Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mjög óalgengt að forstjóri Barnaverndarstofu skipti sér af því hvort einstök börn fari í Barnahús

Bragi Guð­brands­son boð­aði til fund­ar um mál­efni stúlkn­anna sem hann hafði beitt sér fyr­ir að yrðu látn­ar um­gang­ast föð­ur sinn þrátt fyr­ir grun­semd­ir barna­vernd­ar­nefnd­ar og með­ferð­ar­að­ila um kyn­ferð­is­brot.

Mjög óalgengt að forstjóri Barnaverndarstofu skipti sér af því hvort einstök börn fari í Barnahús
Boðaði til fundar um mál stúlknanna Bragi taldi upplýsingar listmeðferðarfræðings ótrúverðugar. Niðurstaða fundarins var sú að önnur stúlknanna færi ekki í Barnahús en yrði áfram hjá listmeðferðarfræðingnum.

Mjög óalgengt er að forstjóri Barnaverndarstofu hafi afskipti af því hvort tiltekin börn fari í viðtal í Barnahúsi eða boði til fundar um slík mál. Þetta staðfestir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, í samtali við Stundina. Fyrrverandi starfsmaður Barnahúss tekur í sama streng og segir slíkt ekki hafa tíðkast í sinni starfstíð. 

Í skjölum sem Barnaverndarstofa afhenti velferðarráðuneytinu í fyrra vegna kvartana barnaverndarnefnda kemur fram að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi boðað starfsmenn Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til fundar um málefni tveggja stúlkna þann 20. janúar 2017, sömu stúlkna og Bragi hafði beitt sér fyrir að yrðu látnar umgangast föður sinn þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar og meðferðaraðila um kynferðisbrot. Á fundinum lýsti Bragi efasemdum um trúverðugleika þeirra upplýsinga sem borist höfðu frá listmeðferðarfræðingi sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði sent stúlkurnar til.  

Barnaverndarnefnd hafði farið fram á að önnur þeirra færi í viðtal í Barnahúsi vegna vísbendinga um kynferðisbrot af hálfu föður. Gerði lögreglan ráð fyrir slíku viðtali og tilkynnti strax að beðið yrði eftir niðurstöðum þess. Tilvísunarbréfið gleymdist hins vegar í pósthólfi Barnahúss auk þess sem tölvupóstkerfið bilaði á sama tíma.

Loks var ákveðið á fundinum þann 20. janúar að stúlkurnar yrðu ekki teknar í viðtal í Barnahús heldur yrðu áfram hjá listmeðferðarfræðingnum. Að sögn forstöðumanns Barnahúss var þó ekki lagt mat á trúverðugleika þeirra upplýsinga sem komu fram í viðtölunum hjá listmeðferðarfræðingnum. Afar erfitt sé að meta trúverðugleika slíkra upplýsinga.

Áskrift hjá póstinum hafði runnið út

Stundin hafði samband við Ólöfu Ástu, forstöðumann Barnahúss, í byrjun mánaðar og spurði hvort fleiri tilvísunarbréf hefðu legið óhreyfð í pósthólfi Barnahúss í kringum áramótin 2016 og 2017. Hún sagði að líklega hefði verið um tvö bréf að ræða en benti á að það væri á ábyrgð barnaverndarnefndar að fylgja málum eftir ef Barnahús brygðist ekki við tilvísunarbréfi.

„Barnahúsi bárust bréf á þessum tíma á nánast hverjum degi sem pósturinn bar beint í hús til okkar eins og alla tíð (fyrirtækjaþjónusta). Við höfum frá upphafi verið með pósthólf þar sem heimilisfang BH er leynilegt.  Mistök voru gerð hjá póstinum en áskriftin að pósthólfinu rann út á þessum tíma og pósturinn hætti því að koma með póst sem hafði borist í Barnahús í pósthólfið, en samt bárust okkur bréf. Engin tilkynning barst frá póstinum þess efnis að áskriftin hefði runnið út,“ segir hún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Hún bætir því við að tilvísunarbréfið hafi verið móttekið eftir að Bragi ræddi við starfsmann Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. „Til þess að fyrirbyggja að svona nokkuð gæti komið upp aftur sagði Barnahús upp pósthólfinu síðastliðin áramót og allar barnaverndarnefndir senda nú á heimilisfang Barnahúss,“ skrifar Ólöf. 

„Það er alltaf barnaverndarnefndanna að fylgja málum eftir. Ef þær t.d. heyra ekki frá Barnahúsi þá ber þeim skylda til að bregðast við, því þær einar vita að málið hefur verið sent þangað,“ sagði hún svo þegar Stundin ræddi við hana símleiðis.

„Gerist mjög sjaldan“

Eftir að tilvísunarbréfið kom í leitirnar boðaði Bragi Guðbrandsson til fundar um málefni stúlknanna sem fram fór 20. janúar 2017. Þar gerði Bragi athugasemd við að að önnur stúlkan hefði „viðurkennt“, samkvæmt skýrslu listmeðferðarfræðings, að faðir hefði brotið gegn henni. Orðalagið væri einkennilegt og benti, að mati Braga, til þess að „gengið hefði verið á eftir þessum upplýsingum hjá barninu“.

Bragi brýndi fyrir barnaverndarstarfsmönnum að „stíga ekki inn í deilur milli foreldra um umgengni“ og vísaði þar væntanlega til þess að barnavernd hafði ráðlagt móður stúlknanna að halda þeim í „öruggu skjóli“ meðan meint kynferðisbrot væru rannsökuð. Þetta samræmist þeim þrýstingi sem Bragi hafði áður sett á starfsmann barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar, í samráði við föðurafa stúlknanna, samkvæmt þeim skráðu samskiptum sem til eru um afskipti hans af umræddu máli. 

Aðspurð hvort algengt sé að forstjóri Barnaverndarstofu boði til fundar um mál einstakra barna sem vísað hefur verið í Barnahús segir Ólöf Ásta svo ekki vera. „Nei, það er ekki algengt. Það gerist mjög sjaldan, þetta er náttúrlega sitthvor stofnunin,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár