Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA hefur áhuga á að koma að rafmagnsframleiðslu með vindorku í Dalabyggð á Vesturlandi og hefur sett sig í samband við sveitarstjórnina í byggðarlaginu. Þetta segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, í samtali við Stundina. „Ég kannast við það. Aðilar frá GAMMA hafa verið í sambandi við okkur. Ég veit ekki hvað þeir vilja gera nákvæmlega en þeir eru bara að velta þessu fyrir. Þeir vilja koma með einhverjum hætti að svona vindorkugarði. Hvort sá vindorkugarður verður staðsettur í Dalabyggð eða einhvers annars staðar á landinu veit ég ekki. “ segur Sveinn.
Sveinn segir að svæðið, Dalabyggð, henti vel til rafmagnsframleiðslu með vindorku. „Menn eru að skoða vindkort af landinu og aðstæður og sjá að þetta svæði getur verið hentugt; hér blæs dálítið en lítið er um aftakaveður.“
„Þetta verður heljarinnar garður og fullt af rafmagni.“
Athugasemdir