Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja segja fjár­magn­s­tekju­skatt­inn íþyngj­andi og gagn­rýna hækk­un­ina sem tók gildi um ára­mót­in.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Viðskiptaráð, hagsmunasamtök fjölda íslenskra fyrirtækja, biðlar til stjórnvalda um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum með breytingum á stofni fjármagnstekjuskatts. Samtökin fagna endurskoðun sem boðuð hefur verið í þessum efnum en gagnrýna hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósentum í 22 prósent sem tók gildi um áramótin.

Umrædd hækkun hefur að langmestu leyti lagst á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósent fjölskyldna.

„Samhljómur er um að þeir sem ekki hafa tekjur, t.d. atvinnulausir, greiði ekki tekjuskatt og að fyrirtæki í taprekstri greiði sömuleiðis ekki tekjuskatt. Hvers vegna ætti annað að gilda um fjármagnstekjur þegar verðbólga étur upp sparnað landsmanna?“ segir í pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs.

Fram kemur að fjármagnstekjuskatturinn sé „meira íþyngjandi en virðist í fyrstu“ enda leggist hann þungt á raunávöxtun.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður á kjörtímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað eins og til standi að breyta stofninum þannig hann miðist við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar. Sá háttur er hvergi hafður á í nágrannalöndunum þar sem fjármagnstekjuskattur er talsvert hærri en á Íslandi en verðstöðugleiki meiri.

Til fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, en fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur á Íslandi og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. 

Áætlað er að hækkunin sem tók gildi um áramótin skili samtals 2,6 milljarða tekjum í ríkissjóð. Samhliða hækkun skatthlutfallsins var frítekjumark vaxtatekna hækkað úr 125 þúsund krónum upp í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið hafa langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki þurft að taka á sig þyngri byrðar við hækkun skatthlutfallsins. 

Hér að neðan má sjá hvernig skattahækkunin dreifist á tekjutíundir. Ef miðað við staðtölur ríkisskattstjóra má gera ráð fyrir að langstærstur hluti skattahækkunarinnar sem leggst á tekjuhæstu 10 prósentin verði greiddur af ríkasta eina prósenti landsmanna. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár