Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski: „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fylgdist með Henry Kissinger óskaði eftir upplýsingum um Sævar Ciesielski og hvarf Guðmundar Einarssonar.

Bandarískur sendiráðsfulltrúi lýsti áhyggjum af meðferð íslenskra stjórnvalda á Sævari Marínó Ciesielski á fundi með Einari Ágústssyni, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, þann 22. júlí 1976. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi fylgdist grannt með framvindunni í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í ljósi þess að faðir Sævars Ciesielskis var Bandaríkjamaður; en það sem meira er, Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, veitti málinu sérstaka athygli og óskaði eftir ítarupplýsingum um Sævar og Guðmundar- og Geirfinnsmál frá bandaríska sendiráðinu. „Hvað er það að mati sendiráðsins sem gerir þetta mál svona pólitískt viðkvæmt?“ spyr Kissinger í pósti til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þann 15. júlí 1976 meðan Sævar sat í gæsluvarðhaldi.

Frá sjónarhóli BandaríkjannaSkjöl frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig sendiráðsfulltrúum blöskraði meðferðin á Sævari Ciesielski.

Þetta kemur fram í gögnum frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem börn Sævars Ciesielski hafa fengið aðgang að á grundvelli bandarískra upplýsingalaga og deilt með Stundinni. Bréfaskipti milli utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi sýna meðal annars að fulltrúar Bandaríkjanna töldu að Sævari Ciesielski væri haldið í jafn langri og kirfilegri einangrunarvist og raun ber vitni vegna þess að Guðmundar- og Geirfinnsmál væru pólitískt viðkvæm á Íslandi. Fram kemur að fulltrúar bandaríska sendiráðsins hafi lýst undrun sinni á því við íslensk stjórnvöld að „á Íslandi þyrftu menn að sæta meðferð sem hvergi tíðkaðist nema í löndum sem ekki búa við vestrænar hefðir á sviði laga og réttar“. 

Kissinger bað um ítarlegri upplýsingar

Þann 30. janúar 1976 skrifaði Vilmundur Gylfason, þá menntaskólakennari og blaðamaður, grein í Vísi þar sem hann sakaði Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um að hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn Geirfinnsmálsins. Voru uppi kenningar um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins tengdust hvarfi Geirfinns í tengslum við smygl á spíra, og að þeir nytu verndar Framsóknarflokksins vegna styrkveitinga til flokksins. 

Vikið er að þessum ásökunum í bréfi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi til bandaríska utanríkisráðuneytisins þann 7. júlí 1976. „Þetta umfangsmikla mál er viðkvæmt á Íslandi vegna pólitískra afleiðinga þess, en því hefur verið haldið fram í dagblaði að dómsmálaráðuneytið (og jafnvel dómsmálaráðherra sjálfur) hafi hylmt yfir misgjörðir styrktaraðila flokksins,“ segir í bréfinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár