Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Ný al­þjóð­leg rann­sókn sýn­ir mjög já­kvæð­ar nið­ur­stöð­ur. Ís­lensk­ur tauga­lækn­ir seg­ir þetta gleðifrétt.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum
Gæti þýtt byltingu Stofnfrumumeðferð gegn MS-sjúkdómnum virðist skila mjög góðum árangri. Mynd: Kristinn Magnússon

Niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar benda til þess að stofnfrumumeðferðir geti fært sjúklingum sem glíma við MS-sjúkdóminn verulegan bata. Meðferðirnar geti dregið mjög úr einkennum sjúkdómsins og unnið gegn honum. Læknar sem hafa unnið að rannsókninni segja hana algjöra byltingu.

Greint er frá þessu í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Aðferðin sem um ræðir felur í sér að ónæmiskerfi sjúklinganna er þurrkað út með krabbameinslyfjum. Að því loknu er ónæmiskerfið endurnýjað með nýjum stofnfrumum úr sjúklingunum sjálfum. Ríflega eitthundrað manns með MS-sjúkdóminn tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á sjúkrahúsum í Chicago, Sheffield, Uppsala og í Sao Paulo.

Mjög góður árangur

Sjúklingarnir fengu ýmist meðferð sem fólst í lyfjagjöf gegn sjúkdómnum eða stofnfrummeðferð. Eftir ársmeðferð hafði aðeins einn sjúklingur úr hópi þeira 52 sem fóru í stofnfrummeðferðina fengið MS-kast, borið saman við 39 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð. Á þriggja ára tímabili eftir meðferðina kom síðan í ljós að þrír sjúklingar sem gengið höfðu í gegnum stofnfrummeðferðina höfðu upplifað MS-köst en 30 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð, 6 prósent borið saman við 60 prósent. Sjúklingarnir sem höfðu fengið stofnfrumuskipti upplifðu þá minnkandi einkenni sjúkdómsins á meðan að einkenni versnuðu hjá þeim sem höfðu fengið lyfjagjöf.

„Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð“

Íslenskur taugalæknir segir um gleðifrétt að ræða

Haukur Hjaltason, dósent við læknadeild og taugalæknir á Landspítala, segir að þekkt sé að stofnfrumumeðferð af þessu tagi, þar sem sjúklingar fá eigin stofnfrumur, hafi verið beitt í völdum tilvikum í allnokkur ár. Árangur hafi verið mismunandi en þó batnandi eftir því sem liðið hefur á og í sumum tilfellum býsna góðum, eins og í tilfelli rannsóknarinnar sem hér er fjallað um. Hann veit ekki til þess að neinn íslenskur sjúklingur hafi farið í slíka meðferð en það sé fagnaðarefni hversu jákvæð útkoma virðist vera af þessum tilraunum. „Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð. Tekist hefur að halda einkennum sjúkdómsins vel niðri með meðferðum sem nú er verið að nota. Þessi stofnfrumumeðferð virðist svo vera mjög kröftug og ég hef ekki séð betri tölur um árangur heldur en er vísað til í þessri frétt. Hingað til hefur stofnfrummeðferð þó verið beitt á valda sjúklinga, þettta er ekki alveg hættulaus meðferð þó að hættan sé, að mér skilst, ekki mikil. Það er mismunandi eftir því hversu mikil einkenni sjúkdómsins eru hvort að þessi meðferð henti sjúklingum. Það er hins vegar gleðifrétt, þegar kemur fram meðferð sem virðist skila svo góðum árangri sem þessi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár