Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar um lögbrot dómsmálaráðherra

„Skylda nefnd­ar­inn­ar að fjalla um henn­ar stöðu,“ seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar. „Ekki okk­ar að ákveða ráð­herra­val annarra flokka,“ seg­ir þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar um lögbrot dómsmálaráðherra
Mál Sigríðar rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Á fundinn koma umboðsmaður Alþingis, yfirlögfræðingur Alþingis og jafnframt sérfræðingar í stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti. Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi
Helga Vala Helgadóttirformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar um stöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og lögbrot hennar við skipun dómara við Landsrétt á fimmtudaginn. 

„Viðfangsefni fundarins er málsmeðferð Sigríðar Andersen við skipun dómara og staða hennar sem ráðherra,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við Stundina.

„Hún gegnir auðvitað ráðherraembætti meðan hún er varin af meirihluta þings, en það er skylda nefndarinnar að fjalla um hennar stöðu, og jafnframt stöðu þingsins og aðkomu þess að skipun dómara almennt. Næstu skref miðast svo kannski dálítið við hvað kemur fram á þessum fundi.“

Á fundinn koma umboðsmaður Alþingis, yfirlögfræðingur Alþingis og jafnframt sérfræðingar í stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti. 

Píratar hafa talað fyrir því að Sigríður Andersen segi af sér ráðherraembætti og gefið til kynna að ellegar verði lögð fram vantrauststillaga gegn henni.

Jón Þór Ólafsson, fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, telur mikilvægt að allir þingmenn geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort þeir treysti ráðherra til áframhaldandi starfa.

Jón Þór Ólafssonþingmaður Pírata

„Til að svo megi vera í þessu máli, þá þurfa upplýsingar um ákvarðanir og verklag ráðherra að liggja fyrir. Þess vegna hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kallað eftir tiltækum upplýsingum frá ráðuneytinu,“ segir hann.

Jón bendir á að þegar lögð er fram vantrauststillaga hafi þingið í raun aðeins þrjá daga þar til málið er tekið fyrir. „Þess vegna þarf undirbúningsvinnan að fara fram með meiri fyrirvara.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið út að hún líti ekki á Landsréttarmálið sem afsagnarsök fyrir Sigríði Andersen. „Hún situr bara áfram í ríkisstjórn,“ sagði Katrín í sjónvarpsfréttum RÚV þann 19. desember og tók Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng. „Hún er náttúrlega ráðherra í þessari ríkisstjórn áfram,“ sagði hann. Eftir því sem Stundin kemst næst hefur ekki komið til sérstaks ágreinings um stöðu Sigríðar Andersen meðal þingmanna og forystufólks Vinstri grænna. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirformaður þingflokks Vinstri grænna

Stundin spurði Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann þingflokksins, hvort hún væri samstíga Katrínu Jakobsdóttur hvað varðar stöðu Sigríðar Andersen. „Já, ég er það og það hefur ekkert breyst í sjálfu sér. Við vissum þegar við gengum inn í þetta samstarf að þetta gæti orðið niðurstaðan,“ sagði hún og bætti við: „Það er auðvitað ekki okkar að ákveða ráðherraval annarra flokka.“

Blaðamaður benti þá á að Sigríður gæti ekki setið á ráðherrastóli nema með stuðningi meirihluta þingsins, meðal annars þingmanna Vinstri grænna. „Vissulega, það er rétt,“ sagði Bjarkey.

Aðspurð hvort eining sé um málið innan þingflokksins svarar hún: „Þetta hefur ekki verið tekið sérstaklega fyrir innan þingflokksins, en þar eru eflaust skiptar skoðanir um málið. Okkur fannst viðeigandi að það yrði tekið fyrir á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en að öðru leyti hefur þetta ekki verið rætt neitt sérstaklega.“ 

Þessi grein er brot úr ítarlegri umfjöllun um ráðherraferil og embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár