Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Felldu tillögu um aukinn stuðning við barnafjölskyldur

Eng­inn þing­mað­ur Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyr­ir at­kvæði sínu þeg­ar stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Al­þingi felldi breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans í gær um að skerð­ing­ar­mörk barna­bóta yrðu lát­in mið­ast við lág­marks­laun á næsta fjár­laga­ári.

Felldu tillögu um aukinn stuðning við barnafjölskyldur

Enginn þingmaður Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar stjórnarmeirihlutinn á Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans í gær um að skerðingarmörk barnabóta yrðu látin miðast við lágmarkslaun á næsta fjárlagaári. 

Samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem samþykkt voru í gærkvöldi hækka fjárhæðir barnabóta um 8,5% milli áranna 2017 og 2018 og tekjuskerðingarmörk um 7,4%.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fullyrti að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar myndu „raunverulega útgreiddar barnabætur hækka um 10% á milli ára“. Til samanburðar má nefna að laun þingmanna hækkuðu um 45% í fyrra og styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka hækka um 127% samkvæmt fjárlögum ársins 2018.

Útgjöld hins opinbera vegna barnabóta eru nær óbreytt frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar sem lagt var fram í haust.  

Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar á Alþingi, með Oddnýju G. Harðardóttur í fararbroddi, lagði til að eftir áramót myndu skerðingarmörk barnabóta miðast við lágmarkslaun; foreldrar með lægri tekjur en 300.000 kr. á mánuði fengju þannig óskertar barnabætur. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni, en aðeins tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason og Bjarni Benediktsson tóku til máls þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 

Fyrr um daginn hafði þó Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra réttlætt afstöðu sína með vísan til þess að um verulega útgjaldaaukningu væri að ræða, ekki hefðu komið fram formlegar breytingartillögur frá Samfylkingunni um tekjuöflun á móti og að viðhalda þyrfti efnahagslegum stöðugleika.

„Ég kalla eftir góðu samstarfi allra flokka á þingi um það hvernig við viljum þróa áfram bótakerfin og skattkerfin til þess að tryggja betur stöðu tekjulægri hópa,“ sagði hún í gærmorgun. 

„Það hafa orðið talsvert miklar launahækkanir á undanförnum árum og það á líka við um árið 2017. Það hefur leitt til þess að þær fjárhæðir sem við áætluðum að myndu ganga út í barnabætur á árinu 2017 hafa ekki allar gengið út,“ sagði svo Bjarni Benediktsson í atkvæðaskýringu sinni seinna um daginn. „Af þeirri ástæðu lagði ríkisstjórnin nýja til við þingið að við myndum hækka viðmiðunarfjárhæðir um 8,5% og tekjuviðmiðin um 7,4% fyrir barnabætur á næsta ári. Það mun tryggja að raunverulega útgreiddar barnabætur munu hækka um 10% á milli ára.“ Þá kallaði hann eftir því að litið væri á heildarmyndina og sagði ljóst að tekist hefði stórbæta kjör barnafólks á undanförnum árum. 

Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni var á meðal stjórnarandstöðuþingmanna sem gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega.

„Hvernig getur það þótt eðlilegt á Íslandi, hinu ríka landi, að skerða barnabætur sem eiga að vera stuðningur við þá sem minnstar hafa tekjur? Hvernig getur ríkisstjórninni, ráðherrum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og öðrum, þótt eðlilegt að skerða barnabætur við 242 þús. kr. eða um 480 þús. kr. hjá hjónum? Þetta eru bætur fyrir lítil börn sem eiga ekki neitt,“ sagði hún. „Finnst ykkur í alvöru í lagi að skerða barnabætur við þetta? Við erum að leggja til smávægilega breytingu þannig að bætur til barna, fátækra barna, skerðist ekki við tekjur, heildartekjur, undir 300 þús. kr. Hvernig getiði sagt nei við þessu?“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að í breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um barnabætur væri í raun lagt til að tekjutilfærslukerfinu yrði breytt í átt að því sem upprunalega stóð til þegar kerfið var hannað. 

„Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært
algerlega miðað við uppsetta áætlun,
en þar varð 127% hækkun“

„Nú er talað um rúma 10% hækkun og svo framvegis, sem er langt frá því að vera sú leiðrétting sem á þarf að halda ef miðað er við hvernig þau voru hugsuð upphaflega. Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært algerlega miðað við uppsetta áætlun, en þar varð 127% hækkun. Mér finnst undarlegt að þá sé ekki hægt á sama tíma að lagfæra þau kerfi sem varða tekjulægsta fólkið,“ sagði hann. 

Þar vísar Björn til þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að  auka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka um 362 milljónir króna á næsta ári. Fjárhæðin nemur um helmingi þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu á næsta ári. Samkvæmt lauslegum útreikningum þýðir hækkunin að um 90 milljónir renna aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir til stjórnarflokkanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár