Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín vísar til vandræðamála vinstristjórnarinnar í vörn sinni fyrir Sigríði: „Þau leiddu ekki til afsagnar ráðherra“

For­sæt­is­ráð­herra benti á að ráð­herra hefði feng­ið á sig dóma vegna brota á skipu­lagslög­um án þess að segja af sér og tal­aði jafn­framt um „dóma vegna brota á jafn­rétt­is­lög­um“. Sagð­ist Katrín ekki hafa kall­að sér­stak­lega eft­ir af­sögn­um ráð­herra þá, né ætla að gera það í máli Sig­ríð­ar And­er­sen.

Katrín vísar til vandræðamála vinstristjórnarinnar í vörn sinni fyrir Sigríði: „Þau leiddu ekki til afsagnar ráðherra“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar til mála sem komu upp á kjörtímabili vinstristjórnarinnar en leiddu ekki til afsagnar ráðherra til að réttlæta áframhaldandi setu Sigríðar Andersen á ráðherrastóli. 

Í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi í gær var Katrín innt eftir afstöðu sinni til stöðu dómsmálaráðherra. Var þá sérstaklega vísað til nýrra upplýsinga sem Stundin birti í gær og sýndu hvernig ráðherra hunsaði lögfræðiráðgjöf sérfræðinga við undirbúning tillögu sinnar um skipun Landsréttardómara til Alþingis. 

„Það er alveg rétt að við höfum séð ráðherra fá á sig dóma. Hæstvirtan dómsmálaráðherra núna. Við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á jafnréttislögum, við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á skipulagslögum og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín.

„Hvernig axla ráðherrar ábyrgð? Jah, þau dæmi sem ég nefndi hér áðan þau leiddu ekki til afsagnar ráðherrar og ég hef sjálf, hvorki sem stjórnarandstöðuþingmaður né sem ráðherra í ríkisstjórn, kallað sérstaklega eftir afsögnum ráðherra af þessum tilefnum. Hins vegar kalla ég eftir því að slíkir dómar séu teknir alvarlega og við förum yfir það á vettvangi þingsins og framkvæmdarvaldsins.“

Af ummælum Katrínar má ráða að henni finnist framganga og verklag Sigríðar Andersen í Landsréttarmálinu með einhverjum hætti sambærilegt við vandræðamál sem komu upp í tíð vinstristjórnarinnar. 

Hún nefnir mál er vörðuðu brot ráðherra á skipulagslögum og jafnréttislögum, segist ekki hafa kallað eftir afsögnum ráðherra af þeim tilefnum og notar þetta sem réttlætingu fyrir því að nú kalli hún ekki eftir afsögn Sigríðar Andersen í kjölfar lögbrota hennar við skipun Landsréttardómara síðasta sumar. 

Dómstólar ógiltu ákvörðun Svandísar

Með orðum sínum um „dóma vegna brota á skipulagslögum“ má ætla að Katrín hafi verið að vísa til máls sem kom upp í umhverfisráðherratíð flokkssystur hennar, Svandísar Svavarsdóttur sem nú er heilbrigðisráðherra. Þá komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að með því að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Urriðafossvirkjun hefði Svandís ekki farið að lögum. 

Svandís Svavarsdóttirnúverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra

Forsaga málsins er sú að Flóa­hreppur og Landsvirkjun höfðu árið 2007 gert með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar. „Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum,“ skrifaði Svandís í pistli þann 19. febrúar 2011 og benti á að áður hefði samgönguráðherra úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt.

„Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.“ 

Síðar staðfestu bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur að fyrirkomulagið um greiðslu Landsvirkjunar fyrir aðalskipulag Flóahrepps hefði staðist lög og því yrði synjun ráðherra ógilt. 

Í máli Svandísar var ekki sýnt fram á að hún hefði hunsað lögfræðiráðgjöf í ráðuneyti sínu, né voru höfðuð skaðamál eða ríkið dæmt miskabótaskylt vegna vinnubragða ráðherrans. Hins vegar héldu Landsvirkjun og fulltrúar Flóahrepps því fram að með ákvörðun sinni hefði Svandís tafið atvinnuuppbyggingu á svæðinu og þannig óbeint valdið tjóni.  

Dómar fyrir brot á jafnréttislögum?

Katrín Jakobsdóttir vísaði einnig til þess í þingræðu sinni í gær að ráðherrar hefðu fengið á sig „dóma vegna brota á jafnréttislögum“. Óljóst er til hvaða mála hún er þar að vísa. 

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra var staðinn að því að hafa brotið jafnréttislög samkvæmt útskurði kærunefndar jafnréttismála árið 2012 og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra árið 2017. Þeir voru hins vegar aldrei dæmdir fyrir brot á jafnréttislögum.

Það sama á til dæmis við um mál Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann braut jafnréttislög að mati kærunefndar jafnréttismála með því að skipa ekki Hjördísi Hákonardóttur sem hæstaréttardómara árið 2003. Málið var leyst með samkomulagi við Hjördísi en ekki fyrir dómstólum. 

Því hefur oft verið haldið fram að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra hafi verið „dæmd fyrir brot á jafnréttislögum“ þegar Önnu Kristínu Ólafsdóttur voru dæmdar miskabætur í máli gegn forsætisráðuneytinu árið 2012 sem hún höfðaði eftir að kærunefnd jafnréttismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði brotið jafnréttislög. 

Jóhanna Sigurðardóttir var aldrei dæmd fyrir brot á jafnréttislögum, ólíkt því sem oft er haldið fram.

Í dómi héraðsdóms, sem ekki var áfrýjað til Hæstaréttar, var byggt á því að þar sem íslenska ríkið hefði ekki höfðað mál til að hnekkja úrskurði kærunefndarinnar yrði að leggja niðurstöðu nefndarinnar til grundvallar í málinu, enda væru úrskurðir kærunefndarinnar „bindandi gagnvart málsaðilum“. Dómurinn lagði hins vegar ekkert efnislegt mat á hvort jafnréttislög hefðu verið brotin við skipun í embættið. 

Skaðabótakröfu Önnu Kristínar var hafnað en ríkinu gert að greiða henni 500 þúsund króna miskabætur vegna fréttatilkynningar forsætisráðuneytisins um málið þar sem farið hafði verið yfir matsferli ráðuneytisins og tekið fram að hún hefði lent í fimmta sæti yfir hæfustu umsækjendur.

Síðar komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að mat og aðferð kærunefndar jafnréttismála, sem lögð var til grundvallar niðurstöðu hennar í málinu, hefði ekki verið í samræmi við lögbundið hlutverk hennar samkvæmt jafnréttislögum. Jóhanna fékk aldrei á sig dóm fyrir brot á jafnréttislögum þótt því hafi ítrekað verið haldið fram af hálfu stjórnmálamanna og í fyrirsögnum fjölmiðla. 

Eftir því sem Stundin kemst næst eru engin dæmi um að ráðherrar hafi verið dæmdir sekir um brot á jafnréttislögum frá því að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 öðluðust gildi né á þeim tíma sem Katrín Jakobsdóttir hefur átt sæti á Alþingi frá 2007, hvorki í tíð vinstristjórarinnar né hægristjórna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár