Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski: „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fylgdist með Henry Kissinger óskaði eftir upplýsingum um Sævar Ciesielski og hvarf Guðmundar Einarssonar.

Bandarískur sendiráðsfulltrúi lýsti áhyggjum af meðferð íslenskra stjórnvalda á Sævari Marínó Ciesielski á fundi með Einari Ágústssyni, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, þann 22. júlí 1976. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi fylgdist grannt með framvindunni í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í ljósi þess að faðir Sævars Ciesielskis var Bandaríkjamaður; en það sem meira er, Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, veitti málinu sérstaka athygli og óskaði eftir ítarupplýsingum um Sævar og Guðmundar- og Geirfinnsmál frá bandaríska sendiráðinu. „Hvað er það að mati sendiráðsins sem gerir þetta mál svona pólitískt viðkvæmt?“ spyr Kissinger í pósti til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þann 15. júlí 1976 meðan Sævar sat í gæsluvarðhaldi.

Frá sjónarhóli BandaríkjannaSkjöl frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig sendiráðsfulltrúum blöskraði meðferðin á Sævari Ciesielski.

Þetta kemur fram í gögnum frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem börn Sævars Ciesielski hafa fengið aðgang að á grundvelli bandarískra upplýsingalaga og deilt með Stundinni. Bréfaskipti milli utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi sýna meðal annars að fulltrúar Bandaríkjanna töldu að Sævari Ciesielski væri haldið í jafn langri og kirfilegri einangrunarvist og raun ber vitni vegna þess að Guðmundar- og Geirfinnsmál væru pólitískt viðkvæm á Íslandi. Fram kemur að fulltrúar bandaríska sendiráðsins hafi lýst undrun sinni á því við íslensk stjórnvöld að „á Íslandi þyrftu menn að sæta meðferð sem hvergi tíðkaðist nema í löndum sem ekki búa við vestrænar hefðir á sviði laga og réttar“. 

Kissinger bað um ítarlegri upplýsingar

Þann 30. janúar 1976 skrifaði Vilmundur Gylfason, þá menntaskólakennari og blaðamaður, grein í Vísi þar sem hann sakaði Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um að hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn Geirfinnsmálsins. Voru uppi kenningar um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins tengdust hvarfi Geirfinns í tengslum við smygl á spíra, og að þeir nytu verndar Framsóknarflokksins vegna styrkveitinga til flokksins. 

Vikið er að þessum ásökunum í bréfi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi til bandaríska utanríkisráðuneytisins þann 7. júlí 1976. „Þetta umfangsmikla mál er viðkvæmt á Íslandi vegna pólitískra afleiðinga þess, en því hefur verið haldið fram í dagblaði að dómsmálaráðuneytið (og jafnvel dómsmálaráðherra sjálfur) hafi hylmt yfir misgjörðir styrktaraðila flokksins,“ segir í bréfinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár