Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Brynj­ar Ní­els­son greiddi at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu sem lögð var fram vegna þess að ráð­herra skip­aði með­al ann­ars eig­in­konu hans sem dóm­ara með ólög­leg­um hætti.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töldu sig vanhæf til að taka þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um skipun Landsréttardómara á Alþingi vegna tengsla við umsækjendur um dómaraembætti. Hins vegar tóku þau þátt í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra í kvöld, en tillagan var lögð fram vegna framgöngu ráðherra við skipun Landsréttardómara. 

Brynjar Níelsson er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur, en Sigríður Andersen ákvað að skipa hana sem dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hæfnisnefnd hefði ekki metið hana sem eina af 15 hæfustu umsækjendunum. Í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til Hæstaréttar þar sem farið er fram á að Arnfríður víki sæti í dómsmáli vegna þess að hún hafi verið skipuð dómari með ólögmætum hætti er spurt hvers vegna Sigríði var svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara. „Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerðinni. 

Nokkrum vikum eftir að Sigríður Andersen hafði skipað eiginkonu Brynjars dómara með ólöglegum hætti ákvað Brynjar að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Við þetta varð Sigríður eini kvenkyns oddviti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum 2017 og þannig líklegri en ella til að sitja áfram á ráðherrastóli ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í ríkisstjórn.

Svandís er fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Ástráðs Haraldssonar. Ástráður var á meðal hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati hæfnisnefndarinnar, en Sigríður Andersen gekk engu að síður framhjá honum við skipun dómara án fullnægjandi rannsóknar og rökstuðnings. Í kjölfarið höfðaði Ástráður mál gegn ríkinu og voru honum dæmdar miskabætur í Hæstarétti vegna ólöglegrar embættisfærslu ráðherra. Í umræðunum um Landsréttarmálið og stöðu dómsmálaráðherra á Alþingi í kvöld vék Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, sérstaklega að því hvernig gengið var framhjá Ástráði við skipun dómara og velti því upp hvort það hefði verið gert vegna stjórnmálaskoðana hans.

Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir tóku ekki til máls í umræðunum um vantrauststillöguna gegn dómsmálaráðherra í kvöld en greiddu bæði atkvæði gegn tillögunni. Kjarninn greindi frá því í dag að Brynjar og Svandís ætluðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þrátt fyrir að hafa áður talið rétt að stíga til hliðar þegar skipun Landsréttardómara var til umfjöllunar á Alþingi. Haft var eftir Brynjari að hann hygðist kjósa eftir sinni bestu sann­fær­ingu. „Ann­ars hef ég bara ekk­ert velt því fyrir mér, þetta er bara nýkomið en svona fljótt á litið fynd­ist mér annað frá­leitt.“ Svan­dís sagðist einnig ætla að taka þátt í atkvæða­greiðsl­unni. „Þetta varðar ekki skipan dóm­ara í Lands­rétt heldur van­traust á ráð­herra í rík­is­stjórn sem ég á sæti í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár