Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja segja fjár­magn­s­tekju­skatt­inn íþyngj­andi og gagn­rýna hækk­un­ina sem tók gildi um ára­mót­in.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Viðskiptaráð, hagsmunasamtök fjölda íslenskra fyrirtækja, biðlar til stjórnvalda um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum með breytingum á stofni fjármagnstekjuskatts. Samtökin fagna endurskoðun sem boðuð hefur verið í þessum efnum en gagnrýna hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósentum í 22 prósent sem tók gildi um áramótin.

Umrædd hækkun hefur að langmestu leyti lagst á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósent fjölskyldna.

„Samhljómur er um að þeir sem ekki hafa tekjur, t.d. atvinnulausir, greiði ekki tekjuskatt og að fyrirtæki í taprekstri greiði sömuleiðis ekki tekjuskatt. Hvers vegna ætti annað að gilda um fjármagnstekjur þegar verðbólga étur upp sparnað landsmanna?“ segir í pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs.

Fram kemur að fjármagnstekjuskatturinn sé „meira íþyngjandi en virðist í fyrstu“ enda leggist hann þungt á raunávöxtun.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður á kjörtímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað eins og til standi að breyta stofninum þannig hann miðist við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar. Sá háttur er hvergi hafður á í nágrannalöndunum þar sem fjármagnstekjuskattur er talsvert hærri en á Íslandi en verðstöðugleiki meiri.

Til fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, en fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur á Íslandi og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. 

Áætlað er að hækkunin sem tók gildi um áramótin skili samtals 2,6 milljarða tekjum í ríkissjóð. Samhliða hækkun skatthlutfallsins var frítekjumark vaxtatekna hækkað úr 125 þúsund krónum upp í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið hafa langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki þurft að taka á sig þyngri byrðar við hækkun skatthlutfallsins. 

Hér að neðan má sjá hvernig skattahækkunin dreifist á tekjutíundir. Ef miðað við staðtölur ríkisskattstjóra má gera ráð fyrir að langstærstur hluti skattahækkunarinnar sem leggst á tekjuhæstu 10 prósentin verði greiddur af ríkasta eina prósenti landsmanna. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár