Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna

Tekju­hæsta 1 pró­sent Ís­lend­inga sank­ar að sér æ stærri hlut­deild af heild­ar­fjármagn­s­tekj­um lands­manna í góðær­inu. Þessi fjár­sterki hóp­ur nýt­ur góðs af því að fjár­magn­s­tekj­ur eru skatt­lagð­ar minna en al­menn­ar launa­tekj­ur á Ís­landi og miklu minna en tíðk­ast í flest­um ríkj­um OECD.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna
Góðærisstemning í Kauphöllinni Undanfarin fjögur ár hafa einkennst af miklum uppgangi í efnahagslífinu. Hér má sjá forstjóra fasteignafélagsins Eikar hringja félagið inn í Kauphöll Íslands. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Tekjuhæsta 1 prósent Íslendinga hefur stóraukið hlutdeild sína í heildarfjármagnstekjum landsmanna frá 2012. Árið 2012 runnu 34 prósent af öllum fjármagnstekjum hjóna og sambúðarfólks á Íslandi til tekjuhæsta eina prósentsins, en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 45 prósent. 

Sams konar aukning kemur í ljós þegar fjármagnstekjur tekjuhæstu 10 prósentanna eru skoðaðar. Árið 2012 tók þessi hópur til sín 57,5 prósent fjármagnstekna, en árið 2016 runnu 71,5 prósent teknanna tekjuhæsta hópnum í hlut. Þetta er niðurstaðan þegar rýnt er í staðtölur ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga og hjóna.

Þessir fjársterku hópar njóta þeirra forréttinda á Íslandi að fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. Sú verður áfram raunin, jafnvel þótt áform nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um 2 prósentustiga hækkun fjármagnstekjuskatts verði að veruleika. Að sama skapi er hámarksálagning tekjuskatts á tekjuhæstu launþega minni á Íslandi en í flestum nágrannalöndunum. Ný ríkisstjórn hefur ekki boðað neinar breytingar á því.

„Raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður“

 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hins vegar boðuð endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskattsins, en þar liggur engin útfærsla fyrir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó gefið í skyn að fyrirhugaðar breytingar miði að því að skattleggja raunávöxtun frekar en nafnávöxtun og verja þannig fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi hans fyrir árið 2018 segir í greinargerð að „skattstofn fjármagnstekjuskatts [verði] tekinn til endurskoðunar, með það fyrir augum að raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður og alþjóðlegur samanburður [verði] um leið auðveldari“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár