Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ir að ekki megi líta fram­hjá áhrif­um þétt­ing­ar byggð­ar á um­ferð­ar­þunga í íbúða­hverf­um. Mik­ið um hraðakst­ur í Álm­gerði.

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Hún var kjörin fyrir flokk Framsóknar og flugvallarvina, en sagði skilið við flokkinn í fyrra.

„Ég hef ekki sett mig upp á móti þéttingu byggðar, en engu að síður er það staðreynd að umferðin er svo mikil, að bara – og nú ætla ég að vera mjög persónuleg – bara frá því ég flutti inn í mars höfum við misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar í Álmgerðinu þar sem var keyrt yfir þá,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, í umræðum um samgöngumál á borgarstjórnarfundi í dag. 

Talsvert hefur verið um hraðakstur í Álmgerði. Þegar lögreglan fylgdist með umferð á götunni eina klukkustund síðasta sumar ók meira en þriðjungur ökumanna yfir hámarkshraða. „Þarna fara börn yfir í skóla á hverjum einasta degi,“ sagði Sveinbjörg Birna í ræðu sinni.

Hún velti því upp hvort áhrif þéttingar byggðar á umferðarþunga í íbúðahverfum hefðu verið nægilega rannsökuð. „Við erum ekki búin að skoða hvort hægt sé að gera forgangsakreinar á Bústaðaveginum og það að þrenging Grensásvegarins hafði auðvitað mikið að segja um að fólk styttir sér leiðir í gegnum íbúðahverfi, sem er það sem við viljum allra síst,“ sagði hún. „Við getum ekki tryggt umferðaröryggi innan hverfanna. Þess vegna er þessi umræða sem við erum hér að fara í, herra borgarstjóri, og við borgarfulltrúar, hún er svo mikilvæg, vegna þess að það verður að leysa þennan umferðarþunga sem er að valda því að umferðin í hverfunum er að aukast.“

Sagði Sveinbjörg að ekki mætti líta framhjá tengslunum milli umferðarþunga og þéttingar byggðar. „Ég bý í Hlyngerði og það er mikil uppbygging að eiga sér stað á RÚV-reitnum. Það er verið að samþykkja núna að gera breytingar á húsnæði við Bústaðarveg. Bústaðarvegur er algjörlega stappaður frá klukkan 10:15 á morgnanna og fram yfir 21. Svo hvað gerir fólk, jú það styttir sér leið, alveg eins og það stytti sér leið hér áður fyrr á Háaleitisbrautinni gegnum Safamýrina þar til hámarkshraðinn þar var gerður 30 og það voru gerðar þrengingar þar. Allar þessar akreinar eru samt sem áður fullar af bílum á morgnana, í áttina niður í bæ. Og það er að fara fram uppbygging, við erum að auka húsnæði á Sogaveginum, þar er verið að byggja fjölbýlishús og það er verið að fara að byggja upp við Bústaðaveg ennþá fleiri íbúðir og svo mætti lengi telja.“ Í framhaldinu vék Sveinbjörg að ástandinu við Álmgerði þar sem mikið er um hraðakstur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár