Rúmlega 1/3 af tekjunum verður til í Leifsstöð
66° Norður og Rammagerðin. Eigandi er félagið Miðnesheiði ehf. Sem aftur er í eigu Sjóklæðagerðarinnar ehf., sem er í eigu Helga Rúnars Óskarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og Bjarneyjar Harðardóttur. Um er að ræða tvær rekstrareiningar í sama húsnæði en báðar verslanirnar eru reknar undir sama hatti. Önnur selur 66°-föt og hin, Rammagerðin, selur prjónavörur og annan fatnað sem ekki er merktur 66.
Tæplega 230 milljóna króna hagnaður var á versluninni árið 2016. Tekjurnar voru 1.380 milljónir króna og jókst salan um tæplega 250 milljónir króna á milli ára. Miðnesheiði. ehf. greiddi 400 milljóna króna arð til móðurfélags 66° Norður, Sjóklæðagerðarinnar ehf. Árið á undan, 2015, var 220 milljóna króna hagnaður á Joe & The Juice.
Þar sem verslun 66° Norður í Leifsstöð er rekin í sérstöku félagi er sá hluti starfsemi samstæðunnar skýrt afmarkaður frá öðrum. Út frá ársreikningi Sjóklæðagerðarinnar ehf. kemur fram …
Athugasemdir