Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Næturnar voru algert helvíti

Í nokk­ur ár hafa Bjarni Klemenz og Es­h­an Sayed Hoseiny, eða Es­h­an Ísaks­son, spil­að sam­an fót­bolta. Þeg­ar Bjarni tók Es­h­an tali kom í ljós að hann fær bæði sekt­ar­kennd og mar­trað­ir vegna þess sem gerð­ist þeg­ar hann varð sendi­sveinn smygl­ara í Tyrklandi. Sjálf­ur hafði hann ver­ið svik­inn á flótt­an­um, eft­ir að hafa far­ið fót­gang­andi frá Ír­an yf­ir landa­mær­in til Tyrk­lands með litla bróð­ur sín­um.

Næturnar voru algert helvíti
Heima Þegar þú átt svona flókna sögu getur verið flókið að skilgreina hvar heima er. Heima er í Íran þar sem foreldrar hans og vinir eru, það er í Afganistan þaðan sem hann kemur og það er líka á Íslandi þar sem Eshan hefur kynnst fólki sem samþykkti hann. Bróðir hans varð hins vegar eftir í Noregi, og það var sárt að þurfa að aðskiljast honum. Mynd: Úr einkasafni

Nafn?

Eshan Ísaksson (Eshan Sayed Hoseiny)

Hvar fæddist þú?

Íran.

Hvað varstu gamall þegar þú fórst frá Íran og af hverju?

BræðurnirBræðurnir voru bara börn þegar þeir lögðu á flótta. Þessi mynd var tekin í Íran árið 2011, áður en þeir lögðu af stað fótgangandi yfir landamærin í Tyrklandi, þar sem þeir lentu í klóm smyglara.

15 ára. Af því að ég var bara núll og nix fyrir írönskum stjórnvöldum, ég tilheyri útbrunnu kynslóðinni, við erum börn flóttamanna. En það sem gerðist var að vinnufélagi pabba sparkaði honum úr fyrirtækinu sem þeir stofnuðu.  Og við höfðum þá enga pappíra og gátum ekki leitað réttar okkar fyrir dómstólum.

Hvert fórstu?

Ég gat ekki ferðast löglega, það var ekkert annað í stöðunni en að fara fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands. Það tók mig og litla bróður minn rúmlega tvær vikur að komast framhjá hermönnunum og til Istanbúl. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár