Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Raflost, geimverur, Bill Murray og Listahátíð

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 25. maí til 7. júní.

Raflost, geimverur, Bill Murray og Listahátíð

RAFLOST 2018

Hvar? Mengi
Hvenær? 25.–26. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr. fyrir annað kvöldið, 3.000 kr. fyrir bæði.

RAFLOST er framsækin hátíð fyrir nýja tónlist og miðlalist þar sem rafmagn og tækni eru notuð við sköpun eða flutning. Áhersla er lögð á að rækta grasrót íslenskra raflista með því að kynna nýjustu strauma. Þar koma saman hvers kyns raflistamenn, DIY hakkarar, nemendur Listaháskólans, S.L.Á.T.U.R. tónskáldasamtökin og fleiri hópar úr íslensku jaðarsenunni.

Svartalogn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 25., 26., 31. maí og 8. júní kl. 19.30
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Svartalogn er leikverk byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en það fjallar um Flóru sem er óvænt komin í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum um hávetur. Flóru finnst hún hafa glatað öllu sem áður gaf lífi hennar gildi. En mitt í öllu vetrarmyrkrinu kynnist Flóra konum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á hana.

Skrattar, Elli Grill, Alvia

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 26. maí kl. 00.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Skrattar spila tónlist næturinnar, þar sem ljúfir rafrænir tónar og staglkennt gítarplokk bráðna saman við tómhyggjulegan söng. Nóttin byrjar með því að Skrattar frumsýna nýjasta tónlistarmyndband sitt áður en skarpasti gosi rappsins, Elli Grill, stígur upp á sviðið. Á eftir honum er Alvia Islandia, drottning trap-senunnar, og síðan ljúka Skrattar kvöldinu, eins og þeim er líkt.

JóiPé X Króli

Hvar? Húrra
Hvenær? 26. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þeir ærslafullu og yndislegu JóiPé og Króli hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðasta árið, og ósjaldan hafa færri komist á tónleika þeirra en vildu. Búast má við slíku á þessum tónleikum þar sem þessir ungu listamenn hafa náð að brúa kynslóðabilið og laða að sér aðdáendur af öllum aldri.

GERÐUR | YFIRLIT

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? 31. maí–12. ágúst
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á sýningunni GERÐUR verður gefið yfirlit yfir fjölbreyttan feril Gerðar Helgadóttur (1928–1975) myndhöggvara. Gerður var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík en á sýningunni verður ljósi varpað á þemu og sjónrænar tengingar milli verka. Til grundvallar sýningarinnar eru fjórtán hundruð verk Gerðar í safneign Gerðarsafns.

Independence Day föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 1. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Hver man ekki eftir þessari gersemi frá 10. áratugnum þar sem geimverur sprengdu Hvíta húsið, Bill Pullman gerði 4. júlí að frelsisdegi jarðarinnar, Will Smith fékk allar bestu línurnar og Jeff Goldblum góldblúmaði yfir sig? Bíó Paradís sýnir þessa klassík á sérstakri föstudagssýningu.

Listahátíð í Reykjavík

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 1.–17. júní
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum.

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Heima“, sem verður túlkað í pólitískum og samfélagslegum skilningi, sögulegu, persónulegu og listrænu samhengi. Meðal listrænna gesta er leikarinn Bill Murray sem verður í samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara.

Djúpþrýstingur

Hvar? NÝLÓ
Hvenær? 7. júní–12. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þetta er 40 ára afmælissýning safnsins, en í henni er að finna ný verk eftir samtímalistamenn og listaverk úr safneign NÝLÓ sem hafa sterkar skírskotanir til samtíma okkar, þá og nú. Verkin gefa gestum því mörg ólík sjónarhorn á atburði líðandi stundar. Þau varpa fram viðvarandi aðstæðum eða andartökum sem líða hægt, eða hratt. Sum listaverkin eru stækkunargler og önnur stjörnukíkir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár