Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hætt verði að takmarka fjölda leigubílstjóra og binda þá við stöðvar

Starfs­hóp­ur sam­göngu­ráð­herra vill af­nema fjölda­tak­mark­an­ir á leyf­um leigu­bíl­stjóra og losa þá und­an því að þurfa að vinna fyr­ir leigu­bif­reiða­stöðv­ar. Uber og Lyft skuli upp­fylla sömu kröf­ur og aðr­ar leigu­bif­reiða­stöðv­ar.

Hætt verði að takmarka fjölda leigubílstjóra og binda þá við stöðvar

Starfshópur samgönguráðherra telur rétt að afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Hópurinn var settur á fót eftir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hóf frumkvæðisrannsókn á íslenska leigubifreiðamarkaðnum í byrjun 2017 og var skýrsla hans birt í dag.

Í dag er kveðið á um hámarksfjölda atvinnuleyfa, samtals 650 leyfi og þar af eru 580 leyfi á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin ár hafa fleiri sótt um leyfi til að aka leigubifreið en úthlutun fjölda leyfa heimilar og árið 2017 var 109 einstaklingum neitað um leyfi til að aka leigubifreið.

Samkvæmt núgildandi lögum eru leigubifreiðastjórar skyldaðir til að starfa á leigubifreiðastöð. Hreyfill er langstærsta stöðin með 64% markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu og næst á eftir kemur BSR með tæplega 10% hlutdeild. Bendir starfshópurinn á að þróunin á Norðurlöndum sé í þá átt að afnema stöðvarskyldu.

„Þá leggur starfshópurinn til að starfsemi leigubifreiða verði háð skilyrðum sem eiga að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi séu til staðar, það er atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið,“ segir í skýrslunni. „Með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að rekstrarleyfishafi taki á sig þær skyldur sem hvíla í dag á leigubifreiðastöðvum.“

Þá bar nokkuð á því í umsögnum við skýrsluna að fjallað væri um mikilvægi þess að öryggi farþega væri tryggt. „Þeir sem tjáðu sig um öryggismál almennt voru sammála um það að nauðsynlegt væri að um leigubifreiðaakstur giltu reglur og að öryggissjónarmið mæli með því,“ segir í skýrslu starfshópsins.

Uber og Lyft uppfylli sömu kröfur

Starfshópurinn telur einnig ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lyft bjóði þjónustu sína hér á landi. Það sé þó á valdi stjórnvalda að setja þær kröfur sem slík fyrirtæki þurfa að uppfylla til að mega bjóða þjónustu sína og telur starfshópurinn eðlilegt að þær kröfur séu þær sömu og til leigubílstjóra.  Þannig þurfi farveitur á borð við Uber og Lyft að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja.

ESA tilkynnti í janúar 2017 að stofnunin hefði hafið frumkvæðisathugun á leigubifreiðamarkaðnum á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. Starfshópurinn var í kjölfarið skipaður í október og honum falið að leggja fram tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um hvort og þá hvaða breytingar væri nauðsynlegt að gera á íslensku regluverki um leigubifreiðaakstur. Í verkefnisáætlun kemur fram að megin markmið verkefnis starfshópsins sé að stuðla að góðu aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár