Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Brynj­ar Ní­els­son greiddi at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu sem lögð var fram vegna þess að ráð­herra skip­aði með­al ann­ars eig­in­konu hans sem dóm­ara með ólög­leg­um hætti.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töldu sig vanhæf til að taka þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um skipun Landsréttardómara á Alþingi vegna tengsla við umsækjendur um dómaraembætti. Hins vegar tóku þau þátt í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra í kvöld, en tillagan var lögð fram vegna framgöngu ráðherra við skipun Landsréttardómara. 

Brynjar Níelsson er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur, en Sigríður Andersen ákvað að skipa hana sem dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hæfnisnefnd hefði ekki metið hana sem eina af 15 hæfustu umsækjendunum. Í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til Hæstaréttar þar sem farið er fram á að Arnfríður víki sæti í dómsmáli vegna þess að hún hafi verið skipuð dómari með ólögmætum hætti er spurt hvers vegna Sigríði var svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara. „Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerðinni. 

Nokkrum vikum eftir að Sigríður Andersen hafði skipað eiginkonu Brynjars dómara með ólöglegum hætti ákvað Brynjar að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Við þetta varð Sigríður eini kvenkyns oddviti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum 2017 og þannig líklegri en ella til að sitja áfram á ráðherrastóli ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í ríkisstjórn.

Svandís er fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Ástráðs Haraldssonar. Ástráður var á meðal hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati hæfnisnefndarinnar, en Sigríður Andersen gekk engu að síður framhjá honum við skipun dómara án fullnægjandi rannsóknar og rökstuðnings. Í kjölfarið höfðaði Ástráður mál gegn ríkinu og voru honum dæmdar miskabætur í Hæstarétti vegna ólöglegrar embættisfærslu ráðherra. Í umræðunum um Landsréttarmálið og stöðu dómsmálaráðherra á Alþingi í kvöld vék Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, sérstaklega að því hvernig gengið var framhjá Ástráði við skipun dómara og velti því upp hvort það hefði verið gert vegna stjórnmálaskoðana hans.

Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir tóku ekki til máls í umræðunum um vantrauststillöguna gegn dómsmálaráðherra í kvöld en greiddu bæði atkvæði gegn tillögunni. Kjarninn greindi frá því í dag að Brynjar og Svandís ætluðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þrátt fyrir að hafa áður talið rétt að stíga til hliðar þegar skipun Landsréttardómara var til umfjöllunar á Alþingi. Haft var eftir Brynjari að hann hygðist kjósa eftir sinni bestu sann­fær­ingu. „Ann­ars hef ég bara ekk­ert velt því fyrir mér, þetta er bara nýkomið en svona fljótt á litið fynd­ist mér annað frá­leitt.“ Svan­dís sagðist einnig ætla að taka þátt í atkvæða­greiðsl­unni. „Þetta varðar ekki skipan dóm­ara í Lands­rétt heldur van­traust á ráð­herra í rík­is­stjórn sem ég á sæti í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár