Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

GAMMA vill ekki að fjöl­miðl­ar fái að­gang að styrkt­ar­samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands. Styrk­ur­inn hljóð­ar upp á 22,5 millj­ón­ir á ári, eða 2,2 pró­sent af því fjár­magni sem hljóm­sveit­in fær á fjár­lög­um. Stund­in hef­ur kært nið­ur­stöð­una til úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA
GAMMA vill leynd GAMMA, ekki SInfóníuhljómsveit Íslands, vill ekki að fjölmiðlar fái aðgang að samningi fyrirtækisins við ríkisstofunina. Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA, sést hér með Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, þegar styrktarsamningurinn var endurnýjaður 2016.

Sinfóníuhljómsveit Íslands, stofnun í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar sem rekin er á fjárlögum, neitar að afnhenda Stundinni styrktarsamning sem hljómsveitin gerði við sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA árið 2016. Sá samningur var gerður þegar fyrri samningur frá 2012 rann úr gildi. 

Samningurinn felur það í sér að GAMMA styrkir Sinfóníuhljómsveitina um 90 milljónir króna á árunum 2016 til 2020 eða um 22,5 milljónir á ári. Þessi upphæð nemur rétt tæplega 2,2 prósentum af þeirri upphæð sem Sinfóníuhljómsveit Íslands fær á fjárlögum frá íslenska ríkinu en árið 2018 nemur hún 1039,2 milljónum króna. Áætlaðar rekstrartekjur Sinfóníunnar, umfram ríkisframlagið, nema 442,1 milljón króna og er 22,5 milljóna króna styrkurinn frá GAMMA rúmlega 5 prósent af þeirri upphæð.   

Mælir fyrir einkavæðingu og kaupir íbúðir

GAMMA er eignastýringar- og fjármálafyrirtæki sem rekur meira en 30 sjóði sem fjárfesta í alls kyns verkefnum á Íslandi, allt frá íbúðarhúsnæði til orkuverkefna og verkefna í ferðmannaiðnaði. Fyrirtækið er með um 115 milljarða króna í stýringu og er ógerningur að sjá hvaða aðilar standa á bak við fjárfestingarnar í einstaka sjóðum. Fyrirtækið hefur talað fyrir mikilvægi aukinnar einkavæðingar í íslensku samfélagi og sagði meðal annars „lógískt“ að selja bæði Landsvirkjun og Orkuveituna í skýrslu sem það gaf út í nóvember árið 2016. 

GAMMA hefur auk þess verið gagnrýnt í gegnum árin vegna stórfelldra uppkaupa á íbúðarhúsnæði sem félagið framleigir svo áfram til almennings í gegnum  leigufélög. Sjóðir GAMMA eiga nú ym 1500 íbúðir á suðvesturhorninu og heldur fyrirtækið áfram uppkaupum á íbúðarhúsnæði. 

 

GAMMA og SinfóníanAuglýsing sem sýnir hvernig GAMMA notar nafn Sinfóníuhljómsveitarinnar í markaðssetningu sinni.

Nota nafn Sinfóníunnar í markaðssetningu

Fyrir þennan styrk getur GAMMA tengt nafn sitt við Sinfóníuhljómsveitina, þessa mikils metnu, virtu og óumdeildu ríkisstofnun, og notað þessi tengsl í markaðssetningu sinni. Til að mynda má nefna að á brottfarar- og komuganginum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er auglýsing frá GAMMA með mynd af tónlistarmönnum í Sinfóníuhljómsveit Íslands, auglýsing frá GAMMA með Sinfóníuhljómsveitinni var sýnd fyrir Áramótaskaupið á gamlárskvöld og á heimasíðu GAMMA er sérstök umfjöllun um Sinfóníuhljómsveit Íslands með myndbandi um hljómsveitina sem er merkt GAMMA. Víða tengir GAMMA nafn sitt því við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

GAMMA og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfónían samþykkti að spila ókeypis fyrir GAMMA fjórum sinnum á ári
MenningGAMMA og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sin­fón­í­an sam­þykkti að spila ókeyp­is fyr­ir GAMMA fjór­um sinn­um á ári

GAMMA og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands neit­uðu að af­henda Stund­inni samn­ing sín á milli, en úr­skurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hljóm­sveit­in sé skyldug til að veita al­menn­ingi þess­ar upp­lýs­ing­ar. Mikl­ir „op­in­ber­ir hags­mun­ir“ fel­ast í samn­ingn­um.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár