Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ir að ekki megi líta fram­hjá áhrif­um þétt­ing­ar byggð­ar á um­ferð­ar­þunga í íbúða­hverf­um. Mik­ið um hraðakst­ur í Álm­gerði.

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Hún var kjörin fyrir flokk Framsóknar og flugvallarvina, en sagði skilið við flokkinn í fyrra.

„Ég hef ekki sett mig upp á móti þéttingu byggðar, en engu að síður er það staðreynd að umferðin er svo mikil, að bara – og nú ætla ég að vera mjög persónuleg – bara frá því ég flutti inn í mars höfum við misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar í Álmgerðinu þar sem var keyrt yfir þá,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, í umræðum um samgöngumál á borgarstjórnarfundi í dag. 

Talsvert hefur verið um hraðakstur í Álmgerði. Þegar lögreglan fylgdist með umferð á götunni eina klukkustund síðasta sumar ók meira en þriðjungur ökumanna yfir hámarkshraða. „Þarna fara börn yfir í skóla á hverjum einasta degi,“ sagði Sveinbjörg Birna í ræðu sinni.

Hún velti því upp hvort áhrif þéttingar byggðar á umferðarþunga í íbúðahverfum hefðu verið nægilega rannsökuð. „Við erum ekki búin að skoða hvort hægt sé að gera forgangsakreinar á Bústaðaveginum og það að þrenging Grensásvegarins hafði auðvitað mikið að segja um að fólk styttir sér leiðir í gegnum íbúðahverfi, sem er það sem við viljum allra síst,“ sagði hún. „Við getum ekki tryggt umferðaröryggi innan hverfanna. Þess vegna er þessi umræða sem við erum hér að fara í, herra borgarstjóri, og við borgarfulltrúar, hún er svo mikilvæg, vegna þess að það verður að leysa þennan umferðarþunga sem er að valda því að umferðin í hverfunum er að aukast.“

Sagði Sveinbjörg að ekki mætti líta framhjá tengslunum milli umferðarþunga og þéttingar byggðar. „Ég bý í Hlyngerði og það er mikil uppbygging að eiga sér stað á RÚV-reitnum. Það er verið að samþykkja núna að gera breytingar á húsnæði við Bústaðarveg. Bústaðarvegur er algjörlega stappaður frá klukkan 10:15 á morgnanna og fram yfir 21. Svo hvað gerir fólk, jú það styttir sér leið, alveg eins og það stytti sér leið hér áður fyrr á Háaleitisbrautinni gegnum Safamýrina þar til hámarkshraðinn þar var gerður 30 og það voru gerðar þrengingar þar. Allar þessar akreinar eru samt sem áður fullar af bílum á morgnana, í áttina niður í bæ. Og það er að fara fram uppbygging, við erum að auka húsnæði á Sogaveginum, þar er verið að byggja fjölbýlishús og það er verið að fara að byggja upp við Bústaðaveg ennþá fleiri íbúðir og svo mætti lengi telja.“ Í framhaldinu vék Sveinbjörg að ástandinu við Álmgerði þar sem mikið er um hraðakstur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár