Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga

„Þessi ákvörðun veldur vonbrigðum því þetta eru algjörlega tilgangslausar veiðar,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um ákvörðun matvælaráðherra að heimila veiðar á langreyðum í sumar. Hann segir þó fyrirkomulagið skárra en það hefur verið sökum þess að aðeins megi veiða 99 dýr, en ekki 161 eins og tíðkast hefur.

Árni segir leyfisveitinguna vera hreyfingu í rétta átt. Hún lýsi meiri skilningi en verið hefur. „Við erum ánægð með það. Hins vegar eru 99 dýr 99 dýrum of mörg. Þetta er í áttina en ekki nógu gott.“

Óábyrg framsetning

Árni telur framsetninguna í tilkynningu matvælaráðherra sem birtist fyrr í dag villandi. Þar er sagt að leyfi verði til veiða á 99 dýrum milli Íslands og Grænlands en 29 dýrum á milli Íslands og Færeyja.

„Mér finnst óábyrgt að blanda þessu saman. Ef það ætti að veiða 29 langreyðar á svæðinu milli Íslands og Færeyja er alltof langt að sigla með dýrin til hvalstöðvarinnar,“ segir Árni. En ekki mega líða meira en 24 tímar frá því að dýr er drepið þangað til að það kemur í hvalstöðina.

„Þau dýr eru aldrei að fara að veiðast og munu ekki nást. Ég skil ekki af hverju það er verið að setja þetta upp eins og þetta sé meira en það er,“ segir Árni.

„Þetta er dálítið sértsakt að ein ríkasta þjóð heims skuli ekki sjá sér hag í því að hlífa þessum dýrum,“ bætir hann við. Enginn tilgangur sé með þeim. Hvalur hf. hafi tapað gríðarlega á þessu, enda lítill markaður fyrir hvalkjöti. „Þetta eru tilgangslausar veiðar til að fullnægja kröfum eins manns – þetta er sérkennileg þráhyggja, hvalveiðar Kristjáns Loftssonar.“ 

Raunverulegar ógnir steðji að hafinu – súrnun sjávar, mengun, loftslagsbreytingar og hlýnun hafsins. „Þetta eru allt vandamál sem þarf að leysa. Og við stundum hvalveiðar,“ segir formaðurinn.

Lítill áhugi fyrir stöðvun hvalveiða í þinginu

Spurður hvað honum finnist um röksemdafærslu ráðherra – að henni hugnist ekki endilega ákvörðunin en hún verði að fara að lögum – segist Árni ekki vera viss hvort eina leiðin til að stöðva hvalveiðar sé að breyta lögunum. Það sé þó örugglega best að gera það svoleiðis. Vísar hann þar til álits umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fresta veiðunum síðasta sumar.

Árni nefnir þá að lítill vilji sé fyrir því að banna hvalveiðar á þinginu. Hann telur að eini flokkurinn sem hafi almennilega áhuga á því séu Píratar.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun matvælaráðherra taki mið af „varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.“ Árni segir að það þýði sennilega að kvótinn miði við það að stofninn fari ekki niður fyrir 60-72% af upprunalegri stærð. Þetta séu þó flókin viðmið.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár