík­is­rek­inni heil­brigð­is­þjón­ustu.

Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina sækja að hinum einkarekna hluta heilbrigðiskerfisins og hefur áhyggjur af því að skilvirkni sé ekki nægileg í ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu. Þetta sagði hann í umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fimmtudag.

„Útgjöld eru ekki markmið í sjálfu sér. Útgjaldaaukning er ekki markmið í sjálfu sér, heldur hvað fáum við fyrir fjármagnið og hvernig er skilvirkni ríkisrekstrarins fyrir okkur, og þar hef ég töluverðar áhyggjur af skilvirkni heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þorsteinn.

„Þar finnst mér t.d. í stefnu núverandi ríkisstjórnar vera sótt mjög að hinu einkarekna – og mikilvægt að gera þar skýran greinarmun á einkavæddu og einkareknu heilbrigðiskerfi – sem hefur sýnt sig vera mjög skilvirkt á köflum en vissulega á að gera mjög miklar kröfur þar líka. En þar sýnist mér að við séum einmitt að lenda í þessari gildru. Markmiðin séu stórkostleg útgjaldaaukning án þess að við sjáum svo glögglega hvað við fáum fyrir það fjármagn og um leið sé sótt mjög að einkarekna hluta kerfisins án þess að þar sé til grundvallar lagt neitt mat á hvort einhver fjárhagslegur ávinningur sé af því fyrir ríkissjóð, hvort með þessu sé verið að fá bætta þjónustu eða á hagkvæmara verði hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi heldur en hjá hinu einkarekna.“ 

Einkaframtakið verði að leika lykilhlutverk

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu um árabil. Hann tók að hluta undir með Þorsteini. 

Óli Björn Kárasonformaður efnahags- og viðskiptanefndar

„Ég er bara sammála háttvirtum þingmanni Þorsteini Víglundssyni, að það er bara stundum eins og að eina markmið okkar sé að auka ríkisútgjöld og við gleymum því og ég held að það hafi verið það sem ég var að reyna að koma á framfæri hér áðan í ræðu minni að við gleymum því að nota réttu mælikvarðana: Hvað erum við að fá fyrir peninginn? Og ég held að það eigi auðvitað að horfa til þess að setja réttu mælikvarðana inn í fjármálaáætlun og gera ákveðnar kröfur um þá þjónustu sem við erum að fá,“ sagði Óli Björn.

„Þar skiptir einkaframtakið gríðarlega
miklu máli og á að leika lykilhlutverk
samhliða hinu ríkisrekna kerfi“

„Ég vil að það sé gerður skýr greinarmunur á því hver greiðir, þ.e.a.s. við úr sameiginlegum sjóði, og hver veitir. Og það á að vera samkeppni um að veita þjónustuna. Vegna þess að tvennt gerist, þjónustan verður betri og hún verður ódýrari fyrir okkur sameiginlega. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp heilbrigt kerfi í heilbrigðisþjónustu ef svo má að orði komast og þar skiptir einkaframtakið gríðarlega miklu máli og á að leika lykilhlutverk samhliða hinu ríkisrekna kerfi.“ 

Ríkisstjórnin vegi að atvinnufrelsi lækna

Læknafélag Íslands gaf út harðorða ályktun í vikunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd og sögð brjóta ákvæði samnings við sérfræðilækna.

„Að fyrirmælum heilbrigðisráðuneytisins hafa skýr ákvæði gildandi samnings LR og SÍ um nýliðun sérfræðilækna ekki verið virt. Afleiðingar þess eru þær að læknum í ýmsum sérgreinum hefur fækkað sem getur leitt til skorts á sérhæfðri þjónustu við langveika sjúklinga, töf á greiningum alvarlegra sjúkdóma, óviðunandi eftirfylgni á meðferð og skorts á meðferðarúrræðum,“ segir í ályktuninni.

„Þetta er skerðing sem bitnar fyrst og fremst á sjúklingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnufrelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveðinn fælingarmátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sérfræðinámi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heilbrigðisþjónustunni. Virk endurnýjun í læknastétt og aðgengi að nægjanlegum fjölda sérfræðilækna hérlendis á öllum sviðum læknisfræðinnar er þjóðaröryggismál.“ 

Viðbragð við framúrkeyslu

Bent er á að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafi t.a.m. hafnað umsóknum sérfræðilækna á sviði barnageðlækninga, taugalækninga, gigtlækninga, hjartalækninga, húðlækninga, öldrunarlækninga og augnlækninga.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér gegn einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

„Aðgerðum ráðuneytisins má því að öllum líkindum jafna við brot á þessum grundvallar mannréttindum landsmanna, þar sem í mörgum þessara sérgreina læknisfræðinnar er viðurkenndur langvarandi skortur á aðgengi að læknisþjónustu og langir biðlistar eftir greiningu og meðferð hafa myndast. Á sama tíma eru engar skorður settar við samninga annarra heilbrigðisstétta og SÍ. Rök heilbrigðisráðuneytisins eru að mati stjórnar LÍ ekki byggð á faglegum grunni eða vegna offramboðs á ákveðinni þjónustu heldur þau að fjármagn skorti til að uppfylla samninginn og hann hafi farið fram úr áætluðum fjárheimildum. Stjórn LÍ gerir alvarlega athugasemdi við þessa nálgun og þennan málflutning.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár