Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enginn Stalín, enginn Hitler

Ill­ugi Jök­uls­son seg­ir frá gríska prins­in­um Georg sem olli ólýs­an­leg­um hörm­ung­um á 20. öld þeg­ar hann barg lífi frænda síns, Nikulás­ar Rússa­keis­ara, og grein­ir einnig frá ófull­nægðri prins­essu og fleira fólki.

Enginn Stalín, enginn Hitler
Georg prins af Grikklandi Gríski prinsinn Georg barg lífi frænda síns, Nikulásar krónprinsi Rússlands, og olli með því gífurlegum hörmungum í veraldarsögunni og dauða tugmilljóna manna. Það er í það minnsta það sem Illugi Jökulsson heldur fram. Mynd: Wikipedia

Fyrir skemmstu rakti ég á þessum vettvangi söguna af því þegar ungur grískur prins af dönskum ættum bjargaði lífi Nikulásar krónprins Rússa þegar þeir voru í heimsókn í Japan árið 1891. Að honum hafði ráðist japanskur lífvörður hans og hugðist sneiða af Nikulási höfuðið af ástæðum sem verða að teljast óljósar. En gríski prinsinn Georg, frændi Nikulásar, barg sem sé lífi krónprinsins og olli með því gífurlegum hörmungum í veraldarsögunni og dauða tugmilljóna manna.

Því vil ég að minnsta kosti halda fram. 

Þröngsýnn og illa gefinn keisari

Mergurinn málsins er sá að þremur árum seinna dó Alexander Rússakeisari fyrir aldur fram og af því Nikulás hafði ekki verið afhausaður í Japan, þá tók hann við völdum af föður sínum. Og það hefði betur aldrei gerst. Þó Nikulás hafi verið rólyndur ungur maður og ekkert illmenni, svona persónulega, þá þverskallaðist hann algjörlega við því að bæta stjórnarfarið í Rússlandi sem löngu var orðið tímabært. Og hann var heldur ekki svo vel gefinn að hann áttaði sig á að hann flaut sofandi að feigðarósi. Eiginkona hans var ekki síður þröngsýn og stappaði í hann stálinu. Rak svo Rússland upp í brimgarð byltingar 1917 og þá var ástandið orðið svo slæmt að öfgahópur kommúnista gat rænt völdum og sigraði síðan í grimmilegu borgarastríði og kúgunarstjórn Leníns og síðan Stalíns var komið á.

Og þarf vonandi ekki að orðlengja um hvílíkar hörmungar það hafði í för með sér og gætir áhrifanna enn.

En ef Georg Grikkjaprins hefði ekki náð að trufla Tsuda Sanzo þegar hann reiddi samúræjasverð sitt yfir hálsi Nikulásar 1891, þá hefði margt farið öðruvísi.

Er Alexander dó hefði Nikulás þá auðvitað ekki tekið við völdum, heldur hefði orðið Rússakeisari yngri bróðir hans, Georg, nafni frændans frá Grikklandi.

 

„Kannski hefði Georg auðnast að bæta svo kjör almennings í landinu að hinir blásnauðu hefðu ekki nánast verið neyddir í fang Leníns“

Og sá mikilvægi munur var á bræðrunum Nikulási og Georg að sá síðarnefndi var að minnsta kosti þokkalega gáfaður en það var Nikulás ekki. 

Ástandið hefði aldrei orðið jafn slæmt

Þótt ástæðulaust sé að gera einhvern dýrling úr Georg Rússaprins, þá má heita 100 prósent víst að ef hann hefði orðið Rússakeisari þá hefði hann hvorki neitað að deila valdi sínu, líkt og Nikulás gerði, né látið reka svo á reiðanum hvað snerti framfarir og umbætur og raunin varð undir stjórn bróður hans. Það er auðvitað ómögulegt að segja hverju hefði fram undið í smáatriðum en með Georg í hásætinu í Kreml hefði lendingin í Rússlandi þó aldrei orðið jafn slæm og raun varð og Rússar súpa enn seyðið af. Kannski hefði Georg auðnast að bæta svo kjör almennings í landinu að hinir blásnauðu hefðu ekki nánast verið neyddir í fang Leníns, kannski hefði Georg jafnvel haft vit á að afsala sér sjálfur völdum og koma á þingræði. 

Enginn kommúnismi, enginn nasismi

Byltingin í RússlandiUppveðraðir rússneskir hermenn í byltingunni árið 1917.

Og ef valdarán kommúnista hefði ekki átt sér stað í Rússlandi, þá er eiginlega útilokað að nasiminn hefði risið í Þýskalandi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og kallað Hitler til valda. Því nasisminn nærðist jú á kommúnistastjórninni í hinum nýju Sovétríkjum eins og blóðsuga.

Niðurstaðan er því sú að ef Georg Grikkjaprins hefði ekki bjargað lífi Nikulásar þá hefði Georg nafni hans orðið Rússakeisari og Evrópumenn hefðu sloppið við bæði Stalín og Hitler, Gúlagfangabúðirnar og helförina, jafnvel kalda stríðið og Donald Trump.

Ó, að hann hefði hugsað sig betur um hann gríski Georg þegar Sanzo lyfti sverðinu og sagt við sjálfan sig:

„Á ég ekki bara að láta þetta afskiptalaust?“ 

Engir andans menn

Málið er reyndar aðeins flóknara en ég hef látið í veðri vaka. Georg Rússaprins var nefnilega heilsuveill. Hann hafði lagt af stað með Nikulási og gríska Georg í ferðina um Asíulönd en orðið að snúa heim vegna þess að hann fékk slæman bronkítis og 1899 lést hann skyndilega eftir að hafa spúð blóði. Vísast var hann með einhverja tegund af berklum. Nú má vera að ef Georg hefði orðið keisari að föður sínum látnum 1894, þá 23 ára gamall, þá hefði heilsu hans verið betur gætt, en það verður að teljast ólíklegt. Langlíklegast er að hann hefði eftir sem áður dáið úr blóðspýju og ekki haft neinn tíma til að hefja svo verulega umbætur í Rússlandi að það hefði nægt til að koma í veg fyrir valdatöku Leníns og Stalíns.

Mikhaíl IIHefði Nikulás II verið hálshöggvinn í Japan og Mikhaíl orðið Rússakeisari má leiða af því líkum að enginn Lenín, enginn Stalín og þar af leiðandi enginn Hitler hefði komið til sögunnar. Ef og hefði.

En ef Georg hefði dáið sem Rússakeisari árið 1899, væntanlega án þess að hafa náð að eignast son og erfingja, þá hefði bróðir hans, yngsti sonur Alexanders III, orðið keisari, Mikhaíl, þá 21 árs. Og þótt Mikhaíl hafi vissulega ekki verið mikill andans maður, frekar en þeir voru flestir Romanovarnir, þegar þarna var komið sögu, þá var hann langt frá því sami þvergirðingurinn og Nikulás og hefði – líkt og Georg bróðir hans – áreiðanlega látið undan kröfum um aukið lýðræði og bætt kjör almennings. Þannig að niðurstaðan hefði í grundvallaratriðum orðið hin sama og ef Georg hefði lifað lengi í hásætinu: Enginn Lenín, enginn Stalín og þar af leiðandi enginn Hitler. 

Vildi ekki krúnuna

Af Mikhaíl varð heilmikil kvennafarssaga seinna meir. Hann varð ástfanginn af ýmsum konum sem Nikulás bróðir hans bannaði honum að eiga. Að lokum gekk hann í berhögg við vilja bróður síns og kvæntist Natalíu nokkurri Brasóvu, sem keisarafjölskyldan kallaði „blóðsugu“ en Mikhaíl gat ekki án verið. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út sættust Nikulás og Mikhaíl en yngri bróðirinn reyndi ákaft að fá Nikulás til að slaka á klóm einræðisins og hefja umbætur, ella væri keisarastjórnin dauðadæmd.

Það kom fyrir ekki og þegar Nikulás neyddist til að segja af sér í byrjun árs 1917 reyndi hann að afsala sér keisarakrúnunni til Mikhaíls. Mikhaíl vildi þó enga krúnu fá og bráðabirgðastjórn tók við, uns kommúnistar rændu völdum. Kommúnistar tóku síðan Mikhaíl höndum og drápu hann eins og flestalla af hinum hötuðu Romanovum, sem þeir náðu í. „Blóðsugan“ slapp til Vesturlanda en þeir Romanovar sem einnig komust undan vildu ekkert með hana hafa og hún dó bláfátæk í örlítilli íbúðarkompu í París 1952.

Þau Mikhaíl og Natalía höfðu átt einn son en hann dó í bílslysi tvítugur að aldri. Hann hét auðvitað Georg. 

Hvað varð um örlagavaldinn?

En hvað um Georg prins hinn gríska, þann mikla örlagavald, þótt hann hafi áreiðanlega ekki gert sér grein fyrir því sjálfur hve rosaleg áhrif hann hafði? Hann átti nú ekki sérlega viðburðaríka ævi. Árið 1898 var hann að vísu gerður að landstjóra yfir Krít en eyjan var þá að brjótast undan valdi Tyrkja, tæpum 70 árum á eftir meginhluta Grikklands. Georg reyndi að halda friðinn milli kristinna og íslamskra íbúa og um tíma leit út fyrir að Krít kynni að verða sjálfstætt ríki. Georg vonaðist til að verða þar konungur.

Svo fór þó ekki því grískir þjóðernissinnar fengu að ráða því að Krít sameinaðist Grikklandi og Georg yfirgaf eyjuna 1906. Eftir það bjó hann að mestu í Grikklandi, Danmörku eða Frakklandi og gerði fátt sögulegt. Hann var yfirleitt gæflyndur maður og átakafælinn.

Merkileg konaMarie Bonaparte var merkileg kona og afrekaði meðal annars að bjarga Sigmund Freud úr klóm nasista og koma honum út úr Austurríki árið 1938.

Aftur á móti átti hann merkilega konu, franska prinsessu sem hét Marie Bonaparte. Langafi hennar var Lucien Bonaparte, yngri bróðir Napóleons keisara. Marie var forrík en auðæfin komu úr móðurættinni, því móðurafi hennar var maðurinn sem reisti spilavítið í Monte Carlos og rakaði saman peningum í bókstaflegri merkingu.

Til þess var tekið að gríski Georg gerði enga kröfu til að öðlast yfirráð yfir fjármunum konu sinnar og stýrði hún eignum sínum sjálf til æviloka. Georg lét sér líka að mestu í léttu rúmi liggja þótt kona hans yrði víðfræg fyrir ástarsambönd sín og ýmissa karla, en Marie var gríðarlega áhugasöm um allt sem að kynlífi laut. Georg var reyndar ekki alveg trúr og tryggur heldur, því hann átti í djúpu ástar- og kynferðissambandi við föðurbróður sinn, Valdimar prins í Danmörku. 

Skurðaðgerð til að fá fullnægju

Marie var lærimeyja Sigmunds Freuds og stundaði sjálf sálkönnun og skrifaði mikið og hugsaði um kynferðislega fullnægingu kvenna, sem hún kvaðst aldrei hafa upplifað. Ekki vildi hún þó kenna Georg eða öðrum elskhugum sínum um það, heldur væri ástæðan fyrst og fremst líkamleg. Meðal annars gekkst hún undir skurðaðgerð til að reyna að auka líkurnar á fullnægingu en hún mun ekki hafa tekist sem skyldi.

Þegar Marie var farin að stunda sálgreiningu af krafti var Georg nóg boðið og hann bað konu sína að hætta þessu og fara að sinna heimilinu og tveim börnum þeirra en hún þvertók fyrir það. Þá lét hann kyrrt liggja og hún fór sínu fram sem fyrr. 

Holdlegar kenndir móður og sonar

Reyndar var ekki hefð fyrir því að grískar prinsessur sinntu börnum sínum og Marie kom lítið sem ekkert nálægt uppeldi barna sinna. Er sonur þeirra Georgs óx úr grasi áttu mæðginin erfitt með að bæla niður holdlegar kenndir hvort til annars, en Marie bjó svo vel að þekkja helsta sérfræðing þeirra tíma í slíkum kenndum, Freud gamla, og tók hann þau í meðferð til að auðvelda þeim að pakka slíkum kenndum niður. Seinna gerði sá sami sonur allt vitlaust í fjölskyldunni með því að kvænast rússneskri konu af öngvum aðalsættum og vildi Georg síðan ekkert með son sinn hafa en Marie tók þessu ljúfmannlega.

Hún átti manna mestan þátt í að Gyðingnum Freud tókst að sleppa frá Austurríki 1938 þegar þýskir nasistar undir stjórn Adolfs Hitlers höfðu náð þar völdum – beinlínis af því maðurinn hennar hafði verið svo snöggur að bjarga lífi Nikulásar 46 árum fyrr. Ekki veit ég þó til þess að Marie hafi áttað sig á því samhengi. 

Heillaði ungan Frakka

Francois Mitterand

Síðast frétti ég til þeirra hjóna þegar Georg og Marie voru fulltrúar grísku konungsfjölskyldunnar við krýningu Elísabetar Bretadrottningar 1954. Við það tækifæri varð frægt að Marie og sessunauti hennar, tæplega fertugum frönskum stjórnmálamanni, leiddist svo þunglamaleg athöfnin að þau tóku tal saman og voru brátt svo niðursokkin í að ræða sálgreiningarkenningar Freuds og fleira smálegt að krýningin fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Frakkinn hét Francois Mitterand og varð síðar forseti Frakklands.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár