Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eftirgrennslan um heimildir af falli Hauks Hilmarssonar skilaði engu

Ís­lenska ut­an­rík­is­þjón­ust­an kann­aði sann­leiks­gildi frá­sagna af falli Hauks. Óljóst hvaða heim­ild­ir liggja að baki stað­hæf­ing­um tyrk­neskra fjöl­miðla. Ekk­ert kom­ið fram sem stað­fest­ir þær frá­sagn­ir.

Eftirgrennslan um heimildir af falli Hauks Hilmarssonar skilaði engu
Eftirgrennslan skilaði engu Eftirgrennslan utanríkisþjónustunnar á því hvaða heimildir tyrkneskir fjölmiðlar byggðu fréttir sínar um fall Hauks Hilmarssonar á skilaði engu. Ekkert hefur komið fram sem staðfestir að Haukur sé látinn. Mynd: Af Facebook-síðu Benjamíns Julians

Íslenska utanríkisþjónustan gerði tilraun til að kanna sannleiksgildi frásagna tyrkneskra fjölmiðla af því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í Sýrlandi og að senda ætti lík hans til Íslands. Ekkert kom hins vegar út úr þeim eftirgrennslunum og óljóst er hvaða heimild eða heimildir lágu að baki staðhæfingum tyrkneskra fjölmiðla. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem staðfestir að Haukur hafi látist í Sýrlandi.

Fyrstu fréttir af máli Hauks voru með þeim hætti að staðhæft var að hann hefði fallið í bardögum Tyrklandshers við Kúrda í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands. Blaðamaður tyrkneska fjölmiðilsins Daily Sabah vakti athygli á málinu á Twitter og í framhaldinu voru sagðar fréttir þessa efnis í tyrkneskum fjölmiðlum. Þá hafa borist upplýsingar um fall Hauks frá hersveitum Kúrda sem Haukur barðist með. Hins vegar hefur ekki tekist að staðfesta að Haukur sé látinn né hefur tekist að benda á hvar lík hans væri þá að finna.

Aðstandendur Hauks skora á Katrínu að beita sér

Aðstandendur Hauks og vinir hans hafa gagnrýnt það sem þau kalla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda við leitina að Hauki og einnig að þeim hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim gögnum sem aflað hafi verið við eftirgrennslan um málið. Á mánudag var birt opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, undirritað af 400 einstaklingum, þar sem skorað var á hana að beita sér af meira afli í málinu. Þar segir meðal annars að af þeim gögnum sem aðstandendur Hauks þó hafi fengið og af samskiptum þeirra við utanríkisráðuneytið „virðist sem athugun ráðuneytisins hafi verið gerð með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk. Líklegt er að í baklandi Guðlaugs Þórs [Þórðarsonar] sé ekki pólitískur vilji til þess að málinu sé sinnt af heilindum. Fjölskylda og vinir Hauks hafa því réttmætar ástæður til að óttast að nú, eftir afhendingu gagnanna, sé athugun Utanríkiráðuneytisins á afdrifum hans komin í blindgötu. Þess vegna íhugar nú hópur úr röðum aðstandenda Hauks að fara til Afrin og leita hans þar.

Fjölskylda Hauks og vinir hafa rannsakað málið eins kyrfilega og þeim er unnt. Þó hefur enn ekkert komið fram sem staðfestir hvað varð um Hauk. Hvorki hafa fundist ummerki um hann, lífs eða liðinn, né hefur tekist að hafa uppi á sjónarvottum sem geta staðfest fréttir af afdrifum hans. Aftur á móti bendir margt til þess að í kringum fyrstu viku febrúar hafi verið tilkynnt um hvarf hans eftir árás Tyrklandshers á svæðið og í kjölfarið hafi hans verið leitað í nærliggjandi þorpum og spítölum án árangurs. Svo virðist sem einungis þess vegna hafi hann verið álitinn látinn.“

Vilja að kannað verði hvaðan upplýsingar tyrkneskra fjölmiðla komu

Þeir sem undirrita bréfið skora á Katrínu að beita sér fyrir því að aðstandendur Hauks fái fullnægjandi aðgang að öllum gögnum málsins og að sótt verði um ferðaleyfi hjá Tyrkneskum stjórnvöldum fyrir hóp fólks til að ferðast til Afrin-héraðs í leit að Hauki. Sömuleiðis að reynt verði eftir öllum tiltækum leiðum að komast að því hvaðan tyrkneskir fjölmiðlar hafi fengið upplýsingar um að Haukur hefði fallið, að lík hans væri í höndum Tyrkja og að senda ætti hann heim til Íslands, eins og greint var frá í fyrstu fréttum.

Óljóst hvar heimildirnar um fall Hauks eru upprunnar

Stundin óskaði svara um hið síðastnefnda frá utanríkisráðuneytinu, hvort utanríkiþjónusta Íslands hefði grennslast fyrir um hvaðan tyrkneskir fjölmiðlar hefðu fengið þær upplýsingar að Haukur væri látinn og að lík hans yrði sent til Íslands. Í svari frá Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins kemur fram að ekkert hafi komið fram sem staðfesti fyrstu fréttir af afdrifum Hauks, hvað þá að tyrknesk yfirvöld hefðu lík hans í sinni vörslu.

„Óljóst er hvaða heimild er fyrir þeirri staðhæfingu tyrkneskra fjölmiðla. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar frá upphafi lýst því yfir að Haukur væri ekki í þeirra haldi, hvorki lífs né liðinn. Þetta kom til dæmis skýrt fram í samtali utanríkisráðherra við varnarmálaráðherra Tyrklands í síðastliðnum mánuði.“ Í samtali við Svein greindi hann frá því að leitað hefði verið til tyrkneskra, kúrdískra og sýrlenskra yfirvalda með það að marki að reyna að grafast fyrir um hvaðan umræddar upplýsingar kæmu en án árangurs. Sömuleiðis hefði verið leitað upplýsinga hjá samfélögum Kúrda á Norðurlöndum en einnig án árangurs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár