Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
Matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur gefið Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum árið 2024. Mynd: Golli

Í gær sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina að þær 29 langreyðar sem leyfi væri fyrir að veiða milli Austur-Íslands og Færeyja árið 2024 yrðu aldrei veiddar sökum fjarlægðar frá hvalstöðinni. Sagði Árni að honum fyndist óábyrgt að blanda þessu svæði saman við svæðið milli Vestur-Íslands og Grænlands í veiðileyfinu. En á því svæði verður leyft að veiða 99 hvali í sumar. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir aðspurð að svona hafi þetta verið gert í gegnum tíðina. Að leyfi hafi verið gefin út á báðum þessum svæðum þrátt fyrir að sennilega hafi þau aldrei verið nýtt á öðru þeirra. „Leyfisreglan hefur verið sú að gefa þetta út á báðum stöðum. Og við breyttum engu í því núna,“ segir hún.

Er þetta þá ekki smá villandi framsetning að tala um 128 þegar þetta eru þá í rauninni bara 99 dýr sem má veiða?

„Þetta hefur verið með þessum hætti fram til þessa. Við í rauninni breyttum engu í því varðandi framsetninguna. Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja,“ segir Bjarkey.

Hefur áður tekið langan tíma

Hún neitar að einhver sérstök hugsun eða mögulegur vilji liggi bak við það að draga ákvörðun sína svo lengi. „Ég kem hérna inn, það eru rétt um tveir mánuðir síðan. Þegar ég fékk þetta verkefni til mín þá óskaði ég eftir því að við myndum fara ofan í kjölinn á þessu máli. Og afla okkur gagna sem við höfum svo verið að gera“ segir hún.

„Ég vil halda því til haga að þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta hefur gjarnan tekið talsverðan tíma.“ Hún bendir á að árið 2019 hafi Kristján Þór Júlíusson tekið sér fjóra mánuði í afgreiðslu málsins. „Án þess að nokkuð hefði í sjálfu sér breyst í lagaumhverfinu.“ Þá hafi leyfið ekki komið fyrr en 5. júlí.

Nú hafi þurft að taka tillit til álit umboðsmanns Alþingis frá í upphafi árs, sjónarmið og velferð dýra auk alþjóðlegra skuldbindinga. „Þetta erum við búin að vera að taka okkur tíma í að fara vel yfir. Þetta var til dæmis ekki undir á sínum tíma þegar þáverandi ráðherra tók sína ákvörðun.“

Nú hafa bæði þú og fulltrúar hinna stjórnarflokkanna vísað í að þessi ákvörðun sé tekin með vísun í lög. Það hefur verið mikill tími til að breyta lögum ef að vilji hefði verið til. Stóð vilji VG til þess að breyta lögum í þessa veru?

„Ég held að vilji Vinstri grænna liggi alveg fyrir í þessu máli. Vinstri græn hafa ályktað um það að hætta hvalveiðum. Ég kem eins og kunnugt er inn þegar vel er liðið á vorið og við erum u.þ.b. að ljúka þingi. Það er alveg ljóst að ég hefði ekki getað farið með jafn umdeilt mál inn á Alþingi og gert ráð fyrir því að fá afgreiðslu á því fyrir vorið.“

Bjarkey segir þó að halda þurfi áfram að taka samtal um málið í samfélaginu. 

Ekki alltaf hægt að hafa hlutina eftir eigin höfði

Ef ég skil þig rétt þá er þín sannfæring að Íslendingar ættu ekki að veiða hvali. Finnst þér rétt að sitja sem ráðherra málaflokks þegar þú ert í rauninni að taka ákvarðanir gegn þinni samvisku? 

„Í sjálfu sér er margt sem maður stendur frammi fyrir í stjórnsýslunni þegar maður þarf að taka ákvarðanir. Það er alveg ljóst að ráðherra hvers málaflokks á hverjum tíma getur aldrei búist við því að standa ekki frammi fyrir ákvörðunum sem honum falla alltaf í geð eða eru samkvæmt hans stjórnmálaskoðun. Þannig er það bara.“

Þá segir Bjarkey að sennilega væri enginn ráðherra ef hann þyrfti ekki að horfast í augu við það að hlutirnir væru ekki alltaf eftir hans eigin höfði. „Það væri heldur ekki gott ef það væri alltaf þannig að það gæti allt verið eftir manns eigin höfði. Þess vegna erum við nú með lög og reglur.“

Bjarkey vildi ekki svara því hvernig henni liði með ákvörðunina. „Í sjálfu sér er kannski tæplega hægt að tala um mína líðan, þetta er bara ákvörðun sem ég varð að taka og ég er svosem bara ósköp fegin að vera búin að taka hana og lítið meira um það að segja.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Ráðherra treystir sér ekki með hvalveiðina inn í þingið.
  Þetta mál er vel til þess fallið að setja í þjóðaratkvæði. Við höfum vel vit á því Íslendingar hvort leyfa skuli hvalveiði eða ekki. Og ef við kysum að leyfa ekki, þá má gefa Hvalamanninum 2 ár til að snúa sér að einhverju öðru. Ef við kysum að leyfa veiðar, þá það. Máli lokið.
  Að eyða tíma og fé þings og þjóðar í þetta mál lengur er fáfengilegt og raunar hlægilegt hvernig umræðan er nú.
  Hvað er þetta eiginlega með ísl. stjórnvöld og þjóðaratkvæði?
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár