Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Af ný­legri réttar­fram­kvæmd EFTA-dóm­stóls­ins og Evr­ópu­dóm­stóls­ins má ráða að dómsúr­lausn­ir dóm­ara sem skip­að­ir hafa ver­ið í trássi við lög og regl­ur telj­ist dauð­ur bók­staf­ur.

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari getur ekki með réttu talist handhafi dómsvalds, enda var hún skipuð samkvæmt geðþótta Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við lög.

Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns í Hæstarétti í dag þar sem tekist var á um hvort Arnfríður Einarsdóttir hefði verið bær til þess að taka sæti í dómi Landsréttar í máli skjólstæðings Vilhjálms í ljósi þess að dómsmálaráðherra fór ekki að lögum þegar hún skipaði Arnfríði sem dómara.

Áður hafði Landsréttur hafnað kröfu Vilhjálms um að Arnfríður viki sæti vegna vanhæfis og Hæstiréttur vísað kröfunni frá. Eftir að dómur Landsréttar féll í málinu, sem snýst um umferðarlagabrot og brot á reynslulausn, sótti Vilhjálmur um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leyfið var veitt og fór aðalmeðferð fram í dag fyrir fjölskipuðum dómi. 

Jón H. B. Snorrason saksóknari benti á það í ræðu sinni að lítill munur hefði verið á þeirri einkunn sem Arnfríður fékk og einkunn hinna fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta.

Þá vísaði hann því alfarið á bug að skipun Arnfríðar hefði haft eitthvað með pólitísk tengsl eiginmanns hennar við dómsmálaráðherra að gera, en Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 

Traust almennings til dómskerfisins í húfi

„Það að stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar, tiltekinn þingmeirihluti, sitjandi ríkisstjórn eða einstakur ráðherra kunni að eiga hönk upp í bakið á ákveðnum dómurum grefur undan sjálfstæði þeirra og getur með réttu veikt tiltrú almennings á dómskerfinu,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson í ræðu sinni. „Það er því lykilatriði að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra.“ Benti hann á að ellegar væri ekki aðeins vegið að sjálfstæði dómstóla heldur einnig trausti almennings á dómstólum og rétti sakaðra manna til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstóli sem skipaður er með lögum. 

Sem kunnugt er komust Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í fyrra að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipun Landsréttardómara og þannig ekki sýnt fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna til starfans. Fyrir vikið hefur tveimur umsækjendum sem gengið var framhjá verið dæmdar miskabætur. 

„Málsmeðferðin við skipan Arnfríðar fól því bæði í sér brot á lögum nr. 50/2016 um dómstóla og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þá var tillaga dómsmálaráðherra um skipan Arnfríðar í embætti í andstöðu við hina óskráðu meginreglu í íslenskum rétti að stjórnvaldi beri að skipa hæfasta umsækjandann,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni í dag. „Af öllu framansögðu er ljóst að skipun Arnfríðar í embætti var ekki í samræmi við lög eins og er fortakslaust skilyrði 59. gr. stjórnarskrár og 2. málsliðar 1. mgr. 6.gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“

Evrópudómstóllinn ómerkti dóm ólöglega skipaðs dómara

Hann vísaði til ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli og benti á nýlega evrópska dómaframkvæmd þar sem hnykkt hefur verið á mikilvægi þess að lögmætum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipun dómara.  

„Í ákvörðun EFTA-dómstólsins frá 14. febrúar 2017 í máli nr. E-21/2016 kemur meðal annars fram að af kröfunni um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla leiði að gera verði strangar kröfur til þess að réttum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipan dómara. Af ákvörðuninni má ráða að annmarki á málsmeðferð við skipun dómara hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að dómurinn teldist ekki rétt skipaður ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að bætt var úr annmarkanum áður en ákvörðunin var tekin. Í dómi Evrópudómstólsins 23. janúar 2018 í máli nr. T-639/16 P þar sem meðal annars er vísað til ofangreindrar ákvörðunar EFTA-dómstólsins og dómaframkvæmdar mannréttindadómstóls Evrópu, var ómerktur dómur sem kveðinn var upp af dómara við starfsmannadómstól bandalagsins þar sem ekki hafði verið gætt réttra málsmeðferðarreglna við skipan viðkomandi dómara.“

Að mati Vilhjálms má draga þá ályktun af fyrrnefndum dómum að ef skipan dómara sé ólögmæt þá sé viðkomandi dómari ekki með réttu handhafi dómsvalds og dómsúrlausnir dóms sem hann skipar teljist þar með dauður bókstafur. „Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 verður ekki annað ráðið að sama eigi við um hinn áfrýjaða dóm Landsréttar í máli nr. 6/2018 og því ber að taka aðalkröfu ákærða til greina og ómerkja hinn áfrýjaða dóm,“ sagði hann.

Lagði fram gögn sem sýna ásetning ráðherra

Vilhjálmur lagði fyrir Hæstarétt gögn úr dómsmálaráðuneytinu sem Stundin fjallaði um með ítarlegum hætti þann 22. janúar síðastliðinn. Gögnin sýna hvernig sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu gerðu athugasemdir við rökstuðning ráðherra þegar unnið var að tillögu til Alþingis um skipun Landsréttardómara og bentu ítrekað á að málsmeðferðin væri ófullnægjandi með tilliti til meginreglna stjórnsýslulaga. Sigríður Andersen var upplýst um að ef hún hygðist víkja frá hæfnismati dómnefndar við skipun Landsréttardómara með lögmætum hætti þyrfti hún að gera sjálfstæðan samanburð á hæfni þeirra umsækjenda sem yrði gengið framhjá og hæfni hinna sem skipaðir yrðu í staðinn. Ráðherra hunsaði þessar athugasemdir og lét undir höfuð leggjast að framkvæma ítarlega rannsókn á hæfni umsækjenda. Eins og síðar kom í ljós braut ráðherra þannig lög og bakaði ríkinu miskabótaskyldu gagnvart umsækjendum sem gengið var framhjá.

„Við mat á því hvort dómstóll uppfylli skilyrði um sjálfstæði í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu þarf meðal annars að kanna fyrirkomulag skipunar dómara við dómstólinn sem og að leggja mat á hvort dómstóll hafi almennt þá ásýnd að hann sé sjálfstæður. Svo er ekki í máli ákærða, enda skipaði dómsmálaráðherra Arnfríði samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög, meginreglur laga um að velja bera hæfasta umsækjandann og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður er því ekki með réttu handhafi dómsvalds og var því ekki bær til þess að taka sæti í dómi Landsréttar í máli ákærða og dæma málið. Því ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur heim í Landsrétt til réttrar og löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ sagði Vilhjálmur. Hann benti á að löggjafar- og framkvæmdarvaldið hefðu brotið gegn lögum og þannig brugðist skyldum sínum við skipun dómara við Landsrétt. „Það er hlutverk dómstóla að eftirlit með öðrum handhöfum ríkisvaldsins, leggja dóm á embættisverk þeirra og standa þannig vörð um réttarríkið. Það verður ekki gert nema með sjálfstæðum, óhlutdrægum og óvilhöllum dómstólum, sem skipaðir eru samkvæmt lögum.“


Fyrirvari: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár