Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hann hafi hætt að vinna hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu GAMMA árið 2014 og hafi ekki gert það síðan. Hagfræðingurinn hélt erindi um leigufélög á Íslandi á ráðstefnu á vegum stærsta leigufélags landsins, Heimavalla, fyrr í dag. GAMMA rekur eitt stærsta leigufélag landsins, Almenna leigufélagið.
Fjallað var um erindi Ásgeirs í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, og var ekki tekið fram að hann væri fyrrverandi efnahagsráðgjafi GAMMA. „Ég hef ekki komið nálægt GAMMA síðan 2014. Ég er bara dósent við HÍ og er ekki samningsbundinn hjá neinum sem efnahagsráðgjafi í dag,“ segir Ásgeir en í kjölfarið varð hann efnahagsráðgjafi Virðingar sem síðar rann inn í Kviku. „Ég hef ekkert komið nálægt Kvikunni,“ segir Ásgeir.
Bæði Heimavellir og GAMMA, eða Almenna leigufélag GAMMA, verða skráð á markað á þessu ári og má ætla að núverandi hluthafar fyrirtækjanna muni hagnast vel á þeim viðskiptum líkt …
Athugasemdir