Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ung vinstri græn hvetja þingmenn VG til að kjósa með vantrausti

„Það er ótækt að Sig­ríð­ur skuli gegna embætti dóms­mála­ráð­herra,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu ung­l­iða­hreyf­ing­ar Vinstri grænna sem styð­ur van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

Ung vinstri græn hvetja þingmenn VG til að kjósa með vantrausti
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra braut lög, samkvæmt Hæstarétti, en sagðist í ræðu sinni í dag hafa fylgt lagabókstafnum eftir í öllu. Mynd: Pressphotos

Ung vinstri græn styðja vantrauststillögu þingmanna Samfylkingar og Pírata á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og hvetja þingmenn Vinstri grænna til að kjósa með henni. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu félagsins í kvöld.

„Það er ótækt að Sigríður skuli gegna embætti dómsmálaráðherra eftir að hafa brotið lög um skipun dómara í Landsrétt, þar sem hún íhlutaðist í lista valnefndar án þess að hafa haldbæran rökstuðning til,“ segir í tilkynningunni. „Dómsmálaráðherra braut lög sem eiga að koma í veg fyrir að spilling ráði för við skipan dómara. Það er ólíðandi að vinnubrögð af hendi ráðamanns í lýðræðissamfélagi sem bera vott um spillingu hafi engar afleiðingar í för með sér þrátt fyrir dómsúrskurð um að vinnubrögðin hafi brotið í bága við lög. Ef slík lög hafa engin áhrif, er íslenska dómskerfið ekki í stakk búið til þess að taka á spillingu.“

Að minnsta kosti fjórir þingmenn VG, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, hafa lýst yfir trausti á dómsmálaráðherra. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í desember að hún hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt.

„Í ljósi þess er eðlileg krafa að Sigríður Á. Andersen víki af þingi og að skipaður verði nýr dómsmálaráðherra,“ segir að lokum. „Það er einnig mikilvægur liður í því að auka traust almennings á Alþingi. Vinstri græn hafa ávallt tekið afstöðu gegn vinnubrögðum sem þessum og því hvetjum við þingmenn VG sem og aðra þingmenn til þess að standa með sinni sannfæringu, taka afstöðu gegn spillingu og styðja vantrauststillöguna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár