Barnahús tekur ekki til sín mál þar sem börn hafa farið í óæskilega kynferðislega leiki. Mörkin milli þess sem er kynferðislegur leikur milli barna og þess þegar börn beita önnur börn kynferðisofbeldi geta hins vegar verið óljós. Taka þarf tillit til aldurs eldra barnsins, hvort forsprakki leiksins sé í yfirburðastöðu gagnvart hinu barninu og alvarleika brotsins. Mikilvægt er að foreldrar sýni stillingu og forðist að skamma börn sem segja frá þátttöku í kynferðislegum leikjum.
„Viðbrögð fullorðinna geta farið of langt í báðar áttir,“ segir Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, í samtali við Stundina. „Sumir gera of mikið úr kynferðislega leiknum, kalla hann kynferðisofbeldi og stimpla kannski fimm ára gamalt barn sem geranda. En það er einnig hægt að gera of lítið úr afleiðingum kynferðislegra leikja á börn. Svo þarf að meta hvort um sé að ræða óæskilega kynferðislega hegðun gagnvart jafnaldra …
Athugasemdir