Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðherra ekki viðstaddur umræður um fjármálaáætlun

Ann­að ár­ið í röð sem Sig­ríð­ur And­er­sen svar­ar ekki fyr­ir sinn mála­flokk. Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar kalla það virð­ing­ar­leysi.

Dómsmálaráðherra ekki viðstaddur umræður um fjármálaáætlun
Sigríður ekki viðstödd Sigríður Andersen verður ekki viðstödd umræður um sinn málaflokk í tengslum við fjármálaáætlun. Það verður annað árið í röð sem það gerist. Mynd: Pressphotos

Þingmenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi eru ósáttir við að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli ekki vera viðstödd umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Mun það vera annað árið í röð sem það gerist. Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar segja um virðingarleysi að ræða.

Umræður um fjármálaáætlun 2019-2023 standa nú yfir en þær hófust í gær. Í dag gera fagráðherra grein fyrir sínum málaflokkum og taka þátt í umræðum um þá. Dómsmálaráðherra er síðastur í röð fagráðherranna í umræðunum samkvæmt tilhögun þingfundarins.

Sigríður Andersen mun hins vegar stödd erlendis og verður því ekki til taks í kvöld þegar gera má ráð fyrir að umræður um hennar málaflokk hefjist. Í hennar stað mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svara fyrir dómsmálaráðuneytið. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fór af landi brott í dag og stóð til að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, myndi koma í hans stað í umræðunum. Því mótmæltu þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar og varð úr að umræða um málaflokk Ásmundar fór fram í gærkvöldi, að honum viðstöddum.

Tímasóun að eiga orðastað við staðgengla

Oddný Harðardóttir

„Við töluðum algerlega skýrt um að það að fagráðherrar mæti ekki í umræðu um fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er algjörlega óásættanlegt,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar en þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu með forseta Alþingis í gær vegna stöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir

Hanna Katrín Friðriksson

að þingmenn séu óánægðir með að ráðherrann verði ekkiviðlátinn. Ekki hefði átt að vera erfitt að skipuleggja tíma ráðherrans til að koma í veg fyrir það því lög kveði á um að þingslályktunartillaga um fimm ára fjármálaáætlun sé lögð fram fyrir 1. apríl. Þrátt fyrir að töf hafi orðið á framlagningu tillögunnar nú hefði tímasetningin legið fyrir í meginatriðum. „Reynsla mín frá því í fyrra er sú að það sé tímasóun ef það eru staðgenglar fyrir ráðherra í umræðunum um fjármálaáætlun,“ segir Hanna Katrín og kallar fjarveru ráðherra virðingarleysi. Hið sama segir Oddný Harðardóttir.

„Næst verður þetta að vera betra“

Sem fyrr segir mun Sigríður Andersen ekki heldur hafa verið viðstödd umræðurnar á síðasta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, gagnrýndi fjárveru hennar þá í umræðunum. „Ég verð að gagnrýna þetta vegna þess að við erum að vinna samkvæmt nýju verklagi, nýrri aðferðafræði um opinber fjármál. Það verklag gerir þá kröfu á okkur öll að við vinnum saman, að allir ráðherrar taki þátt í umræðunni og að allar nefndir vinni sína vinnu út frá þessu. Mér finnst það bara alls ekki ganga að vera svo ekki viðstödd þegar umræðan á sér stað í þingsal. Á sama tíma erum við að gera þetta í fyrsta sinn og ég vil leyfa fólki að njóta vafans, en næst verður þetta að vera betra,“ sagði Silja Dögg á Alþingi fyrir ári síðan.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár