Ítalski baróninn, Felix Von Longo-Liebenstein, fyrrverandi hluthafi í United Silicon í Helguvík og eigandi vatnsréttinda fyrir Hvalárvirkjun á Vestfjörðum, fór um Strandirnar á vélsleða við þriðja mann í síðustu viku. Baróninn gisti á Hótel Djúpavík í tvær nætur. Baróninn á jörðina Engjanes í Eyvindarfirði og seldi hann vatnsréttindi fyrir hina fyrirhuguðu Hvalárvirkjun til HS Orku fyrir nokkrum árum.
Baróninn á ættir sínar að rekja til Suður-Tíról í norðausturhluta Ítalíu og er fjölskylda hans þekkt fyrir vínframleiðslu undir merkinu Baron Longo. Hann keypti Engjanes árið 2006 og seldi vatnsréttindi vegna virkjunarinnar til fyrirtækisins Vesturverks árið 2009.
Kemur sjaldan
Í samtali við Stundina segir Eva Sigurbjörnsdóttir, eigandi hótelsins á Djúpavík og oddviti Árneshrepps, að baróninn hafi komið við þriðja mann. „Já, hann kom með tveimur vinum sínum. Þeir voru að fara með honum á sleða hér um og upp á heiðina og leyfa honum að fara upp á heiði og horfa yfir …
Athugasemdir