„Þetta er ekki eitthvað sem sprettur upp úr stjórnmálaþátttöku síðustu misseri, heldur frekar að ráðherrann þekkir til minna sjónarmiða,“ segir Einar Hannesson lögmaður, sem tekur á næstu dögum við starfi aðstoðarmanns Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Síðan 2013 hefur Einar háð baráttu við krabbamein, en sumarið 2014 var komið í ljós að meinið hafði dreift sér og ómögulegt orðið að stöðva framgöngu sjúkdómsins.
„Ég er einkennalaus og með óskerta starfsorku,“ segir Einar, sem hvorki tekur lyf né sætir meðferð við meininu. „Sjúkdómurinn hefur verið stabíll. Ég er í reglubundnu eftirliti hjá Landspítalanum með færustu sérfræðinga. Ég fer reglulega í blóðprufur og það er fylgst með framgangi sjúkdómsins.“ Krabbameinið greindist fyrst í ristli, en dreifðist svo í lungu og lifur.
Ljóst er að starfið mun vera krefjandi, en Sigríður Á. Andersen hefur sætt gagnrýni að undanförnu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komust að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið lög, …
Athugasemdir