Sigurður Gísli Björnsson fiskútflytjandi er ekki lengur stjórnarformaður íslenska eignarhaldsfélagsins Steinasala ehf. sem heldur utan um hlutabréf nokkurra íslenskra fyrirtækja í belgíska fisksölufyrirtækinu Gadusi í kjölfar þess að skattayfirvöld hófu rannsókn á meintum skattsvikum hans í gegnum aflandsfélag í Panama. Fisksölufyrirtækið Icelandic Group seldi Steinasölum belgíska fyrirtækið í fyrra og varð Sigurður Gísli stjórnarformaður þess. Vegna rannsóknarinnar á málinu hefur Sigurður Gísli nú stigið til hliðar. Þetta gerðist fyrir um tveimur vikum síðan, að sögn Sigurðar Viggóssonar, stjórnarmanns í Steinasölum. „Sigurður Gísli sagði af sér út af þessari rannsókn á honum sjálfum, áður en lögreglan fór aftur í húsleit hjá honum,“ segir Sigurður.
„Vernda framtíðarhagsmuni“
Óskar Hjalti Halldórsson, sem var viðskiptafélagi Sigurðar Gísla í félaginu D3 ehf., sem hélt utan um eignarhluta fisksölufyrirtækja þeirra í Steinasölum og Gadusi, er nú orðinn stjórnarformaður beggja félaganna. Greint var frá því í fjölmiðlum fyrir skömmu að Sigurður Gísli hefði verið keyptur út úr …
Athugasemdir