Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson

Trún­að­ar kraf­ist um minn­is­blað sem tók mán­uð að skila. Ástæð­an sögð ann­ir starfs­manna ráðu­neyt­is­ins.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson
Trúnaður um minnisblað Trúnaður ríkir um innihald minnisblaðs utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar sem utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks afhent í gær, eftir mánaðarbið. Mynd: Pressphotos

Minnisblað utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, var sent formanni utanríkismálanefndar í gær, miðvikudaginn 11. apríl. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd hafði óskað eftir því fyrir um mánuði síðan að nefndin fengi slíkt minnisblað í hendur en ekkert gerðist í málinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Trúnaður ríkir hins vegar yfir minnisblaðinu, eftir því sem Logi sagði við Stundina í gær, og gat hann því ekki upplýst um hvað kæmi þar fram.

Í fyrstu fréttum af máli Hauks, sem birtust 6. mars síðastliðinn, var hann sagður hafa fallið í bardögum í norðurhluta Sýrlands 24. febrúar. Enn hefur ekki tekist að staðfesta það. Óskað var eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið, af hálfu utanríkismálanefndar, 12. mars síðastliðinn. Var sú ósk ítrekuð í tvígang, 21. mars og 4. apríl, án árangurs.

Ekki hægt að upplýsa um innihaldið

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu reyndist ekki unnt að afhenda minnisblað um málið á fundi utanríkismálanefndar 14. mars en fulltrúar ráðuneytisins mættu hins vegar á þann fund til að gera grein fyrir málinu og svara spurningum nefndarmanna.

Engir skilgreindir frestir munu vera á afhendingu minnisblaða sem þess sem utanríkismálanefnd óskaði eftir en leitast er eftir því að það sé gert svo fljótt sem auðið er, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar sem barst í gær. Tafir á afhendingu minnisblaðsins um mál Hauks helgist meðal annars að önnum hjá þeim starfsmönnum ráðuneytisins sem fara með mál Hauks. „Sem kunnugt er hefur eftirgrennslan um afdrif hans verið í forgangi hjá ráðuneytinu frá því það kom fyrst til kasta þess fyrir rúmum mánuði,“ segir í svari ráðuneytisins. Þar er jafnframt bent á að nefndarmenn utanríkismálanefndar hafi fengið upplýsingar um stöðu og framgang málsins á umræddum fundi 14. mars og í fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi 22. mars.  

Minnisblaðið umrædda barst loks í gær, sem fyrr segir. Í samtali við Stundina sagði Logi hins vegar að trúnaður væri um innihald þess og hann gæti því, að svo stöddu, ekki upplýst um hvað þar kæmi fram. Bætti hann því við að hann skyldi ekki hví svo væri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár