Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Þrota­bú Glitn­is, Glitn­ir HoldCo, áfrýj­aði í dag dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur í lög­banns­mál­inu gegn Stund­inni og Reykja­vík Media. Í dómi Hér­aða­dóms sagði með­al ann­ars að lög­bann á um­fjöll­un um við­skipti vald­hafa hafi ver­ið á skjön við lýð­ræð­is­hefð­ir og grunn­gildi tján­ing­ar­frels­is.

Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu

Glitnir HoldCo áfrýjaði í dag til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Ólafur Eiríksson, lögmaður þrotabús Glitnis, staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag.  Lögbannið verður þannig áfram í gildi á meðan málið er rekið á næsta dómstigi.

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þann 2. febrúar síðastliðinn öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu, en þrotabúið krafðist þess að lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning fjölmiðlanna í október yrði staðfest með dómi og að fjölmiðlunum yrði gert að að afhenda Glitni gögn sem þeir hafa undir höndum eða afrit af þeim. Glitnir HoldCo fékk þá þrjár vikur til þess að áfrýja málinu og var ljóst að lögbannið yrði enn í gildi, þrátt fyrir dóm Héraðsdóms, á meðan sá frestur leið undir lok. Ekki er enn komin reynsla á málsmeðferðartíma hjá Landsrétti og því óljóst hvenær niðurstöðu verður að vænta þaðan eða hve lengi lögbannið verður áfram í gildi. Niðurstöðu Landsréttar er síðan hægt að áfrýja til Hæstaréttar. 

Málið varðar umfjöllun sem birtist á vef og blaði Stundarinnar dagana 6. til 16. október síðastliðinn og unnin var í samstarfi við breska dagblaðið The Guardian og Reykjavik Media. Um var að ræða ítarlegar fréttaskýringar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008. Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun. Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. 

Í dómi héraðsdóms segir meðal annars: „Óumdeilt er að þungamiðja þeirrar umfjöllunar voru þátttaka þáverandi forsætisráðherra í ýmsum viðskiptum sem og einstaklinga og lögaðila sem tengdust honum. Lutu upplýsingarnar sem greint var frá í umfjölluninni fyrst og fremst að fjárhagsmálefnum þeirra og innbyrðis samskiptum sem og samskiptum við bankann, Glitni hf.“

Hér má lesa dóm Héraðsdóms í heild.

 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár