Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, spurði Áslaugu Friðriksdóttur, annan frambjóðanda, hvort hún ætlaði að „hlýða“ honum og „vera undir“ honum ef hann færi með sigur af hólmi í prófkjörinu á fundi í Valhöll í gærkvöldi.
Viðar lét mikið að sér kveða á fundinum sem var á vegum Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Viðar hefur talað fyrir því að útigangsmenn og fíkniefnaneytendur, einkum erlendir útigangsmenn, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp, enda glími Íslendingar við mannfjölgunarvandamál.
Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.
„Ætlar þú að hlýða mér, ef ég
verð forystumaðurinn og vera
undir mér og hlýða mér?“
Á fundinum í gær var Viðar spurður hvort hann sæi fyrir sér, ef hann ynni leiðtogakjörið, að geta átt gott samstarf við samherja sína.
Viðar brást við með því að varpa spurningunni til Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, mótframbjóðanda síns og eina kvenkyns frambjóðandans í leiðtogaprófkjörinu. „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“ spurði Viðar og hallaði sér upp að Áslaugu. Hún brást við með orðinu „oj“ og hristi höfuðið.
Athugasemdir