Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir Hauks óskar eftir upplýsingum um hann

Bláókunn­ugt fólk hef­ur sýnt Evu Hauks­dótt­ur, móð­ur Hauks Hilm­ars­son­ar, sam­hug vegna yf­ir­lýs­inga um frá­fall hans í Sýr­landi. Eva bið­ur um hjálp við að kort­leggja ferð­ir hans. Hauk­ur barð­ist gegn Íslamska rík­inu en virð­ist hafa ver­ið felld­ur af tyrk­neska hern­um sem flokk­ar kúr­díska upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi sem hryðju­verka­menn.

Móðir Hauks óskar eftir upplýsingum um hann
Haukur Hilmarsson Barðist með Kúrdum gegn ISIS og innrásarher Tyrkja í norðurhluta Sýrlands, eftir að hafa unnið að hjálparstarfi fyrir hælisleitendur. Mynd: Facebook

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem er saknað í Sýrlandi, biður almenning um að senda sér upplýsingar um ferðir hans og lífsreynslu síðastliðið ár. 

Tilkynnt var af tyrkneskum fréttamönnum og Facebook-síðu alþjóðlega, andfasíska uppreisnarhersins International Freedom Battalion að Haukur hefði látist í árás tyrkneska hersins í Afrin, í Norður-Sýrlandi. 

Eva HauksdóttirVill vita meira um Hauk, son sinn, síðastliðið ár.

Eva segir á bloggsíðu sinni að hún viti ekki um afdrif Hauks. „Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ segir hún. „Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“

Bláókunnugt fólk sýnir samhug

Íslenska utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismann Íslands í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir, að sögn Evu. 

Fjöldi fólks hefur verið í sambandi við Evu vegna málsins til að votta henni samúð sína. „Fjöldi manns hefur haft samband við mig, sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur.“

Eva biður um upplýsingar á netfangið sitt, eva.evahauksdottir@gmail.com. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“

Barðist fyrir hælisleitendur

Haukur hafði áður dvalist í Grikklandi, en tók síðan þátt í baráttunni um frelsun Raqqa, yfirlýstrar höfuðborgar Íslamska ríkisins, samkvæmt frásögn liðsfélaga hans. Hann var sagður hafa leitt herdeild kúrdísk-sýrlenskra uppreisnarmanna gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins. Orrustan, sem nefnd hefur verið Orrustan mikla af Kúrdum, hófst 6. júní 2017 og lauk 17. október með sigri Kúrda, eða YPG, sem og bandamanna þeirra í hinum fjölþjóðlega og fjölmenningarlega lýðræðisher Sýrlands. Svo fór í janúar að Tyrkir, með ákvörðun forsetans Receps Erdogans, lýstu yfir stríði á hendur YPG og flokkuðu þá undir hryðjuverkasamtök sem styddu frelsishreyfingu Kúrda, Kúrdíska verkamannaflokkinn PKK. Umdeild innrás Tyrkja í Sýrland hófst í kjölfarið.

Í vestrænum löndum hefur YPG hins vegar verið sagt einn öflugasti andstæðingur Íslamska ríkisins, sem staðið hefur fyrir hryðjuverkum og morðum í hinum vestræna heimi, sem og í Miðausturlöndum.

Kúrdar hafa barist fyrir svokölluðu Rojava-verkefni í áraraðir, sem snýst um að koma á lýðræðislegu bandalagi Kúrda þvert á þjóðríki, með þeim hætti að samfélög skipuleggi sig sjálf og starfi á flötum grunni. Kúrdar hafa skipulagt sín eigin svæði í Tyrklandi í mörg ár og síðar í Sýrlandi eftir að stríðið hófst.

Í reynd hafa verið starfrækt sjálfsstjórnarríki í Norður-Sýrlandi á vegum Kúrda og bandamanna þeirra undir nafni Rojava. Meðal annars hefur verið sett stjórnarskrá með ákvæðum um réttindi minnihlutahópa og jafnrétti kynjanna, sem og beinu lýðræði. Þar er einnig herskylda við lýði á vegum YPG.

Vakti athygli í Búsáhaldabyltingunni

Haukur vakti athygli í mótmælunum í kjölfar bankahrunsins 2008, meðal annars þegar hann flaggaði Bónusfána á þinghúsinu til að vekja athygli á samkrulli stjórnmála og viðskiptalífs.

„Hann gerir í raun fátt annað en að hjálpa fólki“

Haukur HilmarssonBarðist með kúrdíska uppreisnarhernum YPG.

Þegar hann var handtekinn tveimur vikum síðar safnaðist fjöldi fólks fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu og sýndi honum stuðning. Undanfarin ár hefur hann varið tíma í Grikklandi og aðstoðað flóttafólk sem hefur leitað til Evrópu frá Miðausturlöndum og Afríku. Haukur hefur einnig barist fyrir réttindum hælisleitenda á Íslandi. „Hann gerir í raun fátt annað en að hjálpa fólki og berjast fyrir réttindum þeirra sem standa höllum fæti. Í raun hefur líf hans fyrst og fremst snúist um þetta,“ segir áhyggjufullur vinur Hauks sem Stundin ræddi við.

Á meðal þeirra sem Haukur hefur hjálpað eru Paul Ramses og Rosemary Atieno sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum sínum, þeim Fídel Smára og Rebekku Chelsea. Þegar til stóð að senda Ramses til Ítalíu árið 2008 án þess að umsókn hans um hæli hefði verið tekin til efnismeðferðar á Íslandi brutu þeir Haukur Hilmarsson og Jason Thomas Slade sér leið inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvuðu tímabundið flugvélina sem átti að ferja Ramses. Málinu lyktaði þannig að dómsmálaráðuneytið dró brottvísun Ramses til baka og gerði honum kleift að koma aftur til landsins. „Þeir voru að berjast fyrir réttlæti og mér fannst þeir vera með ljónshjörtu, vegna þess að á þessum tíma virtist enginn nenna að hlusta. Þannig að ég hef alltaf verið þeim mjög þakklátur fyrir að hafa staðið fyrir það sem þeir töldu rétt,“ sagði Paul Ramses í viðtali við DV árið 2013 og bætti við að með þessu hefðu Haukur og Jason bjargað lífi hans, án þess þó að hafa nokkurn tímann þekkt hann.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár