Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Lægstu taxt­ar hækka um 9.500 krón­ur næstu mán­að­ar­mót. Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar hækk­uðu um 800 þús­und krón­ur á mán­uði á síð­asta ári. Vil­hjálm­ur Birg­is­son verka­lýðs­leið­togi seg­ir að stöðva verði mis­skipt­ing­una.

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“
Segir þróunina sorglega Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir launahækkanir til handa forstjórum stærstu fyrirtækja sorglegar og „ógeðslegt misrétti“.

Lægstu kauptaxtar á Íslandi hækka um 9.500 krónur á mánuði um næstu mánaðarmót. Á síðasta ári hækkuðu laun sumra æðstu stjórnenda fyrirtækja í landinu, þar á meðal ríkisfyrirtækja, um 200 þúsund á mánuði og allt upp í einnar milljóna krónu hækkun. Þannig hækkaði forstjóri Landsvirkjunar, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, um 800 hundruð þúsund krónur á mánuði og laun forstjóra Isavia, sem einnig er í ríkiseigu, um 400 hundruð þúsund krónur á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir að um „ógeðslegt misrétti“ sé að ræða.

Athygli vakti í síðustu viku þegar Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, viðraði áhyggjur sínar af komandi kjaraviðræðum og því að farið yrði fram með miklar kaupkröfur í þeim. Slíkt gæti skaðað samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar, sem Isavia á og rekur. Líkt og Stundin greindi frá í gær hækkuðu laun Björns Óla hins vegar um 400 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017 og á ársfundi félagsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna Isavia um 15 þúsund krónur á mánuði. Það er 5.500 krónum meiri hækkun en sú hækkun lægstu kauptaxta sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Sú 9.500 króna hækkun er enn fremur fyrir fulla vinnu á mánuði en stjórnarseta í stjórn Isavia er fjarri því að vera full vinna.

Segir þróunina sorglega

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þær launahækkanir sem forstjórar íslenskra fyrirtækja hafi tekið til sín á síðasta ári, sem og þær launahækkanir sem kjararáð hafi ákveðið að veita æðstu stjórnendum ríkisins, sorglegar og það einkum í samhengi við launaþróun venjulegs verkafólks. „Lágmarkslaun á Íslandi fara úr 280 þúsund og upp í 300 þúsund 1. maí næstkomandi. Lægstu taxtar eru hins vegar mun lægri, þeir fara úr 257 þúsund krónum rúmum og upp í 267 þúsund tæpar. Þó má ekkert fyrirtæki greiða lægra en 300 þúsund krónur fyrir fullan mánuð. Það má hins vegar færa svokölluð vaktaálög og aðrar bónusgreiðslur, mætingabónus eða eitthvað þvíumlíkt, inn í þessa lágmarks taxta þannig að þeir nái 300 þúsund krónum. Það er semsagt ekki heimilt að borga fólki eftir berstrípuðum taxta. Ef atvinnurekandinn borgar enga bónusa eða álagsgreiðslur þá ber atvinnurekenda skylda til að greiða mismuninn upp í 300 þúsund krónur. Það væri samt að mínu mati mun betra ef lágmarkstaxtar væru jafnháir lögbundnum lágmarkslaunum.“

Skiljanlegt að fólk hrökkvi við

Á sama tíma og lægstu taxtar hækka sem sagt um 9.500 krónur hafa margir forstjórar íslenskra fyrirtækja og ráðamenn hækkað um allt frá 200 þúsund krónur og allt upp í eina milljón króna á mánuði. Þannig hækkaði forstjóri N1 í launum um 1 milljón króna á mánuði og hefur eftir hækkunina 5 milljónir í mánaðarlaun. Vilhjálmur hefur að undanförnu viðað að sér upplýsingum um hækkun hæstu launa og birt þær, svo sem sjá má hér. „Ég hef verið að draga saman þessar upplýsingar til að vekja athygli á þessu ógeðslega misrétti sem er í íslensku þjóðfélagi. Samtök atvinnulífsins, Seðlabanki Íslands, fjármálaráðuneytið og bara stjórnvöld almennt tala um mikilvægi þess að ná hér hófstilltum kjarasamningum í komandi kjaraviðræðum. Á sama tíma erum við að sjá fjölda fólks sem er að taka til sín þetta frá 200 þúsund krónur og upp í einam milljón króna á mánuði í launahækkanir.“

Vilhjálmur segir að fólk hrökkvi skiljanlega við þegar þessar launahækkanir eru settar fram og í samhengi við laun almennra launþega. „Lægstu taxtar eiga að hækka um rúmar 9.000 krónur um næstu mánaðarmót, í samanburði við þessar brjálæðislegu hækkanir. Svo tala atvinnurekendur og stjórnvöld um að það hafi tekist að hækka lægstu laun sérstaklega. Árið 2000 var lægsti taxti á íslenskum vinnumarkaði 71 þúsund krónur á mánuði. Í dag er hann kominn upp í þessar 266 þúsund krónur, eða verður það um næstu mánaðarmót, hefur sem sagt hækkað um 195 þúsund krónur á 18 árum. Á 18 árum. Við erum að horfa á stjórnendur í atvinnulífinu taka til sín 200 þúsund króna hækkun og allt upp í eina milljón á einu ári.“

Vilja krónutöluhækkanir og þrepaskiptan persónuafslátt

Vilhjálmur segir að stöðva verði síaukna misskiptingu í samfélaginu og það sé ótækt að laun þeirra sem langhæst hafi þau fyrir hækki með sömu prósentutölu og laun þeirra lægst launuðu. Með því muni bilið milli ríkra og fátækra bara halda áfram að aukast.  „Kjarni málsins er að notkun á prósentuhækkunum kjara er, að þær eru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis. Það þarf að fara að notast við krónutöluhækkarnir við hækkun launa. Það er ekkert eðlilegt við að fimm prósenta launahækkun, til dæmis, skilar þeim sem hefur kannski fjórar milljónir í laun 200 þúsund króna hækkun. Á meðan skilar fimm prósenta hækkun þeim sem hefur 300 þúsund krónur í mánaðarlaun 15 þúsund króna hækkun. Svo er sagt að báðir aðilar hafi fengið sömu launahækkun. Þetta er auðvitað fráleitt og launabilið milli efsta og lægsta lags samfélagsins heldur áfram að aukast og aukast og verðu á endanum stjarnfræðilegt. Það er engin launung á því að við verkalýðsleiðtogarnir sem höfum verið að ræða saman að undanförnu, forystufólk Eflingar, VR, Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness, leggjum áherslu á það að hér verði í komandi kjarasamningum gerð tilraun um að samið verði í formi krónutöluhækkana. Það verði gert með sanngjörnum hætti og reynt að láta þessi orð, sem menn eru alltaf að slá sér á brjóst með, um að lægstu laun hafi hækkað meira en önnur verða að alvöru veruleika.“

Vilhjálmur segir jafnframt að það sé alveg ljóst í sínum huga að taka beri upp þrepaskiptan persónuafslátt, það verði gerð krafa um það í kjarasamningum. „Menn sem hafa þetta þrjár milljónir og upp í tíu milljónir í laun á mánuði, þeir hafa bara ekkert við persónuafslátt að gera. Ef það er hægt að skerða til dæmis barnabætur vegna launa þá er borðlegggjandi að hægt sé að skerða persónuafslátt á hátekjufólk.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár