Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski: „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fylgdist með Henry Kissinger óskaði eftir upplýsingum um Sævar Ciesielski og hvarf Guðmundar Einarssonar.

Bandarískur sendiráðsfulltrúi lýsti áhyggjum af meðferð íslenskra stjórnvalda á Sævari Marínó Ciesielski á fundi með Einari Ágústssyni, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, þann 22. júlí 1976. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi fylgdist grannt með framvindunni í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í ljósi þess að faðir Sævars Ciesielskis var Bandaríkjamaður; en það sem meira er, Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, veitti málinu sérstaka athygli og óskaði eftir ítarupplýsingum um Sævar og Guðmundar- og Geirfinnsmál frá bandaríska sendiráðinu. „Hvað er það að mati sendiráðsins sem gerir þetta mál svona pólitískt viðkvæmt?“ spyr Kissinger í pósti til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þann 15. júlí 1976 meðan Sævar sat í gæsluvarðhaldi.

Frá sjónarhóli BandaríkjannaSkjöl frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig sendiráðsfulltrúum blöskraði meðferðin á Sævari Ciesielski.

Þetta kemur fram í gögnum frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem börn Sævars Ciesielski hafa fengið aðgang að á grundvelli bandarískra upplýsingalaga og deilt með Stundinni. Bréfaskipti milli utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi sýna meðal annars að fulltrúar Bandaríkjanna töldu að Sævari Ciesielski væri haldið í jafn langri og kirfilegri einangrunarvist og raun ber vitni vegna þess að Guðmundar- og Geirfinnsmál væru pólitískt viðkvæm á Íslandi. Fram kemur að fulltrúar bandaríska sendiráðsins hafi lýst undrun sinni á því við íslensk stjórnvöld að „á Íslandi þyrftu menn að sæta meðferð sem hvergi tíðkaðist nema í löndum sem ekki búa við vestrænar hefðir á sviði laga og réttar“. 

Kissinger bað um ítarlegri upplýsingar

Þann 30. janúar 1976 skrifaði Vilmundur Gylfason, þá menntaskólakennari og blaðamaður, grein í Vísi þar sem hann sakaði Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um að hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn Geirfinnsmálsins. Voru uppi kenningar um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins tengdust hvarfi Geirfinns í tengslum við smygl á spíra, og að þeir nytu verndar Framsóknarflokksins vegna styrkveitinga til flokksins. 

Vikið er að þessum ásökunum í bréfi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi til bandaríska utanríkisráðuneytisins þann 7. júlí 1976. „Þetta umfangsmikla mál er viðkvæmt á Íslandi vegna pólitískra afleiðinga þess, en því hefur verið haldið fram í dagblaði að dómsmálaráðuneytið (og jafnvel dómsmálaráðherra sjálfur) hafi hylmt yfir misgjörðir styrktaraðila flokksins,“ segir í bréfinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár