Íslenska ríkið gerir 25 ára leigusamning undir höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar við eignarhaldsfélagið Fornubúðir ehf. sem að hluta til er í eigu Jóns Rúnars Halldórssonar, fjárfestis og formanns knattspyrnufélags FH, en hann átti félag sem fram kom í Panamaskjölunum svokölluðu.
Jón Rúnar Halldórsson átti Tortólafélagið Sutherland Consultancies sem stofnað var árið 2007 eftir að Jón Rúnar seldi innflutningsfyrirtækið Saltkaup ehf. til nýs eiganda fyrir tæplega 860 milljónir króna – Jón Rúnar átti 60 prósent í fyrirtækinu. Miðað við söluverðið og hlutdeild Jóns Rúnars ætti hlutur hans að hafa verið rúmlega hálfur milljarður króna vegna viðskiptanna með Saltkaup. Jón Rúnar fékk prókúruumboð yfir Sutherland Consultancy frá panamaískum stjórnarmönnum fyrirtækisins í október árið 2007.
Fréttatíminn greindi frá því í maí árið 2016 að skattayfirvöld hefðu félag Jóns Rúnars til rannsóknar í kjölfar Panamalekans.
Jón Rúnar hefur einnig flokkspólitískar tengingar, en hann tók meðal annars þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árið 2009 …
Athugasemdir