Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Næturnar voru algert helvíti

Í nokk­ur ár hafa Bjarni Klemenz og Es­h­an Sayed Hoseiny, eða Es­h­an Ísaks­son, spil­að sam­an fót­bolta. Þeg­ar Bjarni tók Es­h­an tali kom í ljós að hann fær bæði sekt­ar­kennd og mar­trað­ir vegna þess sem gerð­ist þeg­ar hann varð sendi­sveinn smygl­ara í Tyrklandi. Sjálf­ur hafði hann ver­ið svik­inn á flótt­an­um, eft­ir að hafa far­ið fót­gang­andi frá Ír­an yf­ir landa­mær­in til Tyrk­lands með litla bróð­ur sín­um.

Næturnar voru algert helvíti
Heima Þegar þú átt svona flókna sögu getur verið flókið að skilgreina hvar heima er. Heima er í Íran þar sem foreldrar hans og vinir eru, það er í Afganistan þaðan sem hann kemur og það er líka á Íslandi þar sem Eshan hefur kynnst fólki sem samþykkti hann. Bróðir hans varð hins vegar eftir í Noregi, og það var sárt að þurfa að aðskiljast honum. Mynd: Úr einkasafni

Nafn?

Eshan Ísaksson (Eshan Sayed Hoseiny)

Hvar fæddist þú?

Íran.

Hvað varstu gamall þegar þú fórst frá Íran og af hverju?

BræðurnirBræðurnir voru bara börn þegar þeir lögðu á flótta. Þessi mynd var tekin í Íran árið 2011, áður en þeir lögðu af stað fótgangandi yfir landamærin í Tyrklandi, þar sem þeir lentu í klóm smyglara.

15 ára. Af því að ég var bara núll og nix fyrir írönskum stjórnvöldum, ég tilheyri útbrunnu kynslóðinni, við erum börn flóttamanna. En það sem gerðist var að vinnufélagi pabba sparkaði honum úr fyrirtækinu sem þeir stofnuðu.  Og við höfðum þá enga pappíra og gátum ekki leitað réttar okkar fyrir dómstólum.

Hvert fórstu?

Ég gat ekki ferðast löglega, það var ekkert annað í stöðunni en að fara fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands. Það tók mig og litla bróður minn rúmlega tvær vikur að komast framhjá hermönnunum og til Istanbúl. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu