Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Brynj­ar Ní­els­son greiddi at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu sem lögð var fram vegna þess að ráð­herra skip­aði með­al ann­ars eig­in­konu hans sem dóm­ara með ólög­leg­um hætti.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töldu sig vanhæf til að taka þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um skipun Landsréttardómara á Alþingi vegna tengsla við umsækjendur um dómaraembætti. Hins vegar tóku þau þátt í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra í kvöld, en tillagan var lögð fram vegna framgöngu ráðherra við skipun Landsréttardómara. 

Brynjar Níelsson er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur, en Sigríður Andersen ákvað að skipa hana sem dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hæfnisnefnd hefði ekki metið hana sem eina af 15 hæfustu umsækjendunum. Í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til Hæstaréttar þar sem farið er fram á að Arnfríður víki sæti í dómsmáli vegna þess að hún hafi verið skipuð dómari með ólögmætum hætti er spurt hvers vegna Sigríði var svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara. „Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerðinni. 

Nokkrum vikum eftir að Sigríður Andersen hafði skipað eiginkonu Brynjars dómara með ólöglegum hætti ákvað Brynjar að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Við þetta varð Sigríður eini kvenkyns oddviti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum 2017 og þannig líklegri en ella til að sitja áfram á ráðherrastóli ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í ríkisstjórn.

Svandís er fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Ástráðs Haraldssonar. Ástráður var á meðal hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati hæfnisnefndarinnar, en Sigríður Andersen gekk engu að síður framhjá honum við skipun dómara án fullnægjandi rannsóknar og rökstuðnings. Í kjölfarið höfðaði Ástráður mál gegn ríkinu og voru honum dæmdar miskabætur í Hæstarétti vegna ólöglegrar embættisfærslu ráðherra. Í umræðunum um Landsréttarmálið og stöðu dómsmálaráðherra á Alþingi í kvöld vék Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, sérstaklega að því hvernig gengið var framhjá Ástráði við skipun dómara og velti því upp hvort það hefði verið gert vegna stjórnmálaskoðana hans.

Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir tóku ekki til máls í umræðunum um vantrauststillöguna gegn dómsmálaráðherra í kvöld en greiddu bæði atkvæði gegn tillögunni. Kjarninn greindi frá því í dag að Brynjar og Svandís ætluðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þrátt fyrir að hafa áður talið rétt að stíga til hliðar þegar skipun Landsréttardómara var til umfjöllunar á Alþingi. Haft var eftir Brynjari að hann hygðist kjósa eftir sinni bestu sann­fær­ingu. „Ann­ars hef ég bara ekk­ert velt því fyrir mér, þetta er bara nýkomið en svona fljótt á litið fynd­ist mér annað frá­leitt.“ Svan­dís sagðist einnig ætla að taka þátt í atkvæða­greiðsl­unni. „Þetta varðar ekki skipan dóm­ara í Lands­rétt heldur van­traust á ráð­herra í rík­is­stjórn sem ég á sæti í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár