Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Þrota­bú Glitn­is, Glitn­ir HoldCo, áfrýj­aði í dag dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur í lög­banns­mál­inu gegn Stund­inni og Reykja­vík Media. Í dómi Hér­aða­dóms sagði með­al ann­ars að lög­bann á um­fjöll­un um við­skipti vald­hafa hafi ver­ið á skjön við lýð­ræð­is­hefð­ir og grunn­gildi tján­ing­ar­frels­is.

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Glitnir HoldCo áfrýjaði í dag til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Ólafur Eiríksson, lögmaður þrotabús Glitnis, staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag.  Lögbannið verður þannig áfram í gildi á meðan málið er rekið á næsta dómstigi.

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þann 2. febrúar síðastliðinn öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu, en þrotabúið krafðist þess að lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning fjölmiðlanna í október yrði staðfest með dómi og að fjölmiðlunum yrði gert að að afhenda Glitni gögn sem þeir hafa undir höndum eða afrit af þeim. Glitnir HoldCo fékk þá þrjár vikur til þess að áfrýja málinu og var ljóst að lögbannið yrði enn í gildi, þrátt fyrir dóm Héraðsdóms, á meðan sá frestur leið undir lok. Ekki er enn komin reynsla á málsmeðferðartíma hjá Landsrétti og því óljóst hvenær niðurstöðu verður að vænta þaðan eða hve lengi lögbannið verður áfram í gildi. Niðurstöðu Landsréttar er síðan hægt að áfrýja til Hæstaréttar. 

Málið varðar umfjöllun sem birtist á vef og blaði Stundarinnar dagana 6. til 16. október síðastliðinn og unnin var í samstarfi við breska dagblaðið The Guardian og Reykjavik Media. Um var að ræða ítarlegar fréttaskýringar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008. Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun. Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. 

Í dómi héraðsdóms segir meðal annars: „Óumdeilt er að þungamiðja þeirrar umfjöllunar voru þátttaka þáverandi forsætisráðherra í ýmsum viðskiptum sem og einstaklinga og lögaðila sem tengdust honum. Lutu upplýsingarnar sem greint var frá í umfjölluninni fyrst og fremst að fjárhagsmálefnum þeirra og innbyrðis samskiptum sem og samskiptum við bankann, Glitni hf.“

Hér má lesa dóm Héraðsdóms í heild.

 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár