Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðar spurði Áslaugu hvort hún vildi „hlýða“ og vera „undir“ sér – „Oj,“ svaraði hún

Við­ar Guðjohnsen hall­aði sér upp að Áslaugu Frið­riks­dótt­ur, eina kven­kyns fram­bjóð­and­an­um í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og spurði hvort hún yrði und­ir­gef­in sér.

Viðar spurði Áslaugu hvort hún vildi „hlýða“ og vera „undir“ sér – „Oj,“ svaraði hún
Viðar Guðjohnsen Hefur sagt ungar konur vera með „metnaðargræðgi“ vegna þess að þær vilji fá leikskólapláss fyrir börn sín. Mynd: Facebook / Leiðtogakjör Viðars Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, spurði Áslaugu Friðriksdóttur, annan frambjóðanda, hvort hún ætlaði að „hlýða“ honum og „vera undir“ honum ef hann færi með sigur af hólmi í prófkjörinu á fundi í Valhöll í gærkvöldi.

Viðar lét mikið að sér kveða á fundinum sem var á vegum Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 

Viðar hefur talað fyrir því að útigangsmenn og fíkniefnaneytendur, einkum erlendir útigangsmenn, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp, enda glími Íslendingar við mannfjölgunarvandamál. 

Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

„Ætlar þú að hlýða mér, ef ég
verð forystumaðurinn og vera
undir mér og hlýða mér?“

Á fundinum í gær var Viðar spurður hvort hann sæi fyrir sér, ef hann ynni leiðtogakjörið, að geta átt gott samstarf við samherja sína. 

Viðar brást við með því að varpa spurningunni til Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, mótframbjóðanda síns og eina kvenkyns frambjóðandans í leiðtogaprófkjörinu. „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“ spurði Viðar og hallaði sér upp að Áslaugu. Hún brást við með orðinu „oj“ og hristi höfuðið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu