Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óháða úttektin lýtur að málsmeðferð ráðuneytisins fremur en vinnubrögðum Braga

Hlut­verk út­tektarað­ila er þrengra sam­kvæmt verk­samn­ingi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins held­ur en frétta­til­kynn­ing for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins gaf til kynna. Norð­ur­lönd­in bíða eft­ir nið­ur­stöðu.

Óháða úttektin lýtur að málsmeðferð ráðuneytisins fremur en vinnubrögðum Braga

Úttekt Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara og Kristínar Benediktsdóttur dósents beinist sérstaklega að stjórnsýslu velferðarráðuneytisins við meðferð þess á kvörtunum barnaverndarnefnda vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. 

Utanríkisráðuneyti Norðurlandanna bíða eftir niðurstöðum úttektarinnar vegna framboðs Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Tilkynnt var um gerð úttektarinnar eftir að Stundin fjallaði með ítarlegum hætti um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli í Hafnarfirði og félagsmálaráðherra viðurkenndi að velferðarráðuneytið hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bragi hefði þar farið út fyrir starfssvið sitt 

Af verksamningi ráðuneytisins við úttektaraðila má þó ráða að úttektin beinist ekki sérstaklega að vinnubrögðum og embættisfærslum Braga heldur einkum að málsmeðferð ráðuneytisins í kjölfar kvartana þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. 

„Verktakar taka að sér að gera úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun ráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar,“ segir í samningnum sem Stundin fékk afhentan á grundvelli upplýsingalaga. 

Í upphaflegri tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins kom þó fram að úttektaraðilum yrði falið að skoða fyrirliggjandi gögn og „málsmeðferð viðkomandi stjórnvalda, þ.e. þeirra barnaverndarnefnda sem tengjast viðkomandi málum, Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytis“. 

Eins og Stundin hefur áður greint frá var hvorki Alþingi né stjórnvöldum nágrannaríkjannna greint frá því, áður en ríkisstjórn Íslands bauð Braga fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, að velferðarráðuneytið hefði skömmu áður sent Braga tilmæli vegna óeðlilegra afskipta hans af barnaverndarmáli þar sem Bragi beitti sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að hann hefði misnotað þær kynferðislega.

Utanríkisráðuneyti Danmerkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar hafa greint Stundinni frá því að þau bíði eftir frekari upplýsingum um framgang athugunarinnar og embættisfærslur Braga Guðbrandssonar.

„Við höfum átt í samskiptum við íslensk stjórnvöld og okkur er kunnugt um að þau hafi tekið málið til skoðunar,“ sagði upplýsingafulltrúi danska utanríkisráðuneytisins í tölvupósti til Stundarinnar um miðjan maí. „Ef nýjar upplýsingar um frambjóðandann koma fram eftir formlegum leiðum, þá tökum við málið til endurskoðunar,“ sagði í svari frá norska utanríkisráðuneytinu. „Við höldum áfram að styðja frambjóðandann nema niðurstöður athugunarinnar gefi tilefni til annars,“ sögðu Finnar. 

Samkvæmt verksamningi velferðarráðuneytisins við Kjartan Bjarna Björgvinsson og Kristínu Benediktsdóttur eru verklok áætluð 5. júní. Fram kemur í verksamningnum að verktakar skuli hafa „fullt sjálfstæði við framkvæmd verksins og ekki lúta neinum fyrirmælum verkkaupa þar um“. Að þessu leyti er um „óháða úttekt“ að ræða þótt velferðarráðuneytið annist verksamningsgerð og ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar dekki kostnaðinn. Eins og Stundin greindi frá í byrjun mánaðar gerði velferðarráðuneytið nýlega samning við sérfræðinga í fyrirtækjarekstri, viðskiptaþróun og stefnumótun hjá fyrirtækinu Expectus um að verkstýra endurskoðun barnaverndarkerfisins fyrir um 25 þúsund krónur á tímann. Í verksamningnum við Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara og Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, er hins vegar kveðið á um 16.500 króna tímakaup að viðbættu 20 prósenta álagi.

Stundin spurði hvort ráðuneytið hefði útvegað Kjartani Bjarna og Kristínu starfsmenn. „Við samningsgerð ráðuneytisins við Kjartan Bjarna og Kristínu var litið svo á að þar sem þau væru verktakar með fullt sjálfstæði um hvernig þau höguðu framkvæmd verksins myndu þau geta ráðið undirverktaka til að aðstoða sig við ýmsa þætti vinnunnar að því marki sem þau teldu það nauðsynlegt,“ segir í svari frá upplýsingafulltrúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
2
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
3
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
„Auðvitað fullkomlega galið“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
7
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
4
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár