Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Ný al­þjóð­leg rann­sókn sýn­ir mjög já­kvæð­ar nið­ur­stöð­ur. Ís­lensk­ur tauga­lækn­ir seg­ir þetta gleðifrétt.

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum
Gæti þýtt byltingu Stofnfrumumeðferð gegn MS-sjúkdómnum virðist skila mjög góðum árangri. Mynd: Kristinn Magnússon

Niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar benda til þess að stofnfrumumeðferðir geti fært sjúklingum sem glíma við MS-sjúkdóminn verulegan bata. Meðferðirnar geti dregið mjög úr einkennum sjúkdómsins og unnið gegn honum. Læknar sem hafa unnið að rannsókninni segja hana algjöra byltingu.

Greint er frá þessu í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Aðferðin sem um ræðir felur í sér að ónæmiskerfi sjúklinganna er þurrkað út með krabbameinslyfjum. Að því loknu er ónæmiskerfið endurnýjað með nýjum stofnfrumum úr sjúklingunum sjálfum. Ríflega eitthundrað manns með MS-sjúkdóminn tóku þátt í rannsókninni sem fór fram á sjúkrahúsum í Chicago, Sheffield, Uppsala og í Sao Paulo.

Mjög góður árangur

Sjúklingarnir fengu ýmist meðferð sem fólst í lyfjagjöf gegn sjúkdómnum eða stofnfrummeðferð. Eftir ársmeðferð hafði aðeins einn sjúklingur úr hópi þeira 52 sem fóru í stofnfrummeðferðina fengið MS-kast, borið saman við 39 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð. Á þriggja ára tímabili eftir meðferðina kom síðan í ljós að þrír sjúklingar sem gengið höfðu í gegnum stofnfrummeðferðina höfðu upplifað MS-köst en 30 af þeim 50 sem höfðu fengið lyfjameðferð, 6 prósent borið saman við 60 prósent. Sjúklingarnir sem höfðu fengið stofnfrumuskipti upplifðu þá minnkandi einkenni sjúkdómsins á meðan að einkenni versnuðu hjá þeim sem höfðu fengið lyfjagjöf.

„Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð“

Íslenskur taugalæknir segir um gleðifrétt að ræða

Haukur Hjaltason, dósent við læknadeild og taugalæknir á Landspítala, segir að þekkt sé að stofnfrumumeðferð af þessu tagi, þar sem sjúklingar fá eigin stofnfrumur, hafi verið beitt í völdum tilvikum í allnokkur ár. Árangur hafi verið mismunandi en þó batnandi eftir því sem liðið hefur á og í sumum tilfellum býsna góðum, eins og í tilfelli rannsóknarinnar sem hér er fjallað um. Hann veit ekki til þess að neinn íslenskur sjúklingur hafi farið í slíka meðferð en það sé fagnaðarefni hversu jákvæð útkoma virðist vera af þessum tilraunum. „Það hafa orðið heilmiklar framfarir þegar kemur að MS-sjúkdómnum, bæði hvað varðar greiningar og eftirlit en einnig varðandi meðferð. Tekist hefur að halda einkennum sjúkdómsins vel niðri með meðferðum sem nú er verið að nota. Þessi stofnfrumumeðferð virðist svo vera mjög kröftug og ég hef ekki séð betri tölur um árangur heldur en er vísað til í þessri frétt. Hingað til hefur stofnfrummeðferð þó verið beitt á valda sjúklinga, þettta er ekki alveg hættulaus meðferð þó að hættan sé, að mér skilst, ekki mikil. Það er mismunandi eftir því hversu mikil einkenni sjúkdómsins eru hvort að þessi meðferð henti sjúklingum. Það er hins vegar gleðifrétt, þegar kemur fram meðferð sem virðist skila svo góðum árangri sem þessi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu