Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, varar við harkalegum viðbrögðum múslima verði frumvarp um bann við umskurði að lögum. Í umræðum á Alþingi um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur í dag sagði Birgir að málið muni vaka mikla neikvæða athygli erlendis, skaða samskiptin við Ísrael og gera Íslandi erfiðara að taka á móti flóttamönnum af íslamstrú.
„Verði frumvarpið samþykkt má segja að Alþingi, elsta þjóðþing veraldar, hafi ákveðið að tala niður, banna og glæpavæða einn helsta helgisið veraldar,“ sagði Birgir. „Ég tel að viðbrögðin erlendis frá muni verða stærri og meiri en við gerum okkur grein fyrir.“
„Múhameðstrúarmenn eru þekktir fyrir harkaleg viðbrögð telji þeir að vegið sé að trú þeirra.“
Birgir taldi að málið muni vera ósanngjarnt gagnvart gyðingum, múslimum og hluta kristinna manna. „Múhameð spámaður var umskorinn,“ sagði Birgir. „Múhameðstrúarmenn eru þekktir fyrir harkaleg viðbrögð telji þeir að vegið sé að trú þeirra. Þekkt eru þau miklu áhrif sem teikningar þær …
Athugasemdir