Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja segja fjár­magn­s­tekju­skatt­inn íþyngj­andi og gagn­rýna hækk­un­ina sem tók gildi um ára­mót­in.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Viðskiptaráð, hagsmunasamtök fjölda íslenskra fyrirtækja, biðlar til stjórnvalda um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum með breytingum á stofni fjármagnstekjuskatts. Samtökin fagna endurskoðun sem boðuð hefur verið í þessum efnum en gagnrýna hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósentum í 22 prósent sem tók gildi um áramótin.

Umrædd hækkun hefur að langmestu leyti lagst á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósent fjölskyldna.

„Samhljómur er um að þeir sem ekki hafa tekjur, t.d. atvinnulausir, greiði ekki tekjuskatt og að fyrirtæki í taprekstri greiði sömuleiðis ekki tekjuskatt. Hvers vegna ætti annað að gilda um fjármagnstekjur þegar verðbólga étur upp sparnað landsmanna?“ segir í pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs.

Fram kemur að fjármagnstekjuskatturinn sé „meira íþyngjandi en virðist í fyrstu“ enda leggist hann þungt á raunávöxtun.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður á kjörtímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað eins og til standi að breyta stofninum þannig hann miðist við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar. Sá háttur er hvergi hafður á í nágrannalöndunum þar sem fjármagnstekjuskattur er talsvert hærri en á Íslandi en verðstöðugleiki meiri.

Til fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, en fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur á Íslandi og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. 

Áætlað er að hækkunin sem tók gildi um áramótin skili samtals 2,6 milljarða tekjum í ríkissjóð. Samhliða hækkun skatthlutfallsins var frítekjumark vaxtatekna hækkað úr 125 þúsund krónum upp í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið hafa langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki þurft að taka á sig þyngri byrðar við hækkun skatthlutfallsins. 

Hér að neðan má sjá hvernig skattahækkunin dreifist á tekjutíundir. Ef miðað við staðtölur ríkisskattstjóra má gera ráð fyrir að langstærstur hluti skattahækkunarinnar sem leggst á tekjuhæstu 10 prósentin verði greiddur af ríkasta eina prósenti landsmanna. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár