Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Ný al­þjóð­leg rann­sókn sýn­ir mjög já­kvæð­ar nið­ur­stöð­ur. Ís­lensk­ur tauga­lækn­ir seg­ir þetta gleðifrétt.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum
Gæti þýtt byltingu Stofnfrumumeðferð gegn MS-sjúkdómnum virðist skila mjög góðum árangri. Mynd: Kristinn Magnússon

Niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar benda til þess að stofnfrumumeðferðir geti fært sjúklingum sem glíma við MS-sjúkdóminn verulegan bata. Meðferðirnar geti dregið mjög úr einkennum sjúkdómsins og unnið gegn honum. Læknar sem hafa unnið að rannsókninni segja hana algjöra byltingu.

Greint er frá þessu í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Aðferðin sem um ræðir felur í sér að ónæmiskerfi sjúklinganna er þurrkað út með krabbameinslyfjum. Að því loknu er ónæmiskerfið endurnýjað með nýjum stofnfrumum úr sjúklingunum sjálfum. Ríflega eitthundrað manns með MS-sjúkdóminn tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á sjúkrahúsum í Chicago, Sheffield, Uppsala og í Sao Paulo.

Mjög góður árangur

Sjúklingarnir fengu ýmist meðferð sem fólst í lyfjagjöf gegn sjúkdómnum eða stofnfrummeðferð. Eftir ársmeðferð hafði aðeins einn sjúklingur úr hópi þeira 52 sem fóru í stofnfrummeðferðina fengið MS-kast, borið saman við 39 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð. Á þriggja ára tímabili eftir meðferðina kom síðan í ljós að þrír sjúklingar sem gengið höfðu í gegnum stofnfrummeðferðina höfðu upplifað MS-köst en 30 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð, 6 prósent borið saman við 60 prósent. Sjúklingarnir sem höfðu fengið stofnfrumuskipti upplifðu þá minnkandi einkenni sjúkdómsins á meðan að einkenni versnuðu hjá þeim sem höfðu fengið lyfjagjöf.

„Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð“

Íslenskur taugalæknir segir um gleðifrétt að ræða

Haukur Hjaltason, dósent við læknadeild og taugalæknir á Landspítala, segir að þekkt sé að stofnfrumumeðferð af þessu tagi, þar sem sjúklingar fá eigin stofnfrumur, hafi verið beitt í völdum tilvikum í allnokkur ár. Árangur hafi verið mismunandi en þó batnandi eftir því sem liðið hefur á og í sumum tilfellum býsna góðum, eins og í tilfelli rannsóknarinnar sem hér er fjallað um. Hann veit ekki til þess að neinn íslenskur sjúklingur hafi farið í slíka meðferð en það sé fagnaðarefni hversu jákvæð útkoma virðist vera af þessum tilraunum. „Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð. Tekist hefur að halda einkennum sjúkdómsins vel niðri með meðferðum sem nú er verið að nota. Þessi stofnfrumumeðferð virðist svo vera mjög kröftug og ég hef ekki séð betri tölur um árangur heldur en er vísað til í þessri frétt. Hingað til hefur stofnfrummeðferð þó verið beitt á valda sjúklinga, þettta er ekki alveg hættulaus meðferð þó að hættan sé, að mér skilst, ekki mikil. Það er mismunandi eftir því hversu mikil einkenni sjúkdómsins eru hvort að þessi meðferð henti sjúklingum. Það er hins vegar gleðifrétt, þegar kemur fram meðferð sem virðist skila svo góðum árangri sem þessi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár