Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Um tuttugu dauðsföll daglega

Hanna Gamon var heil­brigð­is­starfs­mað­ur í Póllandi. Hún fékk sjokk þeg­ar hún sá hvernig aldr­að fólk býr á Ís­landi. „Að sjá þenn­an stað fyr­ir aldr­að og fatl­að fólk þar sem það get­ur ver­ið sjálf­stætt fékk mig til að tár­ast og hugsa um að fá starfs­leyfi mitt flutt til Ís­lands og snúa aft­ur til starfs­ins.“

Um tuttugu dauðsföll daglega
Fólkið í borginni Hanna Gamon íhugar að gerast heilbrigðisstarfsmaður á ný.

Eftirnafnið mitt, Gamon, þýðir rugludallur á pólsku. Í Póllandi var hefð fyrir að eftirnafn lýsti persónukennum og einn forfaðir minn var mjög góður en með andlegar áskoranir. En um daginn flutti ég í nýja íbúð sem ég keypti með sambýlingi mínum. Við þurftum að finna nýjan ísskáp og fundum einn í gulu byggingunum niður í bæ; konan þar gaf okkur hann. Ég hafði ekki hugmynd um að þar byggi aldrað fólk og fólk með sérþarfir. Ég varð svo sjokkeruð að ég þurfti að setjast niður – við að sjá að hægt sé að búa til öruggan stað fyrir þetta fólk. Að það hafi hjálp en samt sjálfstæði og eigin íbúð. Því það er ekki í Póllandi. Þar er ekki pláss fyrir það, þau fara bara út á markaðstorgið. Allt er svo undirfjármagnað. Þú þarft að borga mikla peninga svo ættingi geti búið í svona byggingu.

Það var eitthvað smá skrýtið við staðinn. Einn glugginn var þakinn dagblöðum. Annar gluggi leit út eins og safn sólgleraugna, svona 200 sólgleraugu í honum. Þetta var smá kúltúrsjokk fyrir mig en gerði mig mjög hamingjusama. Og fyllti mig von, að til sé land sem sér um fólk og veitir því pláss. Ég var heilbrigðisstarfsmaður í Póllandi en hætti eftir Covid sem var hræðilegt þar. Um tuttugu dauðsföll daglega á deildinni. En að sjá þennan stað fyrir aldrað og fatlað fólk þar sem það getur verið sjálfstætt fékk mig til að tárast og hugsa um að fá starfsleyfi mitt flutt til Íslands og snúa aftur til starfsins. Enginn vill vinna á svona stöðum í Póllandi þar sem eru lágmarkslaun og fólk fær ekki haldið reisn sinni.

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    tad er ekki hægt ad bera saman pólland og ísland Gjør ólíkir heimar enda 80 miljónir sem búa í póllandi ef 10 prósent af tví fólki er vandræda fólk og fíklar á gøtunum tá eru tad 8 miljónir En talan í póllandi er miklu hærri af gøtufólki Samt standa pólverjar sig miklu betur en íslendingar í húsnædis málum Tar eru allir med íbúd Austur evrópu blokkirnar eru stórar og margar Fólk tar fer á gøtuna tegar ekkert er borgad hvorki leiga vidhald gas eda fyrir vatn Eg hef búid tarna í austur evrópu Tar er ágætis velferdar kervi gódur matur Rússa blokkir út um allt td ef fólk hevur vinnu td hjá samgøngu kervi póllands tá fær tad íbúd med, Spítulum slátur húsum vid landbúnad og svo framvegis Tarna fá allir íbúdir sem vilja En svo kemur neislan Tarna er engin vogur og áfengi og dóp hluti af daglegu lívi engir aa fundir ne nokkur frædsla um skadsemi dóps ne áfengis Skorpulivur algeng dauda orsøk fólks um 60 ára aldur En velferdar kervi íslendinga heillar Laun fyrir ad gera ekki neitt Íslendingur búsettur í póllandi sem lendir í vandrædum fær enga adstod í póllandi nema ad borga fullu verdi Eg sá í ungverjalandi heilu hvervin tar sem óreglu fólk bjó Tar var allt í rusli búid ad selja allt verdmæti úr íbúdum td glugga og hurdar rottur út um allt mannhæda háir rusla hrúur alstadar allavega skordír og vírusar villihunda hópar Hestar og beljur inn í gørdum hjá fólki eda fyrir utan blokkir og rottur alstadar risa rottur rafmagns laust og skolp stíplad og flæddi út um allt og engin gerdi neitt í tví svona er stór hluti af austur evrópu Tetta sjá ekki túristar en tetta er adstadan sem fólk byr ser til Tetta kallast sýgauna hvervi og eru stó allir med stór tattú allir reykja allir drekka áfengi og dópa sniffa lím og sprauta sig med ópíum ódur eda heróíni allt sem virkar er sprautad í æd Svo er fólk hissa á ad tetta fólk lamist Tad er bara orsøk neislu forelda eda tess sjálfs Heilablædingar ónýt lungu Eldar tegar hita og gluggalaus hús eru kint med eldi inni Og stríd tá hækkar allt gas margfalt gas sem er notad til upphitunar og eldamensku Tarna er engin hitaveita sudurnesja Tessir tveir menninhar heimar eru gjør ólíkir ísland og pólland og í dag er næg vinna í póllandi fyrir tá sem nenna ad vinna Atvinnu leysi á íslandi er meyra en í póllandi Tessi atridi tarf fólk ad kynna ser ef tad vill vera í frammvarda sveitum hjálpum gøtufólki póllands Vid eigum sjálf íslenskt gøtufólk sem kemst jafnvel ekki í adstod vegna útlendinga Og nígería er ad fynna ílmin af íslandi Verdi okkur af gódu tá Tar bætast vir tugi miljóna lím tevandi dópistar Slæmar adstædur í austur evrópu er ekki á íslandi tad sem vid erum búin ad vera ad bggja upp á íslandi hrinur ef vid ætlum ad taka af okkur austur evrópu eda pólland Tá kemur aftur gud blessi ísland og spítalar fyllast af einhverjum veiru sjúklingum
    0
  • David Olafson skrifaði
    tad er ekki hægt ad bera saman pólland og ísland Gjør ólíkir heimar enda 80 miljónir sem búa í póllandi ef 10 prósent af tví fólki er vandræda fólk og fíklar á gøtunum tá eru tad 8 miljónir En talan í póllandi er miklu hærri af gøtufólki Samt standa pólverjar sig miklu betur en íslendingar í húsnædis málum Tar eru allir med íbúd Austur evrópu blokkirnar eru stórar og margar Fólk tar fer á gøtuna tegar ekkert er borgad hvorki leiga vidhald gas eda fyrir vatn Eg hef búid tarna í austur evrópu Tar er ágætis velferdar kervi gódur matur Rússa blokkir út um allt td ef fólk hevur vinnu td hjá samgøngu kervi póllands tá fær tad íbúd med, Spítulum slátur húsum vid landbúnad og svo framvegis Tarna fá allir íbúdir sem vilja En svo kemur neislan Tarna er engin vogur og áfengi og dóp hluti af daglegu lívi engir aa fundir ne nokkur frædsla um skadsemi dóps ne áfengis Skorpulivur algeng dauda orsøk fólks um 60 ára aldur En velferdar kervi íslendinga heillar Laun fyrir ad gera ekki neitt Íslendingur búsettur í póllandi sem lendir í vandrædum fær enga adstod í póllandi nema ad borga fullu verdi Eg sá í ungverjalandi heilu hvervin tar sem óreglu fólk bjó Tar var allt í rusli búid ad selja allt verdmæti úr íbúdum td glugga og hurdar rottur út um allt mannhæda háir rusla hrúur alstadar allavega skordír og vírusar villihunda hópar Hestar og beljur inn í gørdum hjá fólki eda fyrir utan blokkir og rottur alstadar risa rottur rafmagns laust og skolp stíplad og flæddi út um allt og engin gerdi neitt í tví svona er stór hluti af austur evrópu Tetta sjá ekki túristar en tetta er adstadan sem fólk byr ser til Tetta kallast sýgauna hvervi og eru stó allir med stór tattú allir reykja allir drekka áfengi og dópa sniffa lím og sprauta sig med ópíum ódur eda heróíni allt sem virkar er sprautad í æd Svo er fólk hissa á ad tetta fólk lamist Tad er bara orsøk neislu forelda eda tess sjálfs Heilablædingar ónýt lungu Eldar tegar hita og gluggalaus hús eru kint med eldi inni Og stríd tá hækkar allt gas margfalt gas sem er notad til upphitunar og eldamensku Tarna er engin hitaveita sudurnesja Tessir tveir menninhar heimar eru gjør ólíkir ísland og pólland og í dag er næg vinna í póllandi fyrir tá sem nenna ad vinna Atvinnu leysi á íslandi er meyra en í póllandi Tessi atridi tarf fólk ad kynna ser ef tad vill vera í frammvarda sveitum hjálpum gøtufólki póllands Vid eigum sjálf íslenskt gøtufólk sem kemst jafnvel ekki í adstod vegna útlendinga Og nígería er ad fynna ílmin af íslandi Verdi okkur af gódu tá Tar bætast vir tugi miljóna lím tevandi dópistar Slæmar adstædur í austur evrópu er ekki á íslandi tad sem vid erum búin ad vera ad bggja upp á íslandi hrinur ef vid ætlum ad taka af okkur austur evrópu eda pólland Tá kemur aftur gud blessi ísland og spítalar fyllast af einhverjum veiru sjúklingum
    0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Góð grein. Við Íslendingar myndum aldrei kvarta yfir aðstæðum okkar, ef við kynntumst slæmum aðstæðum í öðrum löndum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Jesús Kristur breytti lífinu
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu