Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja segja fjár­magn­s­tekju­skatt­inn íþyngj­andi og gagn­rýna hækk­un­ina sem tók gildi um ára­mót­in.

Viðskiptaráð vill að löggjafinn verji fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum

Viðskiptaráð, hagsmunasamtök fjölda íslenskra fyrirtækja, biðlar til stjórnvalda um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum með breytingum á stofni fjármagnstekjuskatts. Samtökin fagna endurskoðun sem boðuð hefur verið í þessum efnum en gagnrýna hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósentum í 22 prósent sem tók gildi um áramótin.

Umrædd hækkun hefur að langmestu leyti lagst á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósent fjölskyldna.

„Samhljómur er um að þeir sem ekki hafa tekjur, t.d. atvinnulausir, greiði ekki tekjuskatt og að fyrirtæki í taprekstri greiði sömuleiðis ekki tekjuskatt. Hvers vegna ætti annað að gilda um fjármagnstekjur þegar verðbólga étur upp sparnað landsmanna?“ segir í pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs.

Fram kemur að fjármagnstekjuskatturinn sé „meira íþyngjandi en virðist í fyrstu“ enda leggist hann þungt á raunávöxtun.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður á kjörtímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað eins og til standi að breyta stofninum þannig hann miðist við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar. Sá háttur er hvergi hafður á í nágrannalöndunum þar sem fjármagnstekjuskattur er talsvert hærri en á Íslandi en verðstöðugleiki meiri.

Til fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, en fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur á Íslandi og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. 

Áætlað er að hækkunin sem tók gildi um áramótin skili samtals 2,6 milljarða tekjum í ríkissjóð. Samhliða hækkun skatthlutfallsins var frítekjumark vaxtatekna hækkað úr 125 þúsund krónum upp í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið hafa langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki þurft að taka á sig þyngri byrðar við hækkun skatthlutfallsins. 

Hér að neðan má sjá hvernig skattahækkunin dreifist á tekjutíundir. Ef miðað við staðtölur ríkisskattstjóra má gera ráð fyrir að langstærstur hluti skattahækkunarinnar sem leggst á tekjuhæstu 10 prósentin verði greiddur af ríkasta eina prósenti landsmanna. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár