Nafn?
Eshan Ísaksson (Eshan Sayed Hoseiny)
Hvar fæddist þú?
Íran.
Hvað varstu gamall þegar þú fórst frá Íran og af hverju?
15 ára. Af því að ég var bara núll og nix fyrir írönskum stjórnvöldum, ég tilheyri útbrunnu kynslóðinni, við erum börn flóttamanna. En það sem gerðist var að vinnufélagi pabba sparkaði honum úr fyrirtækinu sem þeir stofnuðu. Og við höfðum þá enga pappíra og gátum ekki leitað réttar okkar fyrir dómstólum.
Hvert fórstu?
Ég gat ekki ferðast löglega, það var ekkert annað í stöðunni en að fara fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands. Það tók mig og litla bróður minn rúmlega tvær vikur að komast framhjá hermönnunum og til Istanbúl. …
Athugasemdir