Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ungi hælisleitandinn þurfti að mæta fyrir dóm tveimur dögum eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás

Fyrr­um hæl­is­leit­anda sem varð fyr­ir grófri árás á lík­ams­árás á Litla-Hrauni á þriðju­dag var gert að mæta í að­al­með­ferð í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í morg­un. Áhöld eru um hvort mað­ur­inn hafi ver­ið yf­ir lögaldri þeg­ar hann fór í fang­elsi.

Ungi hælisleitandinn þurfti að mæta fyrir dóm tveimur dögum eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás

Unga manninum sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla-Hrauni á þriðjudag og missti meðvitund var synjað um frestun á dómsmáli sínu af saksóknara, að sögn lögmanns. Honum var gert að mæta til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fór saksóknari fram á fimm til sex mánaða fangelsi.

Pilturinn, sem er frá Marokkó, var hælisleitandi hér á landi, en var synjað um dvalarleyfi. Síðan þá hefur hann reynt að forðast brottvísun til heimalands síns með því að fara um borð í gámaskip á leið úr landi. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjögur tilvik þar sem hann fór um borð í skip og sætir nú ákæru fyrir annað tilvik þar sem hann reyndi hann að komast um borð í gámaskip Eimskipa á leið til Kanada. „Þessi drengur vill vera á Íslandi en það er búið að synja honum um leyfi,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður mannsins.

Að sögn Lilju fannst maðurinn í yfirgefnum bíl á Austurlandi haustið 2016, ásamt öðrum hælisleitanda. Fjarðarbyggð tók við þeim og til stóð að þeir færu til fósturfjölskyldu í Reykjavík. Við tanngreiningu var aldur þess síðarnefnda metinn undir 18 ára, en sá fyrrnefndi var talinn yfir 18 ára miðað við efri vikmörk greiningarinnar og honum synjað um dvalarleyfi.

Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir hins hælisleitandans, telur að hann hafi verið undir 18 ára þegar hann kom til landsins og hafi líklega verið enn þegar hann var settur í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. „Það sem hann hefur til saka unnið er ekki nauðgun, ekki ofbeldi, ekki morð,“ skrifar hún í Facebook-færslu um málið. „Hann hefur reynt að bjarga framtíð sinni og horfum með því að komast úr landinu sem hefur hafnað honum.“

Gat ekki lýst áverkum þar sem túlk vantaði

Að beiðni Lilju var maðurinn fluttur á Litla-Hraun, þar sem þau töldu tækifæri til náms og vinnu vera betri þar innan veggja en á Hólmsheiði. Skömmu eftir að hann kom á Litla-Hraun varð hann fyrir kynþáttafordómum og óskaði Lilja eftir því að hann yrði fluttur, en beiðnin var ekki komin til afgreiðslu að hennar vitund. „Á milli jóla og nýárs varð hann fyrir árás, ekki jafn alvarlegri, en hún var vegna kynþáttafordóma,“ segir Lilja. „Þessi seinni árás var tilefnislaus og þessir atburðir tengjast ekki.“

Á þriðjudag réðst hópur fanga á manninn í útvistartíma og var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með brotnar tennur og aðra áverka. Í árásinni missti hann meðvitund eftir höfuðhögg, en gat ekki lýst áverkum sínum þar sem ekki fékkst túlkur.

Hann bíður nú brottvísunar frá Íslandi, en ekki fyrr en niðurstaða fæst í dómsmál hans og afplánun lýkur, verði hann fundinn sekur.  „Ég fullyrði að íslensk ungmenni mundu ekki sæta þessari meðferð,“ segir Lilja.

Ylfu Mist þykir meðferðin á piltinum og umræðan um hann harðneskjuleg. „Það hafa verið sagðar fréttir af flóttatilraununum. Þar hefur hann verið útmálaður sem „karlmaður, hælisleitandi“ -sem hann vissulega er. En hann er bara ofboðslega ungur hælisleitandi. Hann er samkvæmt okkar skilgreiningu barn. Talsmaður Eimskipa sagði í frétt: það á bara að senda „þessa menn“ til síns heima, þeir vilja greinilega ekkert vera hérna og þá á bara ekkert að vera að púkka upp á þá. Fréttin var ekki betur unnin en svo að það var ekki minnst á að þessi drengur væri í örvæntingu sinni að reyna að komast til Kanada af þvi að íslensk stjórnvöld hafa synjað honum um dvalarleyfi. Í staðinn er hann settur í fangelsi,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár